Utanríkisverslun. Vöruflokkar og viðskiptalönd - 01.05.1998, Page 205
Utanríkisverslun 1997 - vöruflokkar og viðskiptalönd
203
Eldri skýrslur um utanríkisverslun
Utanríkisverslun, Vöruflokkar og viðskiptalönd. Hagskýrslur íslands III, 28
Utanríkisverslun, Vöruflokkar og viðskiptalönd. Hagskýrslur íslands III, 36
Utanríkisverslun - vöruflokkar og viðskiptalönd. Hagskýrslur íslands III, 45
Ritröðin Hagskýrslur íslands
Eftir að Hagstofa íslands tók til starfa í ársbyrjun 1914 tók
hún við opinberri hagskýrslugerð hér á landi og hóf útgáfu
Hagskýrslna Islands. Hagskýrslur Islands voru framhald
þeirra hagskýrslna sem út voru gefhar á árunum 1858-1912.
Fyrstu innlendu hagskýrslumar voru gefhar út afHinu íslenska
bókmenntafélagi á árunum 1858-1875. Árin 1874-1898
voru hagskýrslur birtar í Stjómartíðindum, í B-deildinni árin
1874-1881 en í C-deildinni árin 1882-1898. Áþessutímabili
birtust skýrslumar ýmist hver undir sínu heiti eða voru
nefndar einu naíhi Landshagsskýrslur. Eftir 1898 var hætt
að birta þessar skýrslur sem hluta af C-deild Stjórnartíðinda.
I stað þess vom þær gefnar út sérstaklega og þá undir heitinu
Landshagsskýrslurfyrir ísland. Þannig var útgáfunni háttað
árin 1899-1913 en þá tóku Hagskýrslur íslands við.
Fyrsta skýrslan í ritröðinni Hagskýrslur Islands kom út
árið 1914 og vom það Verslunarskýrslur fyrir árið 1912.
Með útkomu Verslunarskýrslna fyrir árið 1949, sem gefnar
vom út árið 1951, var ákveðið að hæfist nýr útgáfuflokkur,
merktur II. I upphaflega útgáfuflokknum vom þá komnar út
130 skýrslur, en tvær skýrslur vom óútkomnar og birtust þær
síðar sama ár og árið eftir, þ.e. 1952. Alls vom því 132
skýrslur 1 þessum fyrsta útgáfuflokki. Við gerð Verslunar-
skýrslna 1988 var broti og útliti Hagskýrslna Islands breytt.
Um leið var ákveðið að þá hæfíst þriðji útgáfuflokkurinn,
merktur 111, og kom fyrsta skýrslan í þeim flokki út í ársbyrjun
1990. I öðmm útgáfuflokki höfðu þá verið gefnar út 89
skýrslur. Ritið Utanríkisverslun 1997, vöruflokkar og við-
skiptalönd er fimmtugasta og fimmta skýrslan í III. flokki
Hagskýrslna Islands og jafnframt 276. skýrslan ffá upphafi
ritraðarinnar.