Gistiskýrslur - 01.07.1996, Qupperneq 17
Gistiskýrslur
15
Heimagististaðir eru eins og nafnið gefur til kynna gisti-
staðir á einkaheimilum. Til ársins 1994 að telja voru
heimagististaðir til sveita flokkaðir sem bændagististaðir
hvort sem þeir voru aðilar að Ferðaþjónustu bænda eða ekki.
Eins og áður hefur komið fram hafa stærri bændagisti-
staðirnir nú verið færðir í flokk hótela og gistiheimila og
þeir minni sem eru á einkaheimilum eru nú taldir með
heimagististöðum í kaupstöðum. Osjaldan eru eigendur
heimagististaða einnig með sumarhús. Séu þau leigð út til
stéttar- eða starfsmannafélaga eru þau ekki talin hér sem
gistirými né heldur eru gistinætur taldar. Heimtur gisti-
skýrslna frá heimagististöðum á landsbyggðinni voru
viðunandi árið 1995. Gistirými er alls staðar þekkt og því
hefur verið áætlað á þá staði sem ekki hafa skilað skýrslum.
f Reykjavík voru heimtur einungis u.þ.b. 35%, því er ekki
grundvöllur til að ætlast á um gistinætur í heimagistingu á
höfuðborgarsvæðinu.
8. yfirlit sýnir gistirými á heimagististöðum árið 1995.
Heildarfjöldi rúma var 2.170 þar en af voru 2.036 utan
höfuðborgarsvæðis. Gistirými í sumarhúsum var rúmlega 40%
af heildargistirými á landsbyggðinni. Heimagististaðir voru
flestir á Norðurlandi eystra (30) og á Suðurlandi (29). Þar
var fjöldi rúma einnig mestur, 487 á Norðurlandi eystra og
403 á Suðurlandi. Einungis var vitað um einn heimagististað
á Suðurnesjum. Flest sumarhúsin voru á Vesturlandi (42)
með gistirými fyrir 184 og var gistirými húsanna 58% af
heildargistirými í heimagistingu á Vesturlandi. Mynd 6 sýnir
glöggt mismunandi gistirými heimagististaðanna eftir lands-
hlutum og hve stórt hlutfall þess er í sumarhúsum.
Mynd 6. Fjöldi rúma á heimagististöðum eftir landsvæðum 1995
Figure 6. Number of beds in private home accommodalion by regions 1995
500
Höfuðborgar Suðumes Vesturland Vestfírðir Norðurland Norðurland Austurland Suðurland
svæði vestra eystra
■ Almenn gisting General accommodation d Sumarhús Summerhouses
9. yfirlit. Fjöldi gistinátta á heimagististöðum utan höfuðborgarsvæðisins 1995
Summary 9. Overnight stays at private home accomodation 1995
Heimtur skýrslna í hlutfalli Áætlaður heildarfjöldi Þar af gistinætur útlendinga
af gistirými gistinátta, í þúsundum Thereof overnights stays offoreign visitors
Reports as a ratio ofnumber Estimated number of Fjöldi gistinátta, þús. Hlutfall afheild
ofrooms overnight stays total, thous. Overnight stays, thous. Percent oftotal
AIls Total 80,5 67,7 32,6 48,2
Vesturland 85,0 10,4 4,1 39,2
Vestfirðir 78,0 5,2 0,8 14,7
Norðurland vestra 78,0 9,9 3,1 31,9
Norðurland eystra 83,0 17,6 9,8 55,4
Austurland 83,0 10,1 5,5 54,3
Suðurland 75,0 14,5 9,4 64,6