Vinnumarkaður - 01.09.1996, Blaðsíða 22

Vinnumarkaður - 01.09.1996, Blaðsíða 22
20 Greinargerð um aðferðir og hugtök einstaklingar voru gjarnan flokkaðir með ólaunuðu skylduliði, einkum ef þeir litu svo á að rekstur þeirra væri sameiginlegt verkefni fjölskyldunnar. Frá nóvember 1994 var orðalagi valkostsins breytt þannig: “Vinnur við fyrirtæki fjölskyldunnar án launa”. Auk þess var spyrlum gefnar sérstakar leiðbeiningar um hvemig greina ætti milli sjálfstætt starfandi og ólaunaðs skylduliðs. Þessi breyting hafði það í för með sér að ólaunuðu skylduliði “fækkaði” úr u.þ.b. 2,6% í u.þ.b. 1,1% af öllum starfandi. Eftir sem áður má draga réttmæti flokkunarinnar í efa. Vafasamt er t.d. að flokka hjón sem standa saman að atvinnurekstri þannig að annað teljist vera sjálfstætt starfandi en hitt ólaunað skyldulið. Ennfremur er rétt að benda á að við flokkun í sjálfstætt starfandi er eingöngu farið eftir skilningi svarenda á því hver staða þeirra er. Einkum kemur þetta fram í því að eigendur einkahlutafélaga eða minni hlutafélaga sem eiga allt hlutaféð eða bróðurpart þess telja sig vera sjálfstætt starfandi, þótt formlega séu þeir ráðnir hjá fyrirtæki sínu. Tíðni kannana og ársmeðaltöl. Vinnumarkaðskannanir Hagstofunnar eru aðeins gerðar tvisvar á ári. Það getur leitt til ónákvæmni við mat á stærðum sem eru bundnar árstíðasveiflum. Mat á meðalatvinnuleysi á ári er dæmi um slíka stærð þar sem atvinnuleysi einnar viku í apríl og einnar viku í nóvember er notað til að meta meðalfjölda atvinnulausra allt árið. Ef sveiflur í skráðu atvinnuleysi undanfarinna tuttugu ára eru skoðaðar virðist þó sem meðaltal mánaðanna apríl og nóvember gefi allgóða mynd af meðalatvinnuleysi hvers árs (sjá mynd 2.1). A þessu tuttugu ára tímabili var munurinn á meðaltali þessara mánaða og meðaltali alls ársins mest 316 einstaklingar. Yfirleitt var meðalatvinnuleysi í apríl og nóvember nokkru lægra en ársmeðaltalið, einkum fram til ársins 1988. Eftir 1988 hefur meðalfrávik þessara mánaða frá ársmeðaltalinu verið innan við 1 %. Það er því ekki tilefni til að ætla annað en að skekkjur í vinnumarkaðskönnunum Hagstofunnar af þessum sökum séu ekki meiri en viðunandi sé. Endurnýjun úrtaksins. Eins og áður hefur komið fram er fjórðungur úrtaksins endumýjaður í hvert skipti sem könnun fer fram. Eins og nærri má geta hefur þetta áhrif á aldursskiptingu úrtaksins. A hverju vori er t.d. enginn eftir í úrtakinu í aldurshópnum 16 ára. Þeir sem áður voru 16 ára hafa nú elst um eitt ár. Endurnýjun úrtaksins veldur því að 16 ára aldurshópurinn er aðeins fjórðungur af því sem hann ætti að vera ef úrtakið væri allt valið í einu. Skekkjan er helmingi minni fyrir 17 ára aldurshópinn og hverfur frá og með 18. aldursárinu. Þetta getur leitt til ofmats á fjölda fólks á vinnumarkaði þar sem lítil atvinnuþátttaka tveggja yngstu aldurshópanna ætti að öllu jöfnu að hafa áhrif til lækkunar á mati á atvinnuþátttöku heildarinnar. Við þessu hefur verið brugðist með því að taka sérstakt tillit til 16 og 17 ára fólks þegar úrtakið er vegið. Eins og getið var hér að framan var úrtökurammanum breytt í nóvember 1994 til að þessir tveir aldurshópar skili sér hlutfallslega rétt í úrtakið. 2.1.4 Hugtök Aðaliðja. I skýrslunni eru þrjár töflur þar sem talnaefnið er flokkað eftir aðaliðju svarenda (töflur 6.58-6.61). Við þá flokkun eru notaðar aðrar skilgreiningar á vinnuafli, starfandi fólki og atvinnulausum en í öðrum töflum. Aðaliðja er skilgreind þannig að í vinnuafli teljast aðeins þeir sem vinna að jafnaði 12 klst. eða meira á viku eða eru atvinnulausir skv. skilgreiningu ILO. Námsmenn sem aðeins eru að leita sér að hlutavinnu eru þó ekki flokkaðir með atvinnulausum. Að öðru leyti eru svarendur flokkaðir í samræmi við þá stöðu sem þeir telja sig hafa. Aldur. Við birtingu gagna eftir aldri svarenda er miðað Mynd 2.1 Frávik meðalatvinnuleysis í aprfl og nóvember frá ársmeðaltali hvers árs 1975-1995 Figure 2.1 Deviation of April/November average unemployment rates from annual unemployment rates 1975-1995 35,0 25,0 15,0 5,0 -5,0 -15,0 -25,0 -35,0 _3 sc
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Vinnumarkaður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnumarkaður
https://timarit.is/publication/1382

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.