Sveitarstjórnarkosningar - 01.03.1993, Blaðsíða 17
Sveitarstjórnarkosningar 1990
15
3. yfirlit. Sveitarfélög eftir kosningarþátttöku í sveitarstjórnarkosningum 1990
Summary 3. Communes by participation in local govemment elections 1990
Alls 90,0- 80,0- 70,0- 60,0- 50,0- 40,0- 39,9% og minni Engin atkvgr. No
Total 100% 99,9% 89,9% 79,9% 69,9% 59,9% 49,9% or less voting
Allt landið 204 - 37 59 53 41 6 3 - 5 Iceland
Karlar 204 - 37 68 47 34 11 1 1 5 Males
Konur 204 5 33 63 53 33 7 5 - 5 Females
Eftir íbúafjölda 1.000 fbúar og fleiri 33 8 23 2 By population number 1,000 inhabitants or over
300-999 fbúar 43 - 18 13 4 4 1 - - 3 300-999 inhabitants
299 fbúar eða færri 128 - 11 23 47 37 5 3 2 299 inhabitants or less
Eftir kosningarhætti Bundin hlutfallskosning 78 34 36 3 5 By election mode Proportional voting
Obundin kosning 126 3 23 50 41 6 3 - Direct voting
Eftir landsvæðum Höfuðborgarsvæði 9 1 7 1 By regions Capital Region
Suðurnes 7 - 4 3 - - - - - - Suðurnes
Vesturland 37 - 4 8 14 7 2 1 - 1 Vesturland
Vestfirðir 25 - 7 7 7 4 - - - - Vestfirðir
Norðurland vestra 30 - 5 6 7 7 2 1 - 2 Norðurland vestra
Norðurland eystra 33 - 3 8 10 9 2 - 1 Norðurland eystra
Austurland 32 - 5 9 8 9 - 1 - - Austurland
Suðurland 31 - 8 11 7 4 - - - 1 Suðurland
í janúarmánuði, en í öðrum hreppum síðasta sunnudag í
júnímánuði, og skyldu allar sveitarstjómarkosningar vera
leynilegar.
Sveitarstjórnarlög frá 1961 og lög um sveitarstjórnar-
kosningar frá 1962 tóku við af lögunum frá 1936, og giltu til
1986. "
Kosningarréttur til sveitarstjórnar hefur verið rýmkaður
nokkrum sinnum síðan 1930. Kosningaraldur var 21 ár í
kosningunum 1930-1966, 20 ár í kosningunum 1970-1982
og 18 ár frá 1986. Skilyrði laganna frá 1929 urn að maður
skyldi hafa átt lögheimili í sveitarfélaginu síðasta árið fyrir
kjördag og að maður mætti ekki standa í skuld fyrir þeginn
sveitarstyrk vegna leti, óreglu eða hirðuleysis sjálfs sín, voru
felld niður 1936. Skilyrði um óflekkað mannorð var fellt
niður með sveitarstjórnarlögunum frá 1961. I upphafi var
getið breytinga sem urðu á kosningarrétti 1982 og 1986.
I 1. yfirliti eru sýndar helstu niðurstöður úr skýrslum
Hagstofunnarumsveitarstjórnarkosningar 1930-1990. Sést
þar að kjósendum á kjörskrá á öllu landinu hefur fjölgað um
160% frá 1938, er skýrslurnar ná fyrst til landsins alls. Þar
sést líka hve hlutfall kjósenda af íbúatölunni hefur breyst á
tímabilinu. Því veldur að nokkru leyti rýmkun kosningar-
réttar, einkurn lækkun kosningaraldurs 1986, en breytt
aldursskipting þjóðarinnar skiptir miklu máli. Lækkandi
hlutfall eftir miðja öldina endurspeglar tiltölulega fámenna
árganga sem ná kosningaraldri, en fæðingum fækkaði á
fjórða áratugnum, og mikinn barnafjölda á sjötta áratugnum
þegar fæðingum hafði fjölgað stórlega. Eftir 1970 hefur svo
til allur vöxtur mannfjöldans orðið við fjölgun fólks á
kosningaraldri en fjöldi barna hefur haldist að heita má
óbreyttur.
Kosningarþátttaka hefur alltaf verið minni í kosningum til
sveitarstjómar en til alþingis, sérstaklega þar sem kosið er
óbundinni kosningu til sveitarstjórnar. Mest hefur þátttakan
á öllu landinu verið 1974, en þá og 1978 var kosið til
hreppsnefnda í öðrum hreppum en kauptúnahreppum
samtímis alþingiskosningum svo að fleiri gerðu sér erindi á
kjörfund en endranær. I kaupstöðum hefur þátttakan yfirleitt
verið tiltölulega rnikil og mest varð hún 1958, 90,0%. í
sveitarfélögum með 1.000 íbúa og fleiri var þátttakan 82,2%
1990. A þeim tíma sem skýrslurnar ná yfir, hafði þátttakan
í bæjum aðeins orðið minni 1986, 1942 og 1930.
Tölur um karla og konur í sveitarstjórnum ná aftur til 1950.
Þá voru 1.136 karlar kosnir og 7 konur. Konur voru 1%
kjörinna sveitarstjórnarmanna 1962, 2% 1970, 6% 1978,
19% 1986 og 22% 1990.
I sveitarstjórnarkosningum hefur framboðum stjórnmála-
flokkanna verið hagað með síbreytilegum hætti og mikið um
framboð annarra aðila og stjórnmálaflokka í samstarfi við þá.
I 4. yfirliti eru sýnd kosningarúrslit þar sem hlutbundin
kosning fór fram árin 1974-1990.
4. Kjósendatala
4. Voters on the electoral roll
Kjósendur á kjörskrá fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 1990
voru 177.483, eða 69,7% af mannfjöldanum l.júní. Karlar