Fréttablaðið - 08.10.2019, Blaðsíða 8
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir FRAMKVÆMDASTJÓRI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is,
MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Sighvatur
Arnmundsson
sighvatur@frettabladid.is
Það má ekki
verða svo að
minnstu
sveitar-
félögin komi
í veg fyrir að
fleiri verk-
efni verið
færð yfir til
sveitarfélag-
anna.
Fyrirtæki
upplifa sig
mörg nokkuð
varnarlaus
gagnvart
vaxandi
ógnum á
netinu.
Fyrsti stóri slípirokkurinn knúinn
af einni rafhlöðu sem skilar ai
til þess að slípa, er léttari en
snúrurokkur í sinni stærð.
Sveigjanlegt rafhlöðuker
sem virkar með öllum
Milwaukee ® M18™ rafhlöðum.
Verð 136.900 kr. (með rafhlöðu)
M18 FLAG
Alvöru slípirokkur
frá Milwaukee
vfs.is
Einstaklingar og fyrirtæki hér á landi hafa nú þegar orðið fyrir verulegu fjártjóni og ýmsu öðru tjóni þegar viðkvæmar upplýsingar
komast í hendur óviðkomandi. Margt bendir til þess
að atvikum af þessu tagi muni halda áfram að fjölga
á næstu árum. Talið er að íslensk fyrirtæki hafi orðið
fyrir tugmilljarða króna tapi, en aðeins lítið brot er
tilkynnt til lögreglu og rannsakað. Fyrirtæki upp-
lifa sig mörg nokkuð varnarlaus gagnvart vaxandi
ógnum á netinu. Hið sama má segja um heimilin í
landinu sem eru að taka í notkun margs konar snjall-
tæki, svo sem reykskynjara, hitastilla, öryggiskerfi,
eftirlitsmyndavélar og læsingar, sem tengd eru Inter-
netinu með tilheyrandi hættu á að óviðkomandi geti
farið að stýra þeim sé ekki gætt fyllsta öryggis.
Októbermánuður er tileinkaður netöryggis-
málum og hefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðu-
neytið birt hagnýtar leiðbeiningar fyrir almenning
og fyrirtæki á stjornarradid.is/netoryggi til að auð-
velda fólki og fyrirtækjum að verjast í netheimum.
Einföld atriði geta stóraukið öryggi við notkun
snjalltækja svo sem:
n Að nota ólík lykilorð fyrir mismunandi þjónustur.
n Að spyrja sölu- eða þjónustuaðila snjalltækja um
hvaða öryggisráðstafanir séu mögulegar við upp-
setningu og notkun tækjanna.
n Að breyta upphaflegu lykilorði WiFi-neta og
snjalltækja þegar þau eru tekin í notkun.
n Að breyta persónuverndar- og öryggisstillingum
tækis miðað við þarfir og gera þá eiginleika óvirka
sem ekki á að nota.
n Að setja inn öryggisuppfærslur um leið og þær
eru fáanlegar.
Nýsamþykkt lög um netöryggismál ásamt nýrri
stefnu og aðgerðaáætlun leggja grunn að verkefnum
stjórnvalda á þessu sviði. Net- og upplýsingaöryggis-
mál varða samfélagið allt, einstaklinga, fyrirtæki og
opinbera aðila.
Netógnir í nýjum heimi
Sigurður Ingi
Jóhannsson
samgöngu- og
sveitarstjórnar-
ráðherra
Mögulegur fjárhagslegur ávinningur af sameiningu sveitarfélaga, miðað við tillögur um að lágmarksíbúafjöldi verði eitt þúsund árið 2026, gæti orðið allt að fimm milljarðar króna á ári. Þetta sýnir
ný úttekt sem unnin var fyrir samgöngu- og sveitar-
stjórnarráðuneytið og kynnt á Fjármálaráðstefnu
sveitarfélaga fyrir helgi. Þessar tölur, sem eru auðvitað
settar fram með fyrirvara um að mögulegur ávinn-
ingur skili sér, eru að mati skýrsluhöfunda varfærnis-
mat. Það er ljóst að hér er eftir miklu að slægjast. En það
er ekki bara fjárhagslegur ávinningur sem horfa þarf á,
heldur einnig möguleikar og tækifæri sveitarfélaga til
að eflast og dafna.
Eins og við var að búast hafa tillögur Sigurðar Inga
Jóhannssonar mætt töluverðri andstöðu hjá mörgum
af minnstu sveitarfélögunum. Hafa sum þeirra gengið
svo langt að segja sig úr Sambandi íslenskra sveitar-
félaga. Meðal þeirra raka sem heyrast eru að það sé
andstætt lýðræðinu að ætla sér að þvinga sveitarfélög
til sameiningar með löggjöf. Aldís Hafsteinsdóttir, for-
maður Sambands íslenskra sveitarfélaga, hefur bent á
að það geti heldur varla talist lýðræðislegt að minnstu
sveitarfélögin þurfi að útvista mörgum lögbundinna
verkefna sinna.
