Fréttablaðið - 08.10.2019, Síða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 3 4 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R Þ R I Ð J U D A G U R 8 . O K T Ó B E R 2 0 1 9
Jafnaðu þig
hjá Orkunni
Kolefnisjafnaðu aksturinn
strax með Orkulyklinum!
MENNING „Þetta er algjört hneyksli,“
segir Jónas Haraldsson lögmaður um
stöðu mála við Silfru á Þingvöllum.
Jónas gagnrýnir harðlega umsvif
og ágang köfunarfyrirtækja við
gjána Silfru í miðjum Þingvalla-
þjóðgarði sem er á Heimsminjaskrá
UNESCO. Eftir samskipti við for-
mann Þingvallanefndar, fyrrverandi
þjóðgarðsvörð, sendi Jónas kvörtun
til Heimsminjaskrárinnar.
Mechtild Rössler, forstjóri Heims-
minjaskrifstofunnar, sendi síðan í
september íslenskum stjórnvöldum
bréf með óskum um skýringar.
„Mig langar að biðja þau yfirvöld
sem ábyrg eru í málinu að útvega
Heimsminjaskrifstofunni upplýs-
ingar um þetta mál við fyrsta tæki-
færi,“ segir í bréfi Rössler sem lagt
var fram á fundi Þingvallanefndar
25. september síðastliðinn. Þar var
ákveðið að fela þjóðgarðsverði að
vinna drög að svörum til Heims-
minjaskrifstofunnar.
Rakið er í kvörtun Jónasar hversu
umfangsmikil starfsemi köfunar-
fyrirtækjanna sé með salernum,
stálpalli, bílaflota og alls kyns bún-
aði sem skapi sjónmengun fyrir aðra
gesti þjóðgarðsins og álag á lífríki
Silfru sem hafi látið stórlega á sjá.
Vísar hann í því sambandi til rann-
sóknar sem gerð hafi verið árin 2014
og 2015.
„Niðurstöður þessarar rannsókn-
ar hafa algjörlega verið hunsaðar af
stjórn þjóðgarðsins því þetta myndi
þýða bann á alla köfun í gjánni Silfru
sem valda myndi þjóðgarðinum
tekjutapi,“ skrifar Jónas til Unesco.
Vegna anna hjá Ara Trausta Guð-
mundssyni, formanni Þingvalla-
nefndar, náðist ekki tal af honum
við vinnslu þessarar fréttar í gær.
Ari útskýrði hins vegar afstöðu sína
í tölvupósti til Jónasar um miðjan
ágúst.
„Við erum ósammála um hvort
leyfa skuli virknina við og í Silfru
og þar með líka um hvort að hún
ógni veru þjóðgarðsins á Heims-
minjaskránni eður ei. Lít á hana
sem nægilega örugga eftir úttekt
og sérfræðivinnu EFLU, endur-
bætur (sem skila sér í skrefum) og
þolmarkagreiningu plús eftirlit
með framkvæmdum næstu ára og
áhrifum virkninnar,“ skrifar Ari til
Jónasar. Kveðst Ari líta á starfsemina
í Silfru „sem einstæða náttúruupp-
lifun sem megi leyfa á þennan hátt
– ekki ósvipað og heimsóknir í
Raufarhólshelli eftir aðgerðir þar,
Þríhnúkahelli, Vatnshelli á Snæfells-
nesi, ísgöngin í Langjökli og raunar
margt fleira hér á landi – á friðuðum
eða ófriðuðum landsvæðum. Allt
svo lengi sem ákvörðuðum takmörk-
unum á ýmsum stigum aðgengis og
framkvæmda er haldið innan sjálf-
bærra marka,“ segir í pósti Ara.
„Við Ari tölum bara í kross; ég tala
um náttúruverndarsjónarmið og
hann um bissness,“ segir Jónas við
Fréttablaðið. – gar
Skýri köfunina í Silfru fyrir UNESCO
Forstjóri Heimsminjaskrifstofu UNESCO vill skýringar frá íslenskum yfirvöldum á starfsemi köfunarfyrirtækja í Silfru eftir kvörtun frá ís-
lenskum lögmanni sem kveður umsvifin ekki samræmast stöðu Þingvalla á Heimsminjaskránni. Formaður Þingvallanefndar ósammála.
Mig langar að biðja
þau yfirvöld sem
ábyrg eru í málinu að útvega
Heimsminjaskrifstofunni
upplýsingar um þetta mál
við fyrsta tækifæri.
Mechtild Rössler,
forstjóri
Heimsminja-
skrifstofunnar
Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, áritar plakat fyrir aðdáanda á opinni æfingu fyrir árskortshafa KSÍ. Ungir jafnt sem aldnir lögðu leið sína
í Laugardalinn til að fylgjast með strákunum sem spila brátt tvo þýðingarmikla leiki í undankeppni Evrópumeistaramótsins, gegn Frökkum og Andorramönnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
0
8
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:2
3
F
B
0
3
2
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
F
6
-3
2
0
4
2
3
F
6
-3
0
C
8
2
3
F
6
-2
F
8
C
2
3
F
6
-2
E
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
3
2
s
_
7
_
1
0
_
2
0
1
9
C
M
Y
K