Gistiskýrslur - 01.07.1996, Page 13

Gistiskýrslur - 01.07.1996, Page 13
Gistiskýrslur 11 og nóvember árið 1995 en í sömu mánuðum árið áður. Frá því í mars árið 1994 hefur gistinóttum fjölgað frá fyrra ári í öllum mánuðum að undanskildum október árið 1994 og september árið 1995. Hlutur erlendra gesta var stór og hefur farið vaxandi undanfarin áreðaúr65.9% árið 1992 í70,9% árið 1995. Hæst var hlutfallið íjúlímánuði rúm 80%. Hlutfallið hefur ævinlega verið lægst mánuðina janúar, febrúar og nóvember. Des- embermánuður sker sig úr með tölu vert hátt hlutfall árið 1995 eða 57,7% og greinilegt er að hlutfall útlendinga í desember hefur hækkað mest síðan árið 1992 en þá var það 47,7%. Mynd 3 sýnir fjölda gistinátta eftir mánuðum árið 1995. Greinilegt er hve hlutfall útlendinga er hátt. Þá er einnig athyglisvert að skoða hvernig gistinóttum fjölgar hægt og bítandi fram í maí en í júní verður mikil aukning og einnig í júlí. I ágúst fer að halla undan fæti og í september er eins og botninn detti úr. Mánuðina þar á eftir fækkar gistinóttum út árið og er lágmarki venjulega náð í desember. 4. yfirlit. Gistinætur á hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu eftir mánuðum 1992-1995 Summary 4. Ovemight stays at hotels and guesthouses in the capital region by month 1992-1995 Gistinætur alls, þús. Overnight stays, thous. Hlutfall útlendinga, % Foreigners, % 1992 1993 1994 1995 1992 1993 1994 1995 Alls Total 375,8 376,1 416,3 447,2 78,5 79,7 82,0 84,0 Janúar 16,9 16,3 13,2 15,4 59,9 60,5 60,8 63,3 Febrúar 18,4 18,4 17,9 23,6 55,9 60,7 61,8 68,0 Mars 25,5 26,7 27,9 31,3 56,6 60,9 61,6 70,3 Apríl 27,9 27,3 31,4 33,6 67,6 72,6 74,1 80,5 Maí 37,6 35,7 43,2 42,4 78,1 78,7 84,4 88,1 Júní 47,7 46,4 52,3 57,6 92,8 91,4 92,2 93,2 JÚIÍ 57,9 52,5 67,0 66,7 95,0 95,1 95,0 95,4 Ágúst 57,0 51,7 61,3 63,8 93,0 91,4 93,6 93,2 September 30,2 37,4 39,9 39,3 82,3 85,9 88,1 87,9 Október 25,5 28,5 26,4 32,9 67,1 71,4 72,7 77,3 Nóvember 19,4 21,1 20,9 24,3 56,3 63,8 57,9 63,2 Desember 11,9 14,2 14,8 16,4 56,7 64,9 65,8 70,3 4. yfirlit sýnir fjölda gistinátta á hótelum og gisti- heimilum á höfuðborgarsvæðinu árin 1992-1995. Árið 1992 voru gistinætur 376 þúsund þar af voru 81 þúsund þeirra vegna Islendinga. Árið 1995 voru gistinæturnar 19% fleiri eða 447 þúsund en af þeim var hlutur Islendinga einungis 72 þúsund. Samsetning gestanna hefur greinilega breyst. Hlutfall útlendinga hefur verið á bilinu 92-95% yfir sumar- tímann undanfarin fjögur ár og aldrei farið undir 95% í júlímánuði. Athyglisverðustu breytingarnar hafa orðið utan hins venjulega ferðamannatíma. Hlutfall útlendinga fyrstu fjóra mánuði ársins 1992 var á bilinu 56-68% en á bilinu 63-80% árið 1995. 1 nóvember og desember sömu ár voru hlutföllin 56,3% og 56,7% árið 1992 en 63,2% og 70,3% árið 1995. Utlendingar eiga því drjúgan þátt í fjölgun gistinátta utan háannatímans undanfarin ár. Mynd 4 sýnir gistinætur útlendinga sem hlutfall af öllum gistinóttum á höfuðborgarsvæðinu og á landinu öllu árið 1995.

x

Gistiskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gistiskýrslur
https://timarit.is/publication/1383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.