Sveitarstjórnarkosningar - 01.03.1993, Blaðsíða 24

Sveitarstjórnarkosningar - 01.03.1993, Blaðsíða 24
22 Sveitarstjómarkosningar 1990 36,5% konur. I töflu 3 er sýnd tala frambjóðenda. karla og kvenna, samantekin fyrir flokka sveitarfélaga og framboðsaðila. í töflu 4 á bls. 43-50 er þetta sýnt fyrir hvern framboðslista. A sjö framboðslistum voru karlar einir (B-listi og Z-listi í Suðureyrarhreppi, H-listi og O-listi í Norðfjarðarhreppi, H- listi í Stokkseyrarhreppi og E-listi og I-listi í Grímsneshreppi) og konur einar á 6 listum (V-listi í Reykjavík , Kópavogi, á Isafirði og Akureyri, K-listi í Sktitustaðahreppi og F-listi í Norðfj arðarhreppi). Konur voru jafnmargar körlum eða fleiri á 39 framboðs- listum en karlar fleiri en konur á 187 listum. 8. Atkvæðatölur 8. Votes cast Af 144.485 atkvæðum, sem voru greidd í sveitarstjórnar- kosningum 1990, voru 141.116 atkvæði gild, en 2.914 seðlar voru auðir og 455 töldust ógildir. Ónýt atkvæði voru því 3.369 eða 2,3% greiddra atkvæða. Þetta hlutfall var einnig 2,3% 1986. I töflu 1 er sýnd tala gildra atkvæða og auðra seðla og ógildra í hverju sveitarfélagi. I töflu 4 er sýnd tala atkvæða sem hver listi fékk í sveitarfélögum þar sem kosning var hlutbundin. I sveitarstjórnarkosningum er mjög mikið um framboð annarra aðila en stjórnmálaflokka auk þess sem flokkarnir eiga samvinnu sín á milli og við aðila utan stjórnmálaflokka. I töflu 3 er samandregið yfirlit sem sýnir hvernig atkvæði skiptust eftir framboðsaðilum. Við samningu töflunnar er farið eftir töflu 4, en tölu atkvæða og fulltrúa, sem þar teljast til „annarra lista“, er skipt jafnt á þá aðila sem koma fram í heiti listanna þegar um slíkt er að ræða. Til dærnis er helmingur atkvæða og fulltrúa H- lista í Gerðahreppi talinn til Sjálfstæðisflokks, og í Hvera- gerði er fjórðungur atkvæða og fulltrúa H-lista talinn til Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks hvers um sig. Hins vegareru stjórnmálaflokkunum talin öll atkvæði og fulltrúar lista sem eru merktir með hefðbundnum listabókstöfum þeirra, A, B, D og G. Þar sem sjálfkjörið var eru allir kjósendur á kjörskrá taldir hafa greitt listanum atkvæði. 9. Kjörnir fulltrúar 9. Representatives elected I sveitarstjórnarkosningunum 1990 voru kjörnir 1.116 aðalmenn í sveitarstjórnir, 64 færri en 1986. f Gerðahreppi var hreppsnefndarmönnum fjölgað úr 5 í 7, en í öðrum sveitarfélögum fækkaði fulltrúum alls um 66 vegna sam- einingar sveitarfélaga. í sveitarstjórnir voru kjörnir 873 karlar og 243 konur. Voru karlarnir 78,2% sveitarstjórnarmanna (80,8% 1986 og 87,6% 1982) en konurnar 21,8% (19,2% 1986 og 12,4% 1982). Körlum í sveitarstjórnum fækkaði um 81 en konum fjölgaði um 17. í sveitarfélögum með 1.000 íbúa og fleiri voru karlar 69,0% fulltrúa og konur 31,0%, í sveitarfélögum með 300-999 íbúa voru karlar 75,3% og konur 24,7%, og í öðrum hreppum voru karlar 83,4% fulltrúa en konur 16,6%. Þar sem kosning var hlutbundin voru karlar í sveitar- stjórnum 71,7% (74,5% 1986) fulltrúa og konur 28,3% (25,5% 1986), en þar sem hún var óbundin voru karlar 83,8% (85,8% 1986) fulltrúa en konur 16,2% (14,2% 1986). Kjörináðu 