Fréttablaðið - 08.10.2019, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 08.10.2019, Blaðsíða 2
SAMFÉLAG Sýslumaðurinn á höfuð- borgarsvæðinu auglýsti nauðung- arsölu á glæsilegu einbýlishúsi á Arnarnesi í lok vikunnar. Húsið, Blikanes 22, er í eigu athafna- mannsins Jóns Ragnarssonar í gegnum félag hans, Hótel Valhöll ehf. Kastljós fjölmiðla hefur reglu- lega beinst að Jóni, nú síðast fyrir nokkrum árum þegar hatrömm átök urðu í kjölfar þess að veitinga- staðnum Caruso var úthýst úr fast- eign í eigu Jóns. Í sumar greindi Stundin frá því að annar athafnamaður, Sigurður Gísli Björnsson, fyrrverandi eig- andi Sæmarks, hefði selt Blikanes 22 til Hótel Valhallar ehf. fyrir 185 milljónir króna. Salan gekk í gegn rúmum mánuði áður en eignir Sig- urðar Gísla voru kyrrsettar vegna umfangsmikillar rannsóknar á meintum skattalagabrotum hans. Sú kyrrsetningargerð hvílir þó enn á húsinu. Sé sagan skoðuð bendir ýmislegt til að einhvers konar fjárhagsleg bölvun hvíli á eigninni því húsið hefur ítrekað verið auglýst á nauð- ungarsölu undanfarna áratugi. Frá árinu 1999 hafa sex eigendur þurft að þola hamarshögg yfirvaldsins í húsakynnum sínum eða hótanir þar um. Síðustu ár hefur þó a l lt ver ið me ð nokkuð kyrrum k j ö r u m e n núna virðist f r i ð u r i n n úti. – bþ Húsið hefur ítrekað verið auglýst á nauðungar- sölu. Frá árinu 1999 hafa sex eigendur þurft að þola hamarshögg yfirvaldsins eða hótanir þar um. Veður Norðaustanátt í dag, víða 8-13. Rigning með köflum en þurrt að kalla sunnan- og vestanlands. Hiti 7 til 12 stig. SJÁ SÍÐU 14 Rifið niður og byggt upp Miklar framkvæmdir standa nú yfir á hinum svokallaða Héðinsreit í Vesturbæ Reykjavíkur. Eigendur svæðisins eru félögin Laxamýri og Fast- eignafélagið Festir sem hyggur þar á mikla uppbyggingu með hóteli og fjölbýlishúsum með hundruðum íbúða. Talsvert af mannvirkjum vestan við húsið þar sem starfsemi Loftkastalans, hins vinsæla leikhúss, var eitt sinn hefur þurft að víkja vegna áformanna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK astmi frjókornaofnækrabbamein kvíði vefjagigt mígreni lotugræðgiofnæmi liðagigt þunglyndi brjósklos sjónskerðing bakverkir hægðatregða sykursýki mænusigg áfengissýki hjartsláttartruflanir ADHDslitgigt heyrnartap vímuefnavandi ofnæmisexem æðahnútar sóríasis þvagleki gigt tíðaverkir gyllinæð eyrnasuð hugsýki beinþynning bronkítis w w w .b ru no -g ro en in g. or g Lækning við þessum og mörgum öðrum sjúkdómum styðjast við læknisfræðilega rannsökuð tilvik: læknanlegt„Ekkert er ólæknanlegt!“ Bruno Gröning Leið að heilsu fyrir sál og líkama Fólk sem hefur læknast segir frá hvernig það gerðist. Leiðbeinendur miðla fræðum Bruno Grönings til þess að allir geti upplifað staðhæfingu hans um að: „Ekkert sé ólæknanlegt!“ kynningarfundir 107 Reykjavík Laugardag 12.10.2019 Landsbókasafn Íslands kl 11:00 arngrímsgötu 3 200 Kópavogi Laugardag 12.10.2019 Bókasafn kópavogs kl 15:00 Hamraborg 6a tengiliðir: Anna Ottesen, Síminn: +354 898 7522 Aðgangur ókeypis. Frjáls framlög vel þegin. KYNNINGARFUNDIR Laugardag 12.10. kl 11:00 Landsbókasafn Íslands Arngrímsgötu 3, Reykjavík L ugardag 12.10. l 15:00 Bókasafn Kópavogs Hamraborg 6a, Kópavogi Aðgangur ókeypis Frjáls framlög vel þegin Ten li ir: Síminn +354 898 7522 HEIMILDARKVIKMYNDIN Sunnudaginn 13.10. kl 11:00 – 16:30 (meðtalin 2 hlé) Landsbókasafn Íslands Arngrímsgötu 3, Reykjavik Aðgangur ókeypis Frjáls framlög vel þegin Fundurinn er haldinn á vegum Vinahrings Bruno Gröning www.bruno-groening-film.org Tengiliðir: Síminn +354 898 7522 MENNING Kveikt verður á Friðar- súlunni í Viðey í þrettánda sinn klukkan átta annað kvöld. „Eins og margir vita er 9. október fæðingardagur Johns Lennon og mun Friðarsúlan varpa ljósi upp í himininn til 8. desember sem er dánardægur hans,“ segir á vef Reykjavíkurborgar. Yoko Ono býður að venju  fríar siglingar yfir sundið og frítt verður í strætó frá Hlemmi að Skarfa- bakka.  