Vinnumarkaður - 01.09.1996, Page 15
Y firlit yfir helstu niðurstöður
13
1. Yfírlit yfir helstu niðurstöður
f þessum kafla er fjallað um nokkrar helstu niðurstöður
skýrslunnar. Nánari skýringar á hugtökum eru í greinargerð um
aðferðir og hugtök í kafla 2.
Talnaefninu, einkum töflum í kafla 6, má í grófum dráttum
skipta í þrennt.
1. Töflur sem ná til allra semeru á vinnualdri, þ.e. 16-74 ára.
2. Töflur sem ná aðeins til starfandi fólks.
3. Töflur sem ná aðeins til atvinnulausra.
Textinn hér á eftir fylgir þessari flokkun að mestu leyti. Til
hagræðis fyrir lesendur er vísað í töflur eða myndir með
fyrirsögn hverrar efnisgreinar.
1.1 Mannfjöldinn 16-74 ára
Atvinnuþátttaka eftir kyni.
Töflur 5.1, 6.1. Myndir 4.1-4.4
Atvinnuþátttaka jókst úr 81 % árið 1994 í 83 % árið 1995. Þetta
er mesta aukning milli ára síðan Hagstofan byrjaði að gera
vinnumarkaðskannanir árið 1991. Atvinnuþátttaka kvenna
jókstúr77%árið 1994í78%árið 1995. Atvinnuþátttakakarla
jókst úr tæpum 86% árið 1994 í tæp 88% árið 1995. Þessar
hlutfallstölurjafngildaþvíaðáárinu 1995hafiallsum 149.000
manns verið á vinnumarkaði á íslandi, 79.400karlar og 69.600
konur. Um er að ræða fjölgun frá fyrra ári um 3.600 manns.
Frá því Hagstofan hóf vinnumarkaðskannanir 1991 hefur
atvinnuþátttakan í heild staðið nokkum veginn í stað þar til
árið 1995 en þá jókst hún um tæp 2% frá árinu áður.
Samanburður við önnur lönd.
Tafla 10.1
A alþjóðlegan mælikvarða er atvinnuþátttaka mjög mikil á
fslandi. Árin 1992-1994 var hún alls um 81-82%. Á sama
tímabili var hún lítið eitt meiri í S víþjóð en minni annars staðar
á Norðurlöndum. Hér á landi var atvinnuþátttaka karla þetta
árabil svipuð eða meiri en í Svíþjóð, Noregi og Ástralíu, en
nokkru minni en í Bandaríkjunum. Aðeins í Svíþjóð var
atvinnuþátttaka kvenna meiri en hér á landi á þessu sama
tímabili. Atvinnuleysi á íslandi var minna en í
samanburðarlöndunum á ámnum 1992-1994, mest varþað í
Finnlandi.
Atvinnuþátttaka eftir aldri.
Töfluró.l, 6.5. Myndir4.5, 4.6
Atvinnuþátttaka karla jókst milli áranna 1994 og 1995 úr 86%
í tæp 88%. Aukningin skýrist fyrst og fremst af fjölgun ungra
karla á vinnumarkaði. Atvinnuþátttaka karla á aldrinum 16-
24 ára var 65% árið 1994 en 72% 1995. Enginn aldurshópur
meðal kvenna sýnir jafn afdráttarlausa breytingu þegar litið er
yfir tímabilið 1991-1995.
Atvinnuþátttaka karla er meiri en hjá konum í öllum
aldurshópum. Hjá þeim sem eru eldri en 24 ára verður þetta
helst skýrt með fjölda barna á heimili. Séu börn á heimili eru
færri konur á aldrinum 25-54 ára á vinnumarkaði en ef engin
eru; 86% ámóti 92%. Atvinnuþátttakakvennaminnkareinnig
með auknum bamafjölda á heimili og ef ung böm em á heimili.
Sé á heimili bam yngra en 7 ára er atvinnuþátttaka kvenna
minni en ef y ngsta bam er 7 ára eða eldra; 82% á móti 92% árið
1995.
Atvinnuþátttaka eftir hjúskaparstétt.
Töflur 5.4, 6.4
Hjúskaparstétt virðist ekki hafa mikil áhrif á atvinnuþátttöku
en þar virðist aldur og kyn ráða meiru. Þó er nokkur munur eftir
kynjum. Atvinnuþátttaka ógifts fólks er s vipuð hj á körlum og
konum eða um 90% í aldursflokkunum 25-64 ára. Giftar konur
og konur í sambúð em hlutfallslega færri á vinnumarkaði en
karlar; 88% kvenna og 96% karla. Sama máli gegnir um áður
gift fólk eða 85% kvenna og 94% karla. Milli 1994 og 1995
hefur einkum orðið vart fjölgunar giftra kvenna og kvenna í
sambúð á vinnumarkaði.
Atvinnuþátttaka eftir búsetu.
Töflur 5.1, 6.2. Mynd 4.3
Atvinnuþátttaka í kaupstöðum og bæjum utan höfuðborgar-
svæðisins var 84% 1995 en 82% á höfuðborgarsvæðinu og
85% í öðmm sveitarfélögum. Brey tingar milli áranna 1994 og
1995 voru þær helstar að fjölgun varð á vinnumarkaði á
höfuðborgarsvæðinu og í öðrum sveitarfélögum en fækkun í
kaupstöðum og bæjum. Mest fjölgun varð hjá konum á
höfuðborgarsvæðinu og hj á körlum í öðmm sveitarfélögum.
Atvinnuþátttaka eftir menntun.
Töflur 5.3, 6.3. Mynd4.4
Árið 1995 var atvinnuþátttaka háskólagengins fólks um 96%.
Atvinnuþátttaka fólks með starfs- og framhaldsmenntun var
þá 86% en 76% hjá fólki sem aðeins hefur lokið grunnmenntun.
Þessi munur skýrist að nokkru leyti af aldri. Breytingar á
þessum hlutföllum frá fyrri ámm em ekki teljandi.
Atvinnuþátttaka skólanema.
Tafla 6.6
Atvinnuþátttaka skólanema jókst um tæp 6% árið 1995 frá
árinu áður og munar þar mest um rúmlega 9% aukningu meðal
skólapilta. Tæplega 52% nemenda vinnur með námi.
Atvinnuþátttaka skólastúlkna var töluvert meiri en skólapilta
undanfarin árenáriðl995var hún s vo til hin sama eða rúm 50%
hjá skólapiltum á móti rúmum 52% hjá skólastúlkum. Á árinu
1995 var meðalvinnustundafjöldi nemenda 23,3 klst. á viku
sem er meira en árin þar á undan.
Aðaliðja.
Töfluró.l, 6.58-6.61
Aðaliðju fólks má gera gleggri skil með því að setja mörk
atvinnuþátttöku við 12 klst. eða fleiri á viku í stað einnar klst.
á viku eins og alþjóðleg skilgreining gerir ráð fyrir. Þessi
breytta viðmiðun veldur einkum því að mun færri á aldursbilinu
16-24 ára reiknast til vinnuaflsins ;57%ístað70%. Samkvæmt
þessari breyttu skilgreiningu var atvinnuþátttaka 79% á árinu
1995 í stað 83 %. Atvinnuþátttakan þannig mæld hefur lítillega
aukist frá árinu 1994.
1.2 Starfandi
Fjöldi starfandi fólks.
Mynd 4.7. Tafla 6.1
Starfandi fólki fjölgaði á árinu 1995 frá fyrra ári um 4.100
manns. Fjölgunin var jafnmikil meðal karla og kvenna en