Utanríkisverslun. Vöruflokkar og viðskiptalönd - 01.06.2000, Blaðsíða 20
18
Utanríkisverslun 1999 - vöruflokkar og viðskiptalönd
11. yfirlit sýnir útflutning eftir atvinnugreinum, ÍSAT 95.
Eins og ætla má er matvæla- og drykkjarvöruiðnaður
mikilvægasta útflutningsgreinin með 66% hlutdeild en næst
kemur framleiðsla málma með 18% hlutdeild, þar sem
álframleiðsla ber stærstan hlut. Af einstökum atvinnugreinum
jókst útflutningsverðmæti mest í útflutningi úr framleiðslu
málma vegna álútflutnings og í útflutningi úr framleiðslu
annarra farartækja vegna aukins skipaútflutnings. A móti
kom minni útflutningur úr matvæla- og drykkjarvöruiðnaði
aðallega vegna minni útflutnings úr atvinnugreininni mjöl
og lýsisvinnsla. Nánari sundurliðun útflutnings eftir
atvinnugreinum er birt í töflu 7.
11. yflrlit. Útflutningur eftir atvinnugreinum (ÍSAT 95) árin 1998 og 1999
Fob-verð á gengi hvors árs 1998 1999 Breyting frá fyrra ári, %
Millj. kr. % Millj. kr. %
Samtals
01 Landbúnaður og dýraveiðar
02 Skógrækt, skógarhögg og tengd þjónusta
05 Fiskveiðar
14 Nám og vinnsla annarra hráefna úr jörðu
15 Matvæla- og drykkjarvöruiðnaður
17 Textíliðnaður
18 Fataiðnaður; sútun og litun loðskinna
19 Leðuriðnaður
20 Trjáiðnaður
21 Pappírsiðnaður
22 Utgáfustarfsemi og prentiðnaður
23 Framleiðsla á koxi, olíuvörum og kjarnorkueldsneyti
24 Efnaiðnaður
25 Gúmmí- og plastvöruframleiðsla
26 Gler-, leir- og steinefnaiðnaður
27 Framleiðsla málma
28 Málmsmíði og viðgerðir
29 Vélsmíði og vélaviðgerðir
30 Framleiðsla á skrifstofuvélum og tölvum
31 Framl. og viðgerðir annarra ótalinna rafmagnsvéla og -tækja
32 Framleiðsla og viðgerðir fjarskiptabúnaðar og -tækja
33 Framl./viðh. á lækningat-, mæli- og rannsóknart., úrum o.fl.
34 Framleiðsla vélknúinna ökutækja annarra en vélhjóla
35 Framleiðsla annarra farartækja
36 Húsgagnaiðn., skartgripasmíði og annar ótalinn iðnaður
40 Rafmagns-, gas- og hitaveitur
74 Önnur viðskipti og sérhæfð þjónusta
92 Tómstunda-, menningar- og íþróttastarfsemi
98 Ótilgreind starfsemi
136.592 100,0 144.928 100,0 6,1
555 0,4 691 0,5 24,5
- - 0 0,0
4.437 3,2 5.003 3,5 12,8
844 0,6 834 0,6 -1,2
98.325 72,0 96.012 66,2 -2,4
1.111 0,8 950 0,7 -14,5
729 0,5 487 0,3 -33,1
66 0,0 69 0,0 4,1
48 0,0 62 0,0 30,7
188 0,1 248 0,2 32,2
119 0,1 185 0,1 55,2
220 0,2 209 0,1 -5,1
587 0,4 703 0,5 19,8
498 0,4 529 0,4 6,2
148 0,1 146 0,1 -0,1
22.261 16,3 26.325 18,2 18,3
283 0,2 263 0,2 -7,1
2.007 1,5 3.215 2,2 60,1
77 0,1 24 0,0 -68,7
136 0,1 83 0,1 -39,1
10 0,0 21 0,0 112,8
707 0,5 1.155 0,8 63,4
35 0,0 225 0,2 549,4
2.351 1,7 6.413 4,4 172,8
10 0,0 17 0,0 82,2
_ - 0 0,0
0 0,0 0 0,0 -20,6
87 0,1 9 0,0 -89,6
755 0,6 1.049 0,7 39,1
í 12. yfirliti eru birtar tölur um innflutning eftir atvinnu-
greinum. Mesta hlutdeild, 12% af heildarinnflutningi, átti
innflutningur úr atvinnugreininni vélsmíði og vélaviðgerðir
(stórir liðir eru framleiðsla og viðhald véla til almennra nota
og annarra sérhæfðra véla). Næstmesta hlutdeild átti inn-
flutningur úr framleiðslu vélknúinna ökutækja. Innflutningur
jókst mest milli ára í krónum talið úr framleiðslu vélknúinna
ökutækja, aðallega vegna aukins bílainnflutnings. Nánari
sundurliðun innflutnings eftir atvinnugreinum er að finna í
töflu 8.