Vinnumarkaður - 01.09.1996, Blaðsíða 25

Vinnumarkaður - 01.09.1996, Blaðsíða 25
Greinargerð um aðferðir og hugtök 23 Árin 1993 og 1994 voru vinnuvikur taldar hjá launþegum í völdum fyrirtækjum. Launagreiðslurþessara fyrirtækja voru samtals rúmlega 70% af heildarlaunum þessi ár. Fjöldi vinnuvikna annarra launþega var áætlaður með hliðsjón af meðaltekjum í hverri atvinnugrein. Fjöldi vinnuvikna einyrkja var metinn á grundvelli upplýsinga úr staðgreiðslu- skrá skatta. Með þessu móti fæst allgott mat á fjölda ársverka. Skipting eftir mánuðum er fundin með því nota stuðla sem líkja eftir árstíðasveiflu mannaflans. I áætlunum Þjóðhags- stofnunar um ársverk 1995 er stuðst við sömu hlutfallslegu skiptingu eftir kyni og búsetu og niðurstöður ársins 1994 bentu til. Við ársverkin, þannig reiknuð, eru síðan lagðar upplýs- ingar um meðalfjölda atvinnulausra eftir kyni, mánuðum og kjördæmum skv. skráningu opinberra vinnumiðlana til að fá upplýsingar um mannafla. Skráð atvinnuleysi eftir aldri og lengd atvinnuleysis. Hagstofan hefur safnað gögnum um tímalengd skráðs atvinnuleysis eftir aldri og kyni í lok febrúar, maí, ágúst og nóvember frá 1986. Fram til maí 1993 var einungis leitað eftir skýrslum frá sveitarfélögum sem samkvæmt lögum var skylt að reka opinbera vinnumiðlun, þ.e. sveitarfélögum með 500 eða fleiri íbúa. Þessir staðir voru innan við 80.1 júlí og ágúst 1993 gerði Hagstofan sérstaka könnun meðal allra sveitarfélaga í landinu á því hverjir sjá um opinbera atvinnuleysisskráningu fyrir hönd viðkomandi sveitarfélags. Frá og með ágúst 1993 hefur verið aflað skýrslna frá öllum þeim sveitarfélögum og vinnumiðlunum sem skrá atvinnu- leysi samkvæmt þessari athugun. Frá ágúst 1993 hafa heimtur á skýrslum um þennan þátt atvinnuleysis verið 100%. Aldursskipting í gögnum er miðuð við fæðingarár. I febrúar og maí er miðað við þá sem verða 16 ára og eldri í árslok. I ágúst og nóvember er miðað við þá sem verða 15 ára og eldri í árslok. Tölur um atvinnulausa ná til allra þeirra sem eru skráðir atvinnulausir á viðmiðunardegi hvort sem þeir eiga rétt á bótum eða ekki. 2.2.3 Hugtök Áætlaður mannafli. Áætlaður mannafli telst vera áætlaður fjöldi ársverka eða heildarfjöldi ígilda fullra starfa auk tapaðra ársverka vegna atvinnuleysis. Tvö hlutastörf með 50% starfshlutfalli teljast eitt ársverk. Meðalatvinnuleysi í mánuði. Meðalatvinnuleysi í mánuði er fundið með því að deila meðalfjölda virkra daga í mánuði (21,67 dagur) í fjölda skráðra atvinnuleysisdaga. Tímalengd skráðs atvinnuleysis. Með tímalengd skráðs atvinnuleysis er átt við fjölda vikna sem einstaklingur hefur verið samfellt á atvinnuleysisskrá á viðmiðunardegi. Þótt einstaklingur missi rétt til atvinnuleysisbóta fellur hann þar með ekki af atvinnuleysisskrá. íhlaupavinna eða hlutavinna hefur heldur ekki áhrif á talningu atvinnuleysisvikna nema sú vinna valdi því að einstaklingur sé tekinn af atvinnu- leysisskrá eina viku eða lengur. 