Sveitarstjórnarkosningar - 01.03.1993, Blaðsíða 16

Sveitarstjórnarkosningar - 01.03.1993, Blaðsíða 16
14 Sveitarstjómarkosningar 1990 mánuðum fyrir kjördag, þ.e. 26. mars 1990 þar sem fyrri kosningardagur var 26. maí. Kosningu utan kjörfundar skal hefja svo fljótt sem kostur er eftir að kjördagur hefur verið auglýstur. þó eigi fyrr en átta vikum fyrir kjördag. Eftir þann tíma og til kjördags á kjósandi rétt á því að greiða atkvæði utan kjörfundar. Atkvæðiutankjörfundarmágreiðaí skrifstofu sýslumanns, fógeta eða lögreglustjóra utan Reykjavíkur, í skrifstofu eða á heimili hreppstjóra, um borð í íslensku skipi þar sem skipstjóri hefur fengið afhent kjörgögn, enda kjósandinn skrásettur á skipinu, og í skrifstofu sendiráðs, fastanefndar eða sendiræðisskrifstofu, svo og í skrifstofu kjörræðismanns semerkjörstjórisamkvæmtauglýsinguutanríkisráðuneytisins fyrir kosningar. Kjörstjóra innanlands er heimilt að láta kosningu fara fram á sjúkrahúsi, dvalarheimili aldraðra og stofnun fyrir fatlaða, enda sé kjósandi til meðferðar á hlutaðeigandi stofnun eða vi stmaður þar. Með sama hætti fer um fangelsi og vistmenn þar. Kjörstjóri innanlands getur enn fremur heimilað kjósanda, sem ekki getur sótt kjörfund vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, að greiða atkvæði í heimahúsi. Slík ósk skal vera skrifleg og studd læknisvottorði og skal hafa borist hlutaðeigandi kjörstjóra eigi síðar en kl. 12 á hádegi þann dag þegar vika er til kjördags. Heimild til þess að hafa fleiri en eina kjördeild í sveitar- félagi hefur verið notuð á ýmsum stöðum, svo sem sjá má í töflu 1. I Reykjavík voru 98 kjördeildir, en næstflestar voru þær í Hafnarfirði og Kópavogi, 10. Eftir tölu kjördeilda skiptust sveitarfélögin sem hér segir: Sveitarfélög eftir íbúatölu 1.000 og 300- 299 og fleiri 999 færri Sjálfkjörið, ekki kosið _ 3 2 1 kjördeild 20 38 123 2 kjördeildir 5 1 3 3 kjördeildir 1 - - 4 kjördeildir 3 1 - 8 kjördeildir 1 - - 10 kjördeildir 2 - - 98 kjördeildir 1 - - Alls 33 43 128 Kjörstjórn má leyfa manni, sem ekki stendur á kjörskrá í kjördeildinni, að greiða atkvæði þar, ef hann sannar með vottorði að hann standi á kjörskrá í annarri kjördeild í sveitarfélaginu og hafi afsalað sér kosningarrétti þar. I 126 sveitarfélögum þar sem 7,3% kjósenda voru á kjör- skrá, var óbundin kosning. f 78 sveitarfélögum með 92,7% kjósenda var bundin hlutfallskosning, og þar af var sjálfkjörið í 5 sveitarfélögum þar sem aðeins var borinn fram einn listi. Þau voru Andakílshreppur, Rípurhreppur, Hofshreppur í Skagafirði, Þórshafnarhreppur og Skaftárhreppur. í 76 sveitarfélögum voru 300 íbúar eða fleiri og var bundin hlutfallskosning því aðalregla. I 10 þessara sveitarfélaga kom enginn listi fram og var kosningin því óbundin. í 3 sveitarfélögum kom aðeins einn listi fram og var sjálfkjörinn. I 63 sveitarfélögum kornu fram tveir listar eða fleiri og var kosið um þá. í 128 sveitarfélögum voru færri en 300 íbúar og var kosningin því óbundin nema annað væri ákveðið. Svo for t 116 sveitarfélögum, en í 12 sveitarfélögum var kosningtn bundin hlutfallskosning, en þar af var sjálfkjörið í tveimur. Jafnframt því sem kjörskrárstofnar voru sendir út t mars fengu sveitarstjórnir send eyðublöð undir