Gistiskýrslur - 01.07.1996, Side 27
Gistiskýrslur
25
Skýringar við töfluhluta
Töflur 1 - 5 innihalda tölur um gistirými, gistinætur og
nýtingu gistirýmis á hótelum og gistiheimilum. f fyrstu
tveimur töflunum eru tölur annars vegar fyrir gististaði sem
opnir eru allt árið og hins vegar sumargististaði. Gistirými
gististaða sem opnir eru allt árið, sem birt er í töflu 1, er
gistirými sumarmánaðanna, en þá er gistirýmið nokkuð
meira er á vetuma. í töflu 3 em tölur um gistirými eftir
ársþriðjungum. Tölur um fjölda gistinátta og nýtingu
gistirýmis er að finna í töflum 4 og 5. Gististöðum er skipt
í tvo flokka eftir stærð. Fyrri flokkurinn nær til hótela og
gistiheimila með 1 - 59 rúm, sá síðari til þeirra með 60 rúm
eða fleiri. Ekki þótti ráðlegt að hafa flokkana fleiri þar
sem víða hefði einungis verið eitt gistihús í flokki og þá
ekki hægt að birta nýtingartölur fyrir þann flokk. Yfir
vetrarmánuðina em gististaðir í nokkrum landshlutum þó
of fáir í öðrum hvorum flokknum til að hægt sé að birta
sundurliðaðar nýtingartölur. Þeir landshlutar eru merktir
með stjömu (*) fyrir viðkomandi mánuð. Hjá Hagstofunni
er hægt að fá ítarlegri sundurliðun eftir stærð fyrir einstaka
landshluta, sé skilyrðum fullnægt um fjölda í hvetjum flokki.
Tafla 6 hefur að geyma upplýsingar um gistinætur á
heimagististöðum á landsbyggðinni. Arið 1995 var flokki
bændagististaða skipt upp í annarsvegar hótel og gistiheimili
og hinsvegar heimagististaði. Þeir bændagististaðir sem vom
með 8 herbergi og fleiri og/eða 16 rúm og fleiri eru nú í
flokki með hótelum og gistiheimilum, hinir með heima-
gisdstöðum. í kjölfarið var gerð gangskör í því að bæta
heimtur frá heimagististöðum. Vel tókst til á landsbyggðinni
en þar vom heimtur í hlutfalli af gistirými urn og yfir 80% en
einungis u.þ.b. 35% á höfuðborgarsvæðinu sem gerir það að
verkum að ekki var hægt að áætla heildartölur fyrir heima-
gistingu þar.
Töflur 7 og 8 innihalda upplýsingar um fjölda gistinátta
á farfuglaheimilum. f fyrri töflunni er gistinóttum skipt
eftir mánuðum og ríkisfangi, þar er einnig sýnd hlutfallsleg
skipting eftir ríkisfangi. í seinni töflunni er gisdnóttum skipt
eftir landshlutum. Tölur þessar em tæmandi.
Tafla 9 inniheldur upplýsingar um skráðar gistinætur
og hlutfallslega skiptingu þeirra eftir ríkisfangi gesta á
svefnpokagististöðum. Tölur eru ekki tæmandi vegna slakra
skýrsluskila. Ekki er talið ráðlegt að reyna að áætla á þá
staði sem ekki hafa skilað skýrslum þar sem gistirými er
oft mjög stórt og yfirleitt meira notað til annars en gisti-
þjónustu, t.d. sem félagsheimili. Því er hér einnig birt
hlutfallsleg skipting skráðra gistinátta eftir ríkisfangi. Engar
gistinætur eru skráðar fyrir tímabilið október til desember.
Töflur 10 til 12 em um tjald- og skálagistingu. Tölurnar
em ekki sambærilegar á milli ára. Árið 1995 var fyrst hægt
að áætla á þau tjaldsvæði sem ekki skiluðu skýrslum og
eru tölur þess árs því heildartölur. Fyrir árin 1993 og 1994
eru einungis birtar skráðar gistinætur.
í töflu 13 eru teknar saman heildargistinætur og þeim
skipt niður eftir landshlutum og ríkisfangi. Þessa töflu ber
að taka með ákveðnum fyrirvara fyrir árin 1993 og 1994
þar sem ekki em til tæmandi tölur fyrir alla tegundir gistinga.
Tölur frá tjaldsvæðum, skálum á hálendi, svefnpokagisti-
stöðum og heimagisdstöðum em ekki tæmandi þessi ári.
Árið 1995 eru heildartölur fyrir allar tegundir gistingar nema
svefnpokagistingu og heimagistingu á höfuðborgarsvæðinu.
Heildarfjöldi gistinátta hér er nokkuð lægri en kemur fram í
yfirliti 14 hér að framan en þar eru áætlaðar heildartölur
fyrir allar tegundir gistingar.
ítöflum 14og 15 eraðfinnaupplýsingarfráÚtlendinga-
eftirlitinu um fjölda ferðamanna til landsins.