Fréttablaðið - 08.10.2019, Side 24
LEIKHÚS
Shakespeare verður ástfanginn
Þjóðleikhúsið
Aðlagað að leiksviði af: Lee Hall
Leikstjóri: Selma Björnsdóttir
Leikarar: Aron Már Ólafsson, Lára
Jóhanna Jónsdóttir, Stefán Hallur
Stefánsson, Edda Björgvinsdóttir,
Örn Árnason, Jóhanna Vigdís
Arnardóttir, Jóhann G. Jóhanns-
son, Guðjón Davíð Karlsson,
Þröstur Leó Gunnarsson, Atli Rafn
Sigurðarson, Björn Ingi Hilmars-
son, Sigurður Sigurjónsson, Hákon
Jóhannesson, Bjarni Snæbjörns-
son, Hilmir Jensson, Davíð Þór
Katrínarson, Ágúst Örn B. Wigum,
Ragnheiður Steindórsdóttir, Þórey
Birgisdóttir, Eygló Hilmarsdóttir
Þýðing: Kristján Þórður Hrafnsson
Tónlist: Jón Jónsson og Friðrik Dór
Leikmynd: Finnur Arnar Arnarson
Búningar: María Th. Ólafsdóttir
Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson
Tónlistarstjórn og útsetningar:
Karl Olgeir Olgeirsson
Hljómsveit: Karl Olgeir Olgeirs-
son, GDRN (Guðrún Ýr Eyfjörð),
Matthías Stefánsson, Friðrik
Sturluson og Kristinn Snær
Agnarsson
Grafík: Pálmi Jónsson
Hljóðhönnun: Kristinn Gauti
Einarsson og Kristján Sigmundur
Einarsson
Sviðshreyfingar: Þórey Birgis-
dóttir
Bardagalistir: Kevin McCurdy
Leikgervi: María Th. Ólafsdóttir og
Tinna Ingimarsdóttir
Will Shakespeare er með rit-
stíf lu. Illa gengur að skrifa Rómeó
og Ethel sjóræningjadóttur. Röð
atvika verður til þess að augu hans
og yfirstéttarstúlkunnar Víólu de
Lesseps mætast á grímudansleik,
þau verða yfir sig ástfangin og líf
þeirra verður aldrei samt. Shake-
speare verður ástfanginn var frum-
sýnt síðastliðinn föstudag á Stóra
sviði Þjóðleikhússins í leikstjórn
Selmu Björnsdóttur.
Leikhandritið er byggt á frægri
Óskarsverðlaunabíómynd með
sama nafni eftir Marc Norman og
Tom Stoppard. Kristján Þórður
Hrafnsson þýddi nýlega Ríkharð
III af mikilli færni en nær ekki að
skapa sömu töfra hér. Ýmissa grasa
kennir í handritinu sem er upp á
sitt besta þegar víddir lífshlaups
og skáldskapar Shakespeares f læða
saman. Litlar leikhúsgjafir eru
dreifðar um textann sem að öllum
líkindum koma frá Stoppard sem er
þekktur fyrir slík vinnubrögð. En
þessar víddir opna líka fyrir endur-
mat á nýjum tímum, tuttugu árum
eftir að kvikmyndin var frumsýnd.
Kynjapólitík verksins er óþægi-
leg, ekki einungis vegna vofu
Harveys Weinstein. Konurnar eru
vændiskonur, fóstrur, fjarverandi
eða fórna sér fyrir hinn listræna
málstað karlkyns snillingsins.
Eitthvert mótvægi er að finna í
persónu Víólu og sérstaklega Elísa-
betar drottningar, sem kannast vel
við að vera kona í karlmannsstarfi.
Sömuleiðis kraumar sú hvimleiða
kenning að Shakespeare hafi ekki
skrifað leikritin sín sjálfur undir
öllu saman.
Kitla hláturtaugar
Leikarahópurinn er af stærri
gerðinni. Mikið mæðir á Aroni Má
Ólafssyni sem leiðir sýninguna,
nýútskrifaður frá Listaháskóla
Íslands, í hlutverki Shakespeares.
Hann ber þungann laglega og
kemst langt á persónutöfrunum.
En Aron er að stíga sín fyrstu skref
á atvinnusviðinu og þarf tíma til
að rækta sína hæfileika. Ástríðu-
blossinn kviknar þó ekki á milli
hans og Láru Jóhönnu Jónsdóttur,
í hlutverki Víólu, sem dregur úr
drifkrafti sýningarinnar. Sakleysi
stjórnar túlkun Láru Jóhönnu
framan af en hún nær ekki að koma
þróun karaktersins til skila þegar
líða tekur á.
Jóhann G. Jóhannsson og Björn
Ingi Hilmarsson sýna lipran leik í
sínum hlutverkum. Guðjón Davíð
Karlsson kætir með orkumikilli
frammistöðu. Annað mál er með þá
Stefán Hall Stefánsson og Atla Rafn
Sigurðarson, sem virðast báðir vera
víðsfjarri. Jarlinn af Wessex, leik-
inn af Stefáni Halli, er samsuða af
hrotta og aula, og situr illa í sýning-
unni. Atli Rafn skuldbindur sig ekki
sýningunni og nýtir ekki tækifærin
í textanum.
Lítil hlutverk geta nefnilega verið
eftirminnileg. Þröstur Leó Gunn-
arsson leiðir áhorfendur í maka-
laust ferðalag með Fenny man, til-
finningasnauða ríkisbubbanum
sem ætlar að fjármagna leikritið
en verður fyrir uppljómun þegar
hann fær smátt hlutverk í hinu
nýja verki Shakesperes. Jóhanna
Vigdís Arnardóttir spásserar tígu-
lega í gegnum hlutverk Elísabetar I
og japlar á sínum fáu línum af bestu
list. Alltaf má treysta á Örn Árna-
son, Sigurð Sigurjónsson og Eddu
Björgvinsdóttur til að kitla hlátur-
taugarnar með frábærum tímasetn-
ingum. Önnur smærri hlutverk eru
í höndum ungra leikara og gott er
að sjá þennan hóp fá tækifæri til að
læra af þeim sem reynsluna hafa.
Skapleg skemmtun
Listræn stjórnun er sundurleit,
Selma Björnsdóttir stjórnar fram-
vindunni af fagmennsku, senu-
skiptingarnar eru f lottar, en túlk-
uninni er ábótavant og sýningin
f lýtur áfram á yfirborðinu. Finnur
Arnar Arnarson hannar leikmynd-
ina af hugvitssemi en sumum hug-
myndum hefði mátt sleppa eins og
stönginni sem tengir svalirnar við
gólfið. Litskrúðið fá áhorfendur
svo sannarlega í gegnum búninga
Maríu Th. Ólafsdóttur sem tjaldar
öllu til, þá sérstaklega í búningum
Elísabetar I, þó skortir skýra sýn
á heildina. Gervin eru mörg vel
unnin en hárgreiðslur karlanna
hefði mátt endurhugsa. Ólafi Ágústi
Stefánssyni hefur oft tekist betur
upp í ljósavinnunni en skrýtinn
drungi umlykur f lest atriði. Bræð-
urnir Jón Jónsson og Friðrik Dór
semja tónlistina sem er því miður
afleit. Hún er samtímis óafgerandi
og ofnotuð. Bæði tónlistin og söng-
atriðin virðast vera úr öðru leikriti.
Í heildina er Shakespere verður
ástfanginn skapleg skemmtun en
valið á þessu leikverki er undarlegt,
bæði vegna innihalds og sögu kvik-
myndarinnar. Leikararnir f lestir
standa sig ágætlega og greinilegt
er að mikið hefur verið lagt í upp-
setninguna. Sýningin gefur frekar
beyglaða sýn á heim Williams
Shakespeare en er að mestu mein-
laus, og hittir stundum í mark, en of
sjaldan. Sigríður Jónsdóttir
NIÐURSTAÐA: Á köflum ágætis
skemmtun en sýningin skilur lítið
eftir sig.
Shakespeare endurmetinn
Greinilegt er að mikið hefur verið lagt í uppsetninguna, segir Sigríður Jónsