Sveitarstjórnarkosningar - 01.04.1998, Blaðsíða 95
Sameining sveitarfélaga 1993 og 1994
93
VI. yflrlit. Sveitarfélög á íslandi 1703-1994 eftir landsvæðum
Summary VI. Municipalities in Iceland 1703-1994 by regions
Árslok Allt landið
End ofyear Whole Höfiið- Norðurland Norðurland
country borgarsvæði Suðumes Vesturland Vestfirðir vestra eystra Austurland Suðurland
1703 163 5 4 33 30 25 21 20 25
1870 173 6 4 34 31 25 22 24 27
1880 176 7 4 34 31 26 22 25 27
1890 184 7 6 35 32 26 22 26 30
1901 192 7 6 36 32 27 24 27 33
1910 203 8 6 36 33 28 27 31 34
1920 210 8 6 39 33 29 29 32 34
1930 212 8 6 39 34 29 30 32 34
1940 218 8 6 39 34 32 31 33 35
1950 229 9 7 39 35 33 34 35 37
1960 228 9 7 39 34 33 34 35 37
1970 227 9 7 39 33 33 34 35 37
1980 224 9 7 39 32 33 33 34 37
1990 204 9 7 37 25 30 33 32 31
1994 171 9 5 23 19 30 28 27 30
Atkvæðagreiðsla fór fram í Tálknaijarðarhreppi 16. apríl
1994 um það hvort hreppurinn tæki þátt i stofnun Vestur-
byggðar með þeim fjórum hreppum sem höfðu samþykkt
sameiningu. Tillagan var felld.
E. Breytingar á mörkum sveitarfélaga 1872-1995
Changes in municipal boundaries 1872-1995
Árið 1703 þegar fyrst var tekið allsherjarmanntal á landinu
voru hreppar 163 að tölu. Þegar sveitarfélögin fengu forræði
í eigin málum samkvæmt tilskipun um sveitarstjómarmál 4.
maí 1872 voru þau orðin 173 og hafði því fjölgað um 10 á
tæplega 170 árum. Þá höfðu þessar breytingar orðið:
Reykj avík varð kaupstaður og sérstakt sveitarfélag árið 1786,
Akureyri 1862 ogísafjörður 1866. Neshreppi á Snæfellsnesi
var skiptíNeshrepputanogNeshrepp innan Ennisum 1787.
Tungu- og Fellnahreppi í Norður-Múlasýslu var skipt í
tvennt. Eiðahreppur og Hjaltastaðarhreppur vom skildir frá
Vallnahreppi í Múlasýslum. Lón var skilið frá Nesja- og
Mýrahreppi í Austur-Skaftafellssýslu 1864. Eyjafjallasveit
í Rangárvallasýslu var skipt í Austur- og Vestur-Eyjaijalla-
hreppa 1869. Grafningshreppur var skilinn ffá Ölfushreppi
í Ámessýslu á 18. öld. Grafningshreppur og Þingvallahreppur
voru sameinaðir 1828 en skildir að aftur 1861.32
Á sýslunum höfðu orðið þessar breytingar: Gullbringu- og
Kjósarsýsla voru orðnar eitt 1 sveitarstjómarmálefnum.
Hnappadalssýsla var orðin hluti Snæfellsnes- og Hnappadals-
sýslu. Vestur-ísafjarðarsýsla, sem hafði náð að mörkum
Skutulsfjarðarog Súðavíkurhrepps, ogNorður-ísaljarðarsýsla
32 Yfirlit yfir breytingar á hreppa- og sýsluskipan 1703-1972 er að finna í riti
Lýðs Bjömssonar, Saga sveitarstjórnar álslandi (tvö bindi). Utgefandi er
Almenna bókafélagið, Reykjavík, 1972 og 1979. Sjá enn fremur grein eftir
sama höfund í 6. tölublaði Sveitarstjómarmála 31. árgangs 1971 og grein
eftir Pál Líndal í 3. tölublaði Sveitarstjómarmála 37. árgangs 1977. Útgefandi
er Samband íslenskra sveitarfélaga.
þar fyrir norðan vom orðnar ein sýsla. Múlasýslur vom þrjár
árið 1703. VarNorður-MúlasýslanorðanLagarfljóts. Mið-
Múlasýsla náði yfir Vallnahrepp (og þar með Eiða- og
Hjaltastaðarhrepp sem síðar urðu) og firðina úr Borgarfírði í
Norðljörð. Suður-Múlasýslanáðiyfirfirðinaþarfyrirsunnan
og Fljótsdalshrepp og Skriðdalshrepp á Héraði.
Hér fer á eftir skrá y fir breytingar á mörkum sveitarstj ómar-
umdæma frá og með árinu 1872. Þegar sveitarfélag fékk
kaupstaðarréttindi hvarf það úr sýslufélagi því sem það hafði
tilheyrt og er þess ekki sérstaklega getið. Áðrar breytingar á
sýslufélögum em þessar:
1879 Þingeyjarsýslu skipt i tvö sýslufélög að því er stjóm
sveitarmálasnertir, Suður- ogNorður-Þingeyjarsýslu.
Lögnr. 31 14. desember 1877. í gildi l.janúar 1879.
1879 Skaftafellsýslu skipt í tvö sýslufélög að því er stjóm
sveitarmálasnertir,Austur-ogVestur-Skaftafellssýslu.
Lögnr. 31 14. desember 1877. í gildi 1. janúar 1879.
1889 Barðastrandarsýslu skipt í tvö sýslufélög að því er
stjóm sveitarmála snertir, Austur- og Vestur-Barða-
strandarsýslu. Lögnr. 27 2. desember 1887. I gildi
1. janúar 1889.
1893 Austur-Skaftafellssýsla skilin frá Suðuramtinu og
lögð til Austuramtsins að því er sveitarstjóm snertir.
Lög nr. 17 16. september 1893 sem öðluðust þegar
gildi.
1896 Isafjarðarsýslu skipt í tvö sýslufélög að því er stjóm
sveitarmálasnertir.Vestur-ogNorður-ísafjarðarsýslu.
Lög nr. 3 6. mars 1896 sem öðluðust þegar gildi.
1903 Gullbringu- og Kjósarsýslu skipt í tvö sýslufélög að
því er stjóm sveitarmála snertir. Annað sýslufélagið
er hin foma Kjósarsýsla og Seltjamameshreppur.
Hitt sýslufélagið er Bessastaðahreppur, Garða-
hreppur, Vatnsleysustrandarhreppur, Njarðvíkur-
hreppur, Rosmhvalanesshreppur, Miðnesshreppur,
Hafnahreppurog Grindavíkurhreppur. Lög nr. 22 3.
október 1903 sem öðluðust þegar gildi.