Sveitarstjórnarkosningar - 01.04.1998, Blaðsíða 86
84
Sameining sveitarfélaga 1993 og 1994
Suðurnes
Umdæmanefndin á Suðumesjum leggur til að öll sveitar-
félögin á Suðumesjum, sjö talsins, sameinist í eitt sveitar-
félag með samtals 15.487 íbúa miðað við íbúatölu sveitar-
félaganna 1. desember 1992. Sveitarfélögin em: Grindavík,
Hafnahreppur, Sandgerði, Gerðahreppur, Keflavík, Njarðvík
og Vatnsleysustrandarhreppur.
Vesturland
Á Vesturlandi er lagt til að sveitarfélögum verði fækkað úr 36
í níu. Akranes yrði áfram sérstakt sveitarfélag með liðlega
5.200 íbúa. í Borgaríjarðarsýslu sunnan Skarðsheiðar yrðu
fjórir hreppar, með samtals um 600 íbúa, sameinaðir í einn.
Það eru Hvalfjarðarstrandarhreppur, Skilmannahreppur,
Innri-Akraneshreppur og Leirár- og Melahreppur.
Norðan Skarðsheiðar er lagt til að sameinaðir verði fimm
hrepparmeð samtals 774 íbúa. Um er aðræða Andakílshrepp,
Skorradalshrepp, Lundarreykjadalshrepp, Reykholtsdals-
hrepp og Hálsahrepp.
Neíndin á Vesturlandi leggur enn frernur til að öll sveitar-
félög í Mýrasýslu, átta að tölu, verði sameinuð í eitt með
samtals tæplega 2.600 íbúa. Það em Hvítársíðu-, Þverár-
hlíðar-, Norðurárdals-, Stafholtstungna-, Borgar-, Álftanes-
og Hraunhreppur auk Borgamess.
Austast á Snæfellsnesi leggur nefndin til að Ijórir hreppar,
með samtals 320 íbúa, sameinist í einn. Það em Kolbeins-
staðahreppur, Eyjarhreppur, Miklaholtshreppur og Skógar-
strandarhreppur.
Vestast á Snæfellsnesi leggur nefndin til að aðrir fjórir
hreppar sameinist í eitt sveitarfélag með tæplega 1.900 íbúa.
Það em Staðarsveit, Breiðuvíkurhreppur, Neshreppur utan
Ennis og Ólafsvík. Enn fremur verði Helgafellssveit sameinuð
Stykkishólmi ogyrði heildaríbúafjöldiíþví sveitarfélagi 1.314.
Loks leggur umdæmanefndin í V esturlandskj ördæmi til að
Dalasýsla verði eitt sveitarfélag með tæplega 900 íbúa. Þar
er um að ræða Suðurdalahrepp, Haukadalshrepp, Laxárdals-
hrepp, Hvammshrepp, Fellsstrandarhrepp, Skarðshrepp og
Saurbæjarhrepp.5
Vestfirðir
Á V estljörðum leggur umdæmanefndin til að sveitarfélögum
fækki um tuttugu, úr 24 í fjögur. Vestur-Barðastrandarsýsla
verði eitt sveitarfélag í stað fimm nú með tæplega 1.700 íbúa.
Þar em Barðastrandarhreppur, Rauðasandshreppur, Patreks-
hreppur, Tálknafjarðarhreppur og Bíldudalshrepjtur.
Vestur-Isafjarðarsýsla, Norður-lsafjarðarsýsla, ísafjarðar-
kaupstaður og Bolungarvík verði eitt sveitarfélag í stað tólf
með liðlega 6.400 íbúa. Þar em Þingeyrarhreppur, Mýra-
hreppur, Mosvallahreppur, Flateyrarhreppur, Suðureyrar-
hreppur, Bolungarvíkurkaupstaður, Isaljarðarkaupstaður,
Súðavíkurhreppur, Ögurhreppur, Reykjarfjarðarhreppur,
Nauteyrarhreppur og Snæfjallahreppur.
Þá leggur nefndin til að Strandasýsla verði eitt sveitarfélag
í stað sex, með alls liðlega eitt þúsund íbúa. Sveitarfélög þar
eruÁmeshreppur, Kaldrananeshreppur, Hólmavíkurhreppur,
5 í eftirfarandi neðanmálsgreinum er til ffekari skýringar greint írá því sem
ógetið er í yfirliti þessu. Hér má sjá að nefndin leggur til að Eyrarsveit verði
sveitarfélag ein sér eins og verið hefur.