2.3 Framreikningur vinnuafls 2.3.1 Uppruni gagna Hagstofan gerir á þriggja ára fresti mannfjöldaspár sem byggðar eru á mismunandi forsendum um fæðingartíðni, dánartíðni o| flutninga til og frá landinu. Þessi spá var síðast gerð 1995. I Landshögum, ársriti Hagstofunnar, er jafnan birtur nýjasti framreikningur mannfjöldans miðað við tilteknar forsendur um dánar- og fæðingartíðni og flutninga að og frá landinu. Framreikningur sá á vinnuafli sem hér er birtur er annars vegar byggður á mannfjöldaspá frá árinu 1995 sem birtist í Landshögum 1995 og hins vegar á vinnumarkaðskönnunum Hagstofunnar 1991-1995. 2.3.2 Forsendur Eftirfarandi forsendur liggja til grundvallar vinnuaflsspánni: Dánartíðni er látin minnka um 0,5% á ári fram til ársins 2004 með upphafstíðni jafngamalla árganga 1989-1993. Eftir árið 2004 er dánartíðni látin vera óbreytt. Fæðingartíðni er látin minnka niður í 1,9 börn á ævi hverrar konu frá og með árinu 2004. Meðaltíðni flutninga 1990-94 er látin gilda um brottflutninga, þó þannig að flutningar til og frá landinu eru látnir standa á jöfnu. Meðalatvinnuþátttaka 1991-1995 á hverju fimm ára aldursbili, {16—19 ára, 20-24 ára, 25-29 ára ... 70-74 ára), að teknu tilliti til áætlaðs fjölda með aðsetur en ekki lögheimili erlendis, er látin vera óbreytt allt tímabilið fyrir sömu aldurshópa. 2.4 Fjöldi í stéttarfélögum 2.4.1 Uppruni gagna, þekja og áreiðanleiki Vegna skýrslugerðar um vinnumarkaðinn hóf Hagstofan 1994 að safna skýrslum um fjölda félagsmanna í stéttar- félögum 31. desember ár hvert eftir kyni og tegund aðildar. Leitað er til heildarsamtaka og einstakra stéttarfélaga utan heildarsamtaka sem eru á skrá hjá embætti Ríkissáttasemjara. Ef ekki fást skriflegar, sundurliðaðar upplýsingar er fjöldi félagsmanna áætlaður í samráði við forsvarsmenn viðkomandi sambanda eða stéttarfélaga. Tölur um heildar- fjölda í stéttarfélögum ná ekki til félagsmanna með auka- aðild. 2.4.2 Hugtök Virkur félagsmaður. Með virkum félagsmanni er átt við félagsmann sem greiðir félagsgjöld til viðkomandi stéttar- félags og nýtur allra réttinda innan þess, þ.m.t. atkvæðisréttar og kjörgengis. Fullgildur félagsmaður. Félagsmaður sem nýtur allra réttinda innan stéttarfélags, þ.m.t. atkvæðisréttar og kjör- gengis, hvort sem hann greiðir félagsgjöld eða ekki. 2.5 Samanburður við önnur lönd 2.5.1 Uppruni gagna, þekja og áreiðanleiki Meginefni töflu um atvinnuþátttöku og atvinnuleysi nokkurra OECD-landa er fengið úr skýrslunni LabourForce Statistics 1973-1993, OECD 1996. Gera ætti fyrirvara við slíkan alþjóðlegan samanburð þar sem ekki er alltaf víst að skilgreining hugtaka, aðferðir og flokkun á gögnum sé sambærileg milli landa. Þess hefur hins vegar verið vandlega gætt að halda innbyrðis samhengi tímaraða fyrir hvert land svo að tölur milli ára séu sambærilegar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Vinnumarkaður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnumarkaður
https://timarit.is/publication/1382

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.