Fréttablaðið - 08.10.2019, Qupperneq 18
Enterosgel er gel til inntöku og er mest notað við meltingarkvillum
ýmiss konar en er líka notað til að hjálpa líkamanum að hreinsa
áfengi hraðar út sem og útvortis á bólur og exem.
Helsta virkni Enterosgel í líkamanum:
Hjálpar líkamanum að stöðva niðurgang
Dregur úr meltingartruflunum
Hraðar hreinsun áfengis úr líkamanum
Hjálpar líkamanum að viðhalda og byggja upp heilbrigða þarmaflóru
Verndar slímhúð meltingarvegar
Enterosgel hentar bæði börnum og fullorðnum
Áratuga reynsla og fjöldi rannsókna hafa sýnt fram á einstaka eiginleika Enterosgel
FÆST Í MAMMA VEIT BEST, MAMMAVEITBEST.IS, HEILSUHÚSUNUM OG HEILSUTORGI BLÓMAVALS
Þegar ástin bankar upp á hjá unglingum og ungu fólki er heilbrigð skynsemi ekki
endilega efst á lista. Það er bara
gaman að vera til og njóta þess að
vera elskaður, dýrkaður og dáður.
Þó er gott veganesti að hafa hug-
fast að ekkert ástarsamband er
fullkomið þótt það líti sannarlega
út fyrir það út á við. Þegar fólk
byrjar saman er því mikilvægt
að velta fyrir sér hvað það vill fá
út úr sambandi. Það þarf að gera
kröfur um hvernig komið er fram
við það og vera óhrætt að láta vita
af þeim kröfum. Því getur verið
gott að skrifa niður hvað maður
vill fá út úr sambandi og velta
fyrir sér hvað manni finnst mikil-
vægast.
Gott er að skoða þennan lista
reglulega og velta fyrir sér hvort
maður sé að fá það út úr sam-
bandinu sem skiptir mann máli,
ekki síst ef maður fer að efast um
sambandið. Að sama skapi má
snúa dæminu við og spyrja sjálfan
sig hvernig maður vill koma fram
við kærustu sína eða kærasta. Öll
berum við ábyrgð á framkomu
okkar við aðra og getum ekki gert
kröfur á aðra ef við ætlum ekki
sjálf að leggja okkur fram.
Heiðarleiki góður grunnur
Í heilbrigðu sambandi ríkir
jafnrétti, heiðarleiki og virðing.
Samskiptin þurfa að vera góð og í
góðum samböndum eru góðu tím-
arnir f leiri en þeir slæmu. Heiðar-
leiki er grunnur að góðu sambandi
hjá kærustupörum en heiðarleiki
er líka mikilvægur í samböndum
við fjölskyldu og vini. Í heiðarleg-
um samböndum geta báðir aðilar
viðurkennt að hafa rangt fyrir sér,
sagt sannleikann án þess að óttast
og fyrirgefið mistök.
Í góðum samböndum ríkir
virðing á báða bóga. Virðing er til
dæmis að styðja við hinn í því sem
hann eða hún hefur áhuga á. Það
er mikilvægt að virða skoðanir
annarra, vera næmur á tilfinning-
ar og treysta hinum í sambandinu.
Þegar virðing ríkir í sambandinu
er annar ekki að reyna að stjórna
hinum né breyta því hvernig hann
er. Góð samskipti eru límið sem
heldur fólki saman. Því er mikil-
vægt að geta rætt málin af heiðar-
leika, að hlusta á hinn aðilann og
vera tilbúin að ræða vandamál
og ósamkomulag, því stundum
verða rifrildi hreinlega til vegna
misskilnings.
Heimild: Embætti landlæknis
Ertu í heilbrigðu sambandi?
Þótt ástin sé funheit í byrjun og tilveran virðist tindra í rósrauðum bjarma er gott að hafa í huga að
ekkert samband er fullkomið. Í upphafi sambands er því mikilvægt að vera nákvæmur og skýr.
Til að efla góð samskipti er
gott að hafa þetta í huga:
l Verum nákvæm og skýr
l Greinum frá tilfinningum okkar
og spyrjum um tilfinningar hins
aðilans
l Skoðum hvað það er sem skiptir
ykkur máli og hvað skiptir máli
fyrir hinn
l Veltið upp mögulegum lausnum
þar sem báðir aðilar fá sem mest
af því sem þeir vilja
Forðumst þetta:
l Kaldhæðni
l Uppnefningar
l Að grípa fram í
l Að setja afarkosti
Svona vil ég að komið sé
fram við mig:
l Að mér sé treyst
l Að ég njóti hvatningar
l Að ég sé elskuð/elskaður
l Að komið sé fram við mig af
hreinskilni
l Að það sé séð um mig
l Að það sé borin virðing fyrir mér
l Að það sé haldið utan um mig
l Að ég geti treysti honum/henni
l Að við leiðumst
l Annað sem skiptir máli
Góð samskipti eru límið sem heldur fólki saman í ástarsamböndum, sem og virðing, jafnrétti og heiðarleiki.
Þórdís Lilja
Gunnarsdóttir
thordisg@frettabladid.is
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 8 . O K TÓ B E R 2 0 1 9 Þ R I ÐJ U DAG U R
0
8
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:2
3
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
F
6
-4
0
D
4
2
3
F
6
-3
F
9
8
2
3
F
6
-3
E
5
C
2
3
F
6
-3
D
2
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
3
2
s
_
7
_
1
0
_
2
0
1
9
C
M
Y
K