Gistiskýrslur - 01.07.1996, Page 19

Gistiskýrslur - 01.07.1996, Page 19
Gistiskýrslur 17 Svefnpokagisting. Árið 1986 var byrjað að afla upplýsinga um svefnpokagistingu utan eiginlegra hótelherbergja svo sem í félagsheimilum, íþróttahúsum og skólastofum. Árin 1984 og 1985 má ætla að þær hafi annað hvort verið ótaldar eða blandast gistinóttum í herbergjum.Við útkomu Gisti- skýrslna 1984-1993 urðu margir til að gera athugasemdir við fjölda staða sem bjóða upp á svefnpokagistingu. I kjölfar komu ábendingar um fleiri svefnpokagististaði en Hagstofan hafði vitneskju um. Árið 1995 voru 65 svefnpokagististaðir á skrá Hagstofunnar. Á höfuðborgarsvæðinu voru 2 slíkir staðir, á Vesturlandi 16, á Vestfjörðum 9, á Norðurlandi vestra 9, á Norðurlandi eystra 7, á Austurlandi 4 og á Suðurlandi 18. Eflaust var víðar boðið upp á svefnpoka- gistingu, t.d. í tengslum við ættarmót, skólaferðalög og íþróttamót. Gjaldtaka hefur þá sjaldnast verið í beinum tengslum við fjölda gesta heldur hafa húsin/salimir verið leigðir út gegn föstu gjaldi. Því hefur verið erfitt að fá tæmandi tölur um gistinætur í svefnpokagistingu með gisti- náttatalningunni. Upplýsingarnar frá svefnpokagisti- stöðunum eru engu að síður mjög mikilvægar. Heimtur skýrslna frá auglýstum svefnpokagististöðum mættu vera betri. Með reglulegri og betri skilum væri hægt að fá enn betri upplýsingar um þessa tegund gistingar. Oráðlegt er að reyna að áætla gistinætur fyrir þá staði sem ekki skila skýrslum þar sem gistirými er oft mjög mikið en nýting þess til gistingar takmörkuð þar sem húsnæðið er oft/gjaman ætlað til annarra nota, t.d. sem félagsheimili. Þess vegna eru ekki birtar gistitölur heldur upplýsingar um samsetningu gesta eftir ríkisfangi á þeim stöðum sem hafa skilað gistiskýrslum, sjá þó tölur í 14. yfirliti. 11. yfírlit. Hlutfallsleg skipting skráðra gistinátta á svefnpokagististöðum eftir ríkisfangi gesta 1986-1995 Summary 11. Percent distribution of reported overnight stays at sleeping-bag facilities by citizenship ofguests 1986-1995 Fjöldi gististaða Hlutfallsleg skipting gistinátta, % Percent distribution of overnight stays Number of Norðurlönd Önnur lönd Ár reporting Alls ísland Nordic Þýskaland Frakkland Other Year facilities Total Iceland countries Germany France countries 1986 22 100,0 61,7 6,8 8,2 6,5 16.8 1987 24 100,0 59,4 14,8 2,9 8,1 14,8 1988 24 100,0 43,5 18,2 6,5 11,5 20,2 1989 25 100,0 51,9 16,8 6,8 7,3 17,2 1990 28 100.0 39,9 19,6 8,9 11,1 20,5 1991 31 100,0 40,5 7,3 17,8 10,3 24,2 1992 40 100,0 44,6 8,2 17,6 9,8 19,7 1993 32 100,0 44,6 6,9 19,5 9,3 19,7 1994 57 100,0 51,5 7,0 17,8 6,3 17,5 1995 65 100,0 60,6 6,2 13,6 5,0 14,6 11. yfirlit sýnir hlutfallslega skiptingu gistinátta eftir ríkisfangi gesta á svefnpokagististöðum. Bróðurpartur gisti- nátta á svefnpokagististöðum er tilkominn vegna Islendinga. Árið 1986 þegar byrjað var að kanna svefnpokagistingu sérstaklega var hlutfall íslendinga 61,7%. Síðan lækkaði hlutfallið fram til ársins 1990 en þá var það 40,5%. Árið 1995 var hlutfall íslendinga aftur komið yfir 60%. Norður- landabúar, Þjóðverjar og Frakkar komu næstir. Árið 1986 var hlutfall þessara þjóða 6-8%. Árin 1987-1990 var hlutfall Norðurlandabúa 15-20% en hlutfall Þjóðverja mun lægra. Árin 1991-1995 snérist dæmið við og hlutfall Norður- landabúa varð á bilinu 6-8% meðan hlutfall Þjóðverja hækkaði í 14-20%. Hlutfall Frakka var hæst árið 1988 og 1990, rúm 11% en lægst árið 1995 þegar það var 5%.

x

Gistiskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gistiskýrslur
https://timarit.is/publication/1383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.