15,4%(13,4%)frambjóðenda. Afkörlum,sem voru á framboðslistum, náðu 17,9% (15,6%) kjöri en af konunum 11,5% (9,6%). Fulltrúar Framsóknarflokks skiptust svo að 75% voru karlar og 25% konur, 73% fulltrúa fyrir Sjálfstæðisflokk voru karlar en 27% konur, 72% fulltrúa Alþýðuflokks voru karlar og 28% konur og 69% fulltrúa fyrir Alþýðubandalag voru karlar og 31 % konur. Eini fulltrúi Kvennalista varkona, enda enginn karl á framboðslistum hans. Fulltrúar fyrir alla aðra lista skiptust svo að 70% voru karlar og 30% konur. Konur urðu í meirihluta í átta sveitarstjórnum, urðu 5 af 7 bæjarstjórnarmönnum á Seltjarnarnesi og 4 af 7 í Garðabæ, og 3 af 5 hreppsnefndarmönnum í Skútustaðahreppi, Hvolhreppi og Hrunamannahreppi þar sem kosning var hlutbundin ogí Þverárhlíðarhreppi, Stöðvarhreppi og Austur- Eyjafjallahreppi þar sem hún var óbundin. í 58 sveitar- félögumvarenginkonakosinísveitarstjórn(81 1986 og 113 1982). 18 þeirra varkosning hlutbundin og í 50 óbundin, en það eru 10% og 40% af tölu sveitarfélaga í hvorum flokki. Sveitarstjórnarmenn sem kjörnir voru árið 1990, voru fjölmennastir í aldursflokknum 40^14 ára (35-39 ára 1986) ogjafnframt flestir að tiltölu. Menn hætta mun yngri þátttöku í s veitarstjórn í þéttbýli en í strj álbýli—eru hættir þar að heita má sextugir. Yngsti sveitarstjórnarfulltrúinn var 21 árs, fæddur árið 1968, sá elsti 80 ára, fæddur 1909. Hefur því enn enginn þeirra, sem fengu kjörgengi með alþingiskosninga- lögunum 1984, þ.e. 18og 19ára, veriðkosinnísveitarstjórn. Meðalaldur kjörinna sveitarstjórnarfulltrúa var 43,8 ár í maílok 1990, en hann var 43,3 ár eftir sveitarstjórnar- kosningarnar 1986. Bæði 1986 og 1990 var hann hæstur á Suðurlandi en lægstur á Vestfjörðum, og hæstur í hreppum með innan við 300 íbúa en lægstur í sveitarfélögum með 300- 999 íbúa. Meðalaldur karla í sveitarstjórnum var réttum 4 árum hærri en meðalaldur kvenna. Ful ltrúar Sj álfstæðisflökks höfðu hæstan meðalaldur þeirra sem kjörnir eru af listum, 42,8 ár, en fulltrúar Framsóknar- flokks og Alþýðubandalags lægstan, 40,7 ár. Itöflu 1 ersýndtalasveitarstjórnarmanna,karlaogkvenna, í hverju sveitarfélagi. I töflu 4 er sýnd tala kjörinna fulltrúa af hverjum framboðslista þar sem hlutbundin kosning var. I töflu 5 á bls. 51-63 eru nöfn allra kjörinna sveitar- stjórnarmanna,framboðslistiþeirraefkosningvarhlutbundin, fæðingarár og greint frá hvort þeir voru einnig kjörnir aðalmenn í hlutaðeigandi sveitarstjórn 1986 og/eða 1982. Þar sem sveitarfélög hafa verið sameinuð telst fulltrúi endurkjörinn hafi hann verið kjörinn í einhverju þeirra, en hafi hann áður verið kjörinn í sveitarstjórn annars staðar á landinu telst hann nýkjörinn. I 5. yfirliti er sýnd tala sveitarfélaga og kjörinna fulltrúa, karla og kvenna, eftir því hve margir eru í sveitarstjórn. I 6. yfirliti er sýnd tala sveitarstjórnarmanna eftir kyni og aldri og meðalaldur þeirra. I 8. yfirliti er sýndur meðalaldur kjörinna fulltrúa framboðslistanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarkosningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarkosningar
https://timarit.is/publication/1386

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.