Fréttablaðið - 08.10.2019, Blaðsíða 9
Rafbíllinn Jaguar I-Pace vann nýverið til þrennra gullverðlauna á hinni virtu uppskeruhátíð
bílaframleiðenda World Car Of The Year. I-Pace varð þar með fyrsti bíllinn í heiminum til
að vinna þrjá flokka á sama árinu. Vertu með þeim fyrstu sem upplifa nýjan fjórhjóladrifinn
Jaguar I-PACE, 470 km drægi*, 400 hestöfl, 4,8 sek. í 100 km.
jaguarisland.is
VERÐ FRÁ: 9.790.000 KR.
Jaguar I-Pace
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
9
5
1
6
8
J
a
g
u
a
r
i-
P
a
c
e
5
x
2
0
á
g
ú
s
t
JAGUAR
HESTHÁLSI 6-8, 110 REYKJAVÍK
SÍMI: 525 6500
HAT-TRICK
HEIMSBÍLL ÁRSINS
HÖNNUN ÁRSINS
RAFBÍLL ÁRSINS
*U
pp
ge
fn
in
ta
la
u
m
d
ræ
gi
s
am
kv
æ
m
t s
am
ræ
m
du
m
m
æ
lin
gu
m
W
TP
L
st
að
al
si
ns
Það hefur oft gustað hressilega um Ríkisútvarpið síðan það hóf starfsemi sína árið 1930.
Ýmis upphlaup hafa orðið í gegnum
árin og menn hafa haft ýmsar skoð
anir uppi varðandi starfsemi þess.
Umræðan undanfarið hefur eink
um beinst að fjármögnun stofn
unarinnar og þá einkum hlutdeild
hennar í auglýsingamarkaðinum
hér á landi . Auglýsingar hafa verið
fastur liður í dagskrá Ríkisútvarps
ins frá stofnun og eru þess vegna
hluti af daglegu lífi landsmanna.
Mörgum íbúum nágrannalanda
okkar kemur það stundum spánskt
fyrir sjónir að hér séu auglýsingar í
ríkisfjölmiðlinum, en svona er það
nú samt, líkt og í f lestum eða öllum
öðrum löndum á meginlandi Evr
ópu. Þar eru stöðvarnar líka fjár
magnaðar í f lestum tilfellum með
blöndu af afnotagjöldum og aug
lýsingum líkt og hér.
Tryggur hópur að baki RÚV
Það verður ekki annað sagt en að
landsmenn standi þétt að baki
Ríkis útvarpinu, ef marka má fjöl
margar kannanir á undanförnum
árum. Þrátt fyrir tilkomu heims
miðla sem hafa haft mikil áhrif á
fjölmiðlun – ekki aðeins hér á landi
heldur um allan heim – á Ríkis
útvarpið sinn trygga hóp hlustenda
og áhorfenda. Stofnunin hefur líka
lagt sig fram um að fylgja þróun í
miðlun efnis, og sinna öllum aldurs
hópum, ekki síst ungu kynslóðinni.
Má þar bæði nefna KrakkaRÚV og
Rúv Núll, sem segja má að hafi vald
ið byltingu í notkun þessara hópa á
fjölmiðlum og haft veruleg áhrif á
menningarlegt uppeldi þeirra.
Meiri og meiri samkeppni
Samkeppni við erlendar efnisveit
ur verður sífellt harðari, en til að
keppa við þær hefur RÚV stóraukið
áherslu á innlent efni. Á undanförn
um fimm árum hefur það aukist
um 23% og á sama tíma hefur verið
dregið úr framboði af bandarísku
afþreyingarefni um 45%. Þetta eru
tölur sem tala sínu máli og landinn
hefur vel kunnað að meta. Sumt af
því efni sem stofnunin hefur átt
þátt í að framleiða hefur svo ratað
í erlendar stöðvar og aukið hróður
Íslands á sviði kvikmyndagerðar.
Við í Ríkisútvarpinu erum ákaf
lega stolt af útvarpsrásunum okkar
tveimur og Sjónvarpinu. Hin gamla
og virðulega Rás 1 hefur haldið
sínu striki og blómstrað, þrátt fyrir
mikla samkeppni á ljósvakarás
unum.
Löggjafinn ákveður fjármögnun
En allt kostar þetta peninga, og til
að standa undir hinni metnaðar
fullu dagskrá eru auglýsingar og
útvarpsgjaldið svokallað. Menn
geta haft mismunandi skoðanir á
því hvernig hlutfallið varðandi fjár
mögnunina á að vera, en það er lög
gjafans að ákveða það. Við vonum
bara og treystum því að verði hlut
fall auglýsinga minnkað, fáum við
það bætt með útvarpsgjaldinu. Ef til
vill verða hugsanlegar breytingar á
þessu hlutfalli til þess að styrkja
einkarekna fjölmiðla og það er
ekki nema gott um það að segja, því
sannleikurinn er sá að löggjafinn
hefði átt fyrir löngu að vera búinn
að búa þannig um hnútana að hér
á landi geti þróast lýðræðisleg og
menningarleg umræða um hvað
eina sem mönnum liggur á hjarta.
