Utanríkisverslun. Vöruflokkar og viðskiptalönd - 01.05.1998, Qupperneq 18
16
Utanríkisverslun 1997 - vöruflokkar og viðskiptalönd
mesta hlutdeild þar eiga ál (15,2 milljarðar) og kísiljám (3,7
milljarðar). Verðmæti útfluttrar iðnaðarvöru jókst um 3,7
milljarða frá 1996. Af einstökum flokkum iðnaðarvöru jókst
helst verðmæti útflutts áls. Útflutningur á öðrum vörum jókst
um 1,2 milljarða, aðallega vegna skipasölu.
8. yfirlit. Útflutningur eftir vöruflokkum (Hagstofuflokkun) árin 1996 og 1997
Fob-verð á gengi hvors árs 1996 1997 Breyting frá fyrra ári, %
Millj. kr. % Millj. kr. %
Samtals 125.690 100,0 131.213 100,0 4,4
Sjávarafurðir 92.582 73,7 93.648 71,4 1,2
Landbúnaðarafurðir 2.550 2,0 2.105 1,6 -17,4
Iðnaðarvömr 25.039 19,9 28.757 21,9 14,8
Aðrar vörur 5.520 4,4 6.704 5,1 21,4
Mynd 2. Útflutningur eftir Hagstofuflokkun árið 1997
í 9. yfirliti er útflutningur birtur eftir hagrænni flokkun
(BEC). Eins og áður hefur komið fram vega matvömr og
drykkjarvörur mest í útflutningi en sökum eðlismunar
hagrænu flokkunarinnar (BEC) og SITC-flokkunarinnar eru
matvömr og drykkjarvömr með lægri hlutdeild í hagrænu
flokkuninni en matur og lifandi dýr í SITC-flokkuninni.
Astæðan er sú að hluti af því sem fellur undir liðinn matur
og lifandi dýr í SITC-flokkuninni tilheyrir hrávörum og
rekstrarvömm í hagrænu flokkuninni. Samkvæmt hagrænu
flokkuninni em mat- og drykkjarvömr 62% af heildarútflutn-
ingi, næst koma hrá- og rekstrarvömr með 31% hlutdeild.
Nánari sundurliðun á útflutningi eftir hagrænum flokkum er
birt i töflu 5. Þar sést að unnar mat- og drykkjarvömr, einkum
til heimilisnota, em íyrirferðarmestar innan mat- og drykkjar-
vara. Þar vega þyngst fryst rækja og fryst þorskflök. í hrá-
vörum og rekstrarvörum eiga ál, loðnumjöl, kísiljám og
loðnulýsi mesta hlutdeild. í krónum talið var mest aukning í
útflutningi hrá- og rekstrarvöm, aðallega unninnar, vegna
aukins útflutnings á áli en einnig varð aukning í útflutningi
á flutningatækjum vegna aukins skipaútflutnings.