Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.11.1997, Síða 34

Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.11.1997, Síða 34
32 Sveitarsjóðareikningar 1996 Útgjöld sveitarfélaga til fjárhagsaðstoðar og tekjur þar á móti eru sýnd í 31. yfirliti. Reiknuð á verðlagi ársins 1996 jukust rekstrarútgjöld í heild um rúm 4% frá árinu 1995 til ársins 1996 eftir 13% aukningu 1994-1995. Meðalfjárhæð fjárhagsaðstoðar á heimili á föstu verðlagi hækkaði um 8% 1995-1996 (1% 1993-1994), sem skýrir aukin útgjöld þrátt fyrir fækkun heimila er njóta aðstoðar milli áranna 1995 og 1996. 31. yfírlit. Útgjöld sveitarfélaga til fjárhagsaðstoðar 1995-1996 Summary 31. Local govemment cash assistance expenditure 1995-1996 Gjöld og tekjur l)á verðlagi hvors árs í millj. kr. Expenditure and revenue !) at current prices in mill. ISK Tekjur sem hlutfall Á verðlagi ársins 1996 Expenditure at 1996 prices Vísitala af útgjöldum, % Revenue as Rekstrarútgjöld í millj. kr. Expenditure in mill. ISK Meðalfjárhæð á heimili í kr. rekstrarútgjalda Index of operational outlœys Gjöld Expenditure Tekjur Revenue percent of outlays Average per household in ISK 1995 891,0 16,9 1,9 911,0 151.412 100,0 1996 950,3 119,9 12,6 950,3 163.535 104,3 11 Til útgjalda telst bæði hrein fjárhagsaðstoð og fjárhagsaðstoð í formi lána. Þegar lán eru endurgreidd færast þau til tekna. Expenditure includes direct monetary support and lending. Repayments of loans are credited to the revenue account. í 32. yfirliti koma fram rekstrargjöld og rekstrartekjur sveitarfélaga vegna félagsþjónustu og skipting þeirra innan þess málaflokks árin 1995 og 1996. Þetta er stærsti mála- flokkur í rekstri sveitarfélaganna og tók hann til sín um 26% rekstrarútgjalda árið 1996, 29% árið 1995. Fjárfrekasta viðfangsefni félagsþjónustu er dagvist barna, til hennar runnu 40% rekstrarútgjalda félagsþjónustu bæði árin 1995 og 1996. Annað í röðinni er félagshjálp en til hennar var varið 33% útgjalda til félagsþjónustu 1995 og 35% árið 1996. Til þessa viðfangsefnis telst bæði heimaþjónusta og bein fjárhagsaðstoð eins og vikið verður að síðar. I þriðja lagi eru svo útgjöld til dvalarheimila og íbúða aldraðra. Þau voru 11% útgjalda til félagsþjónustu árin 1995 og 1996. Aðrir liðir eru lægri. Þar ber fyrst að nefna „sameiginlegan kostnað" en það eru útgjöld vegna nefnda á þessu sviði og rekstrar félagsmálastofnana sveitarfélaga. „Annar rekstur“ tekur til rekstrar annarra heimila (fyrst og fremst vistheimila barna á vegum Reykjavíkurborgar), gæsluvalla og vinnumiðlana. „Lögbundin framlög og styrkir“ eru meðal annars framlög til Bjargráðasjóðs og óafturkræf framlög til Byggingarsjóðs verkamanna. Stór hluti eru styrkir sem sveitarfélög veita til margra, ólíkra aðila. Loks sýnir taflan heildarútgjöldin í krónum á fbúa. Þar sést að af þessum málaflokki bera sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu mestan kostnað á íbúa. Kostnaður annarra sveitarfélaga með 300 íbúa eða fleiri var um fjórðungi lægri en sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu árið 1996 en um þriðjungi lægri árið 1995. Kostnaður hinna fjölmörgu sveitarfélaga með færri en 300 íbúa var enn sem fyrr minni eða sem nam tæplega fjórðungi af kostnaði sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Útgjöld sveitarfélaga til félagsþjónustu jukust um 882 millj. kr. frá árinu 1995 til ársins 1996. A föstu verðlagi jukust útgjöld til félagsþjónustu um 7,2% árið 1996 (8,7% árið 1995) en heildarrekstrargjöld sveitarfélaga til alls annars en fræðslumála (nýtilkominn rekstur grunnskólans gerir aukningu heildarreikstrarútgjalda ekki marktæka í þessu samhengi) jukust 2,3% á föstu verðlagi (samanborið lækka um 1,5% 1995). Hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu jukust útgjöld til félagsmála um 5,1% á föstu verðlagi 1995- 1996 en um 15,8% hjá öðrum stærri sveitarfélögum. Loks lækkuðu hin hlutfallslega lágu útgjöld minni sveitarfélaga um 36% á föstu verðlagi. Varðandi samanburð á öðrum stærri sveitarfélögum og minni sveitarfélögum milli ára verður að hafa í huga að milli ára hafa sveitarfélög flust á milli flokka, þar sem miðað ver við sveitarfélög með 400 eða fleiri íbúa 1995 en 300 eða fleiri 1996. Þær tekjur sem sveitarfélögin höfðu upp í kostnað sinn af félagsþjónustu námu 31% af útgjöldum til þessa málaflokks árið 1996, en 28% bæði árin 1994 og 1995. Hlutfall tekna af útgjöldum var lægst í fámennustu sveitarfélögunum, 20%, um 29% hjá sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu og um 38% hjá öðrum sveitarfélögum með 300 íbúa og fleiri. I 33. yfirliti er sýnt hvernig rekstrargjöld og rekstrartekjur félagshjálpar skiptust eftir viðfangsefnum árin 1995 og 1996. Stærsti hluti útgjalda árið 1996 fór til fjárhagsaðstoðar, 27%, samanborið við 29% árið áður. Þá runnu 23% út- gjaldanna til heimaþjónustu (24% árið 1995). Þriðji stærsti þáttur félagshjálpar var kostnaður vegna leigu félagslegra íbúða en hann svaraði til 8,5% útgjalda árið 1995 en hækkaði í 10% árið 1996. Hér er um að ræða rekstrarkostnað íbúða sem leigðar eru skjólstæðingum félagsmálayfirvalda sveitar- félaga (hér færist ekki leiga húsnæðis sveitarfélaga sem leigt er á almennum markaði eða leigt starfsmönnum s veitarfélaga). Til annarra þátta félagshjálpar fara umtalsverðar fjárhæðir. Fyrst ber að nefna húsaleigubætur sem fjallað var um hér að framan. A „tilsjónarmannakerfi o.fl“ færast útgjöld til þeirrar félagslegu aðstoðar sem ekki felst í beinum fjárstyrkjum eða lánum. Allur kostnaður vegna barnavemdarmála á að færast á liðinn „vegna barna og unglinga". Kostnaður vegna ferðaþjónustu fatlaðra og annarrar þjónustu við þann hóp færist á liðinn „vegna hreyfihamlaðra og fatlaðra“. A „dvalargjöld" færist m.a. kostnaður sem sveitarfélög bera af niðurgreiðslu dagvistar barna á einkaheimilum. Dæmi er um að einnig sé færður á þennan lið dvalarkostnaður af öðm tagi,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga
https://timarit.is/publication/1126

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.