Listasafnið, Borgarsögu- safnið og f leiri halda úti dagskrá sem hefst klukkan 17.45. – gar Býður fólki í siglingu VELFERÐARMÁL „Við stefnum á að fara að prófa svona skjáheim- sóknir f ljótlega upp úr áramótum. Við munum byrja smátt en eitt af því sem við höfum lært er að við þurfum að prófa okkur áfram og finna okkar takt í þessu,“ segir Sig- þrúður Guðnadóttir, verkefnisstjóri Velferðartæknismiðju Reykjavíkur- borgar. Í síðustu viku heimsóttu tveir norskir sérfræðingar á sviði vel- ferðartækni Reykjavíkurborg og kynntu reynslu Norðmanna af innleiðingu fjarheimaþjónustu. Sú leið sem borgin hyggst prófa sig áfram með felst í skjáheimsóknum til notenda heimaþjónustunnar. Þannig er til dæmis hægt að minna á lyfjatöku og mæla blóðþrýsting í gegnum spjaldtölvu en einnig veita félagslegan stuðning. Noregur er leiðandi á Norður- löndunum þegar kemur að inn- leiðingu velferðartækni. Þau Grete Kver nland-Berg og Chr istian Aubell, ráðgjafar hjá PÅ Consulting sem er eitt fremsta ráðgjafarfyrir- tækið á sviði velferðartækni, hafa aðstoðað mörg norsk sveitarfélög við innleiðingu snjalllausna í vel- ferðarþjónustu. Þau segja að norsk stjórnvöld hafi frá árinu 2013 unnið eftir áætlun á landsvísu en í árslok 2020 eiga öll 420 sveitarfélög landsins að hafa tekið upp fjarheimaþjónustu sem hluta almennrar þjónustu sinnar. „Innleiðing þjónustunnar snýst kannski ekki svo mikið um sjálfa tæknina, heldur um breytingar á því hvernig starfsfólkið sinnir vinnu sinni. Það hefur náðst mjög góður árangur, bæði í Noregi og í Danmörku, með þessum skjáheim- sóknum. Þjónustan er sveigjanlegri og notendur þurfa ekki að bíða eftir þjónustunni,“ segir Grete. Markmiðið sé að sem flestir geti búið sem lengst heima en auk þess geti tæknilausnir gert sveitarfélög- um kleift að veita sífellt stækkandi hópi aldraðra þjónustu. Þau Grete og Christian segja að þrátt fyrir góðan árangur skipti jákvæð við- brögð notenda mestu máli. „Fjölskyldur notendanna eru líka ánægðar því þetta veitir þeim öryggistilfinningu. Með þessu eru notendur í raun nær þjónustunni og það veitir ákveðið öryggi að geta náð í einhvern í gegnum skjáinn,“ segir Grete. Hún leggur áherslu á að svona breytingar taki tíma enda sé verið að gera miklar breytingar á vinnu- umhverfi starfsfólks í umönn- unarstörfum. „Það er mjög sjaldan tæknin sjálf sem er vandamálið við svona breytingar. Þetta er verkefni sem snýst um fólk.“ Sigþrúður segir mikinn stuðning innan borgarinnar við það að koma á betri þjónustu með notkun tækn- innar. „Við erum ekki að fara draga úr neinni þjónustu, markmiðið er að auka hana. Það er enginn að fara að missa vinnuna heldur erum við að gera störfin betri og sinna fleiri notendum.“ sighvatur@frettabladid.is Heimaþjónusta veitt með skjáheimsóknum Reykjavíkurborg undirbýr nú tilraunaverkefni þar sem hluti heimaþjónustu verður veittur í gegnum skjáheimsóknir. Verkefnisstjóri segir að enginn muni missa vinnuna. Markmiðið sé að veita notendum meiri og betri þjónustu. Þau Christian Aubell og Grete Kvernland-Berg miðluðu reynslu sinni af inn- leiðingu fjarheimaþjónustu tli starfsmanna borgarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Við erum ekki að fara að draga úr neinni þjónustu, markmiðið er að auka hana. Sigþrúður Guðnadóttir, verkefnis- stjóri Velferðartæknismiðju Yoko Ono. Barningur á Blikanesi 8 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 8 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :2 3 F B 0 3 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 F 6 -3 6 F 4 2 3 F 6 -3 5 B 8 2 3 F 6 -3 4 7 C 2 3 F 6 -3 3 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 3 2 s _ 7 _ 1 0 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.