Kirkjubólshreppur, Broddaneshreppur og Bæjarhreppur.6
Norðurland vestra
í Norðurlandskjördæmi vestra leggur umdæmanelhdin til að
sveitarfélögum verði fækkað úr 30 í fimm. Lagt er til að í
Vestur-Húnavatnssýslu verði eitt sveitarfélag með hátt í 1.500
íbúa. í sýslunni em eftirtalin sveitarfélög: Staðarhreppur, F remri-
Torfustaðahreppur, Ytri-Torfustaðahreppur, Hvammstanga-
hreppur, Kirkjuhvammshreppur, Þverárhreppur og Þorkelshóls-
hreppur.
Lagt er til að í Austur-Húnavatnssýslu verði tvö sveitarfélög.
I öðm þeirra verði Vindhælishreppur, Höfðahreppur og
Skagahreppur með innan við 800 íbúa, en í hinu verði sjö
sveitarfélög með liðlega 1.700 íbúa, þ.e. Áshreppur, Sveins-
staðahreppur, Torfalækjarhreppur, Blönduós, Svínavatns-
hreppur, Bólstaðarhlíðarhreppur og Engihlíðarhreppur.
í Skagafirði er lagt til að verði eitt sveitarfélag í stað tólf.
HeildarQöldi íbúa þeirra er tæplega 4.700. Þessi sveitarfélög
eru: Skefilsstaðahreppur, Skarðshreppur, Sauðárkrókur,
Staðarhreppur, Seyluhreppur, Lýtingsstaðahreppur, Akra-
hreppur, Rípurhreppur, Viðvíkurhreppur, Hólahreppur, Hofs-
hreppur og Fljótahreppur.7
Norðurland eystra
í Norðurlandskjördæmi eystra er lagt til að sveitarfélögum
fækki úr 30 í fímm. Nefhdin leggurtil að Eyjafjörður verði eitt
sveitarfélag, Suður-Þingeyjarsýsla austan Hálshrepps annað,
enaðNorður-Þingeyjarsýslaverðiþrjúsveitarfélög. Umdæma-
nefndin telur að sem eitt sveitarfélag geti Eyjaljörður orðið
sterkara mótvægi gagnvart höfuðborgarsvæðinu, atvinnulíf
yrði fjölbreyttara og byggðaþróun jákvæðari. Aðalþjónustu-
kjami svæðisins, Akureyri, liggi miðsvæðis í héraðinu og þar
búi um 70% íbúanna.
í Eyjafirði em nú fimmtán sveitarfélög með tæplega 21
þúsund íbúa. Hið nýja sveitarfélag yrði því næststærsta
sveitarfélag landsins, samþykki íbúamirtillögurnefhdarinnar.
Sveitarfélögin fimmtán em: Akureyrarkaupstaður, Gríms-
eyjarhreppur, Ólafsljörður, Dalvík, Svarfaðardalshreppur,
Hríseyjarhreppur, Árskógshreppur, Amameshreppur, Skriðu-
hreppur, Öxnadalshreppur, Glæsibæjarhreppur, Eyjafjarðar-
sveit, Svalbarðsstrandarhreppur, Grýtubakkahreppur og
Hálshreppur.
I Suður-Þingeyjarsýslu austan Hálshrepps em átta sveitar-
félög með liðlega 4.200 íbúa. Þau em Ljósavatnshreppur,
Bárðdælahreppur, Skútustaðahreppur, Reykdælahreppur,
Aðaldælahreppur, Reykj ahreppur, Húsavík og Tj ömeshreppur.
Hreppamir þrir í Öxarfirði myndu verða sveitarfélag með
tæplega 500 íbúa. Það em Kelduneshreppur, Fjallahreppur og
hluti Öxarljarðarhrepps.
Hinn hluti Öxarlj arðarhrepps myndi sameinast Raufarhöfn
ásamt hluta Svalbarðshrepps í sveitarfélag með liðlega 400
íbúa.8
6 í Reykhólahreppi hafa sveitarfélög þegar verið sameinuð og ekki er lögð til
frekari sameining hans við önnur sveitarfélög.
7 Þá er lagt til að Siglufjörður verði áfram sérstakt sveitarfélag.
8 Jarðir þær sem legðust til Raufarhafnarhrepps eru: Ur Öxarfjarðarhreppi
Ásmundarstaðir, Blikalón, Harðbakur, Hóll, Höfði, Höskuldames,
Sigurðarstaðir og Vogur. Úr Svalbarðshreppi Kollavík, Krossavík,
Ormarslón og Sveinungsvík.