Framtak mennta og menningar
málaráðherra á þessu sviði lofar
góðu.
Stöndum vörð um tunguna
Ríkisútvarpið vill hér eftir sem
hingað til leggja sitt af mörkum til
íslenskrar menningar og lýðræðis
legrar umræðu. Það hefur kannski
aldrei verið nauðsynlegra en nú
á tímum, þegar við verðum að slá
skjaldborg um tungumálið okkar
íslenskuna, sem á í sífellt meiri vök
að verjast vegna erlendra áhrifa.
Ríkisútvarpið haldi stöðu sinni
Kári Jónasson
formaður
stjórnar
Ríkisútvarpsins
Við í Ríkisútvarpinu erum
ákaflega stolt af útvarps-
rásunum okkar tveimur og
Sjónvarpinu. Hin gamla og
virðulega Rás 1 hefur haldið
sínu striki og blómstrað,
þrátt fyrir mikla samkeppni
á ljósvakarásunum.
Í bréfi sem Matthías Jochumsson skrifaði í mars 1904 segir: „Ég lét byggja mér nýtt dáfallegt hús í
fyrra til að deyja í.“ Þetta hús er Sigur
hæðir sem hann lét reisa 1903 og
þar sem Matthíasarfélagið stofnaði
Matthíasarsafn 1962, minningar
safn um Matthías Jochumsson og
opnað var árið 1965. Þar voru skrif
stofuherbergi, ætluð skáldum og
fræðimönnum til skapandi skrifa.
Sigurhæðir standa sunnan undir
núverandi Akureyrarkirkju, sem
vígð var 1940, og nefnd hefur verið
Matthíasarkirkja.
Mörg skáld hafa í tímans rás
tengst Akureyri með einum eða
öðrum hætti, þótt tengslin séu mis
munandi. Sum eru fædd í „höfuðstað
hins bjarta Norðurs“, önnur komu til
bæjarins á fullorðinsárum og sett
ust þar að, og enn önnur dvöldust
þar aðeins skamma hríð, en skildu
eftir sig ljóð, myndir og minningar. Í
þessum hópi eru um fimmtíu skáld.
Mætti því kalla bæinn „skáldabæinn
Akureyri“. Eitt skáld kom iðulega til
Akureyrar, en hafði þar aldrei fasta
búsetu, listaskáldið góða, Jónas
Hallgrímsson, sem fór um Akureyri
á ferðum sínum til og frá æskuheim
ili sínu á Steinsstöðum í Öxnadal.
Séra Matthías Jochumsson fluttist
til Akureyrar árið 1886 og lifði þar
til dauðadags 18. nóvember 1920 og
skildi þar eftir sig spor, sem enn hefur
ekki fennt í. Matthías átti oft erfitt,
allt frá bernskudögum fram á elliár,
barðist við þunglyndi og efasemdir í
trúmálum, eins og víða kemur fram
í kvæðum hans. Af sögu hans má
margt læra. Meðal annars getur ungt
fólk lært margt af sögu hans – einnig
við sem eldri erum.
Stjórn Akureyrarstofu hefur
nú ákveðið að óska eftir því við
umhverf is og mannvirkjasvið
bæjarins, að húsið Sigurhæðir verði
sett í sölu, þótt málið hafi hvorki
verið rætt í bæjarstjórn né bæjar
ráði. Hins vegar verði sögu hússins
og sögu Matthíasar Jochumssonar
gerð skil með öðum hætti, „til dæmis
með söguskilti“ – ég endurtek: „með
söguskilti“. Þetta er ekki sæmandi.
Formælandi Akureyrarstofu færir
þau rök ein fyrir hugmyndinni, að
stígur frá kirkjutröppunum sé ekki
fær fyrir fatlaða eða fólk sem á erfitt
með gang – „ekki síst á snjóþungum
dögum“.
Furðulegt er að lesa þetta: selja
Sigur hæðir, þótt málið hafi ekki
verið rætt í bæjarstjórn eða bæjar
ráði, en sögu Matthíasar gerð skil
með söguskilti. Forysta í skálda
bænum, skóla og menningarbænum
Akureyri getur ekki verið þekkt fyrir
slíkt og þvílíkt. Það finnast leiðir, ef
ráðamenn vilja hugsa málið frá upp
hafi til enda og vilja standa sína plikt
gagnvart sögu bæjarins og menn
ingu. Svo kann líka að vera að leiðin
að Sigurhæðum eigi ekki að vera auð
gengin, hvorki ungum né öldnum,
fötluðum né fólki sem á erfitt með
gang. Leið Matthíasar Jochumssonar
gegnum lífið var heldur ekki auðveld.
Sigurhæðir og Matthías
Tryggvi
Gíslason
fyrverandi
skólameistari
Menntaskólans
á Akureyri
S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 9Þ R I Ð J U D A G U R 8 . O K T Ó B E R 2 0 1 9
0
8
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:2
3
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
F
6
-3
B
E
4
2
3
F
6
-3
A
A
8
2
3
F
6
-3
9
6
C
2
3
F
6
-3
8
3
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
3
2
s
_
7
_
1
0
_
2
0
1
9
C
M
Y
K