Auðvitað væri æskilegt að sameiningar væru sjálf-
sprottnar en reynslan sýnir því miður að þannig gerast
hlutirnir allt of hægt. Danir gáfust til að mynda upp
á slíkri bið og settu lögbundinn lágmarksíbúafjölda.
Það má ekki verða svo að minnstu sveitarfélögin komi
í veg fyrir að fleiri verkefni verið færð yfir til sveitar-
félaganna. Sterk og öflug sveitarfélög eru forsenda
öflugrar landsbyggðar og þess vegna er málflutningur
andstæðinga sameiningartillagnanna furðulegur. Hér
er í mörgum tilfellum um viðkvæm svæði að ræða í
byggðarlegu tilliti sem hafa átt undir högg að sækja.
Þótt hægt hafi gengið að sameina sveitarfélög á síð-
ustu árum er fram undan síðar í mánuðinum mikilvæg
íbúakosning í fjórum sveitarfélögum á Austurlandi.
Þrjú sveitarfélaganna hafa í dag færri en þúsund íbúa
og eitt þeirra færri en 250 sem gæti orðið lágmarkið
frá 2022. Lykilatriði í vinnu samstarfsnefndar sveitar-
félaganna er hugmyndin um svokallaða „heimastjórn“.
Er þannig ætlunin að koma til móts við kröfur um áhrif
heimamanna á þjónustu í nærumhverfi sínu. Sam-
eining sveitarfélaga snýst nefnilega ekki endilega um
sameiningu byggðanna sem slíkra, heldur sameiningu
stjórnsýslunnar. Því fylgir auðvitað stóraukin sam-
vinna byggðanna en einkennin þurfa ekki að tapast
þótt breytt sé um nafn sveitarfélagsins.
Framtíð málsins mun ráðast á Alþingi í vetur. Í þeirri
vinnu sem fram undan er þarf auðvitað að hlusta á öll
sjónarmið og horfa til reynslu fyrri sameininga og læra
af þeim mistökum sem gerð hafa verið. Margir hafa
bent á að erfitt geti reynst að miða við einhverja eina
tölu þegar kemur að lágmarksíbúafjölda í sveitarfélagi.
Undir það má taka og þingmenn þurfa að skoða af
fullri alvöru hvort þessar tillögur gangi of skammt. Það
er hins vegar tæknilegt úrlausnarefni. Efling sveitar-
stjórnarstigsins hefst aftur á móti með pólitískri yfir-
lýsingu um stærri og öflugri sveitarfélög.
Skýr ávinningur
Hafnarfjörður logar
Hafnarfjörðurinn logar nú af
reiði. Í kaffisamsætum er um
lítið annað talað en vondu bæjar-
stjórnina sem ætlar að stúta
höfninni. Setja stóra landfyll-
ingu fyrir framan kirkjuna og
planta þar skýjakljúfum. Eða
álveri. Eða kjarnorkuveri. Rósa
bæjarstjóri og Ágúst Bjarni, eini
Framsóknarmaðurinn í bænum,
hlaupa um allar koppagrundir
með slökkvitækið á lofti. „Djók!
Við ætluðum aldrei að gera þetta.
Þið áttuð aldrei að sjá þetta!“
Hafnfirðingar eru efins, enda illa
brenndir af stórframkvæmdum
við hafnarsvæðið. Blokka-
lengjan við Norðurbakkann
hefur gjörbreytt ásýnd svæðisins
og á örskotsstundu hefur ferlíki
Hafrannsóknastofnunar risið í
hinum enda þess.
Gott djobb?
„Er það gott djobb?“ spurði
Nóbelskáldið. Sennilega spyrja
allir sig að þessu á einhverjum
punkti á lífsleiðinni. Líka Kristín
Linda Árnadóttir, nýráðinn
aðstoðarforstjóri Landsvirkj-
unar, en hún hefur verið forstjóri
Umhverfisstofnunar frá 2008.
„Er aðstoðarforstjóri betra djobb
en forstjóri?“ Þetta segir mest um
stöðu umhverfismála á Íslandi
því stofnanirnar tvær gætu ekki
verið ólíkari. Umhverfismálin
eru í neðri deildunum. Að vera
aðstoðarknattspyrnustjóri
Liverpool er betra en að vera
knattspyrnustjóri Tranmere.
kristinnhaukur@frettabladid.is
8 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
0
8
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:2
3
F
B
0
3
2
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
F
6
-3
2
0
4
2
3
F
6
-3
0
C
8
2
3
F
6
-2
F
8
C
2
3
F
6
-2
E
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
3
2
s
_
7
_
1
0
_
2
0
1
9
C
M
Y
K