kosningarskýrslu til Hagstofunnar, en hverri sveitarstjórn ber að semja og skila henni skýrslu til birtingar um kosninguna. Mjögermisjafnthvernig sveitarfélöginleggjasigframum skýrslugerðina. Flestar eru skýrslurnar vel gerðar og þetm skilað þegar að loknum kosningum. Annars staðar gengur verr að koma saman gallalausum skýrslum og dregst óhóflega að skila þeim. Þarf ævinlega eftir hverjar kosningar að gera ýmsar leiðréttingar á skýrslum, áætla tölur þar sem þær vantar, og jafnvel að frumsemja skýrslur þegar þær fást alls ekki. Er þá stuðst við tiltækar heimildir, svo sem tölur Hagstofunnar urn fj ölda fólks á kjörskrárstofni og blaðafréttir afkosningunum. Varðandi atriði, sem ekki eru heimildir um, svo sem brey tingar á kj örskrárstofni, þátttöku karla og kvenna eða tölu bréflegra atkvæða, er stuðst við hlutföll úr sam- bærilegum sveitarfélögum. 1 talnaefni þessarar skýrslu er því víða byggt á áætluðum töluni að hluta, án þess að þess sé getið. Þetta getur fyrst og fremst skipt máli þar sem birtar eru tölur fyrir einstök sveitarfélög. Það er miður að ekki skuli nást fullkomnar skýrslur alls staðar að, þ ví að það verður að líta á það sem óaðskilj anlegan hluta af lýðræðislegri kosningu til sveitarstjórnar að greina frá framkvæmd hennar og niðurstöðum í opinberri skýrslu. Itöflu 1 erífremstadálki sýntfyrirhvertsveitarfélaghvort það telst til sveitarfélaga með 1.000 íbúa eða fleiri og telst þá eða gæti talist til bæja, 300-999 íbúa og kosning því eftir meginreglunni bundin hlutfallskosning, eða 299 íbúa eða færri og meginregla þá óbundin kosning. Þá er sýnt hvor kosningarhátturinn var viðhafðuroghvortsjálfkjörið var. Þá er að lokum sýnt hvort kosningin fór fram 26. maí eða 9. júní. Þetta er sýnt með þremur bókstöfum og skýrist merking þeirra af línufyrirsögnum í upphafi töflunnar, þar sem fylgja heildartölur fyrir sveitarfélög sem eiga saman að þessu leyti. Kosning í Grímsneshreppi í Arnessýslu var kærð til félagsmálaráðuneytisins og úrskurðuð ógild. Uppkosning fór fram 23. júlí. Kosning í Nauteyrarhreppi í Norður- Isafjarðarsýslu var úrskurðuð ógild og fór uppkosning fram 1. desember. Með lögum, sem sett voru árið 1929 (lög nr. 23/1929 um breyting á lögum nr. 42/1926, þau s vo breytt gefin út sem lög nr. 59/1929), var ákveðið að í janúarmánuði 1930 skyldi kjósa fulla tölu bæjarfulltrúa í öllum kaupstöðum landsins, en eldri umboð falla niður. Skyldu svo kosningar fara fram í janúarmánuði fjórða hvert ár á öllum bæjarfulltrúum og vera hlutfallskosningar. Aður hafði kosningartími ekki verið sá sami í einstökum kaupstöðum og einungis kosið um hluta fulltrúasætanna hverju sinni. Eftir sem áður var kosið eftir gamla laginu í hreppunum, um helmingur fulltrúa kjörinn á þriggja ára fresti til sex ára hver fulltrúi, og kosning fór fram í heyranda hljóði nema hreppsnefnd ákvæði leynilega kosningu eða 1/6 hluti kjósenda krefðist hennar. í lögum frá 1936 (lög nr. 81/1936) var ákveðið, að kjósa skyldi í kaupstöðum og kauptúnahreppum síðasta sunnudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarkosningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarkosningar
https://timarit.is/publication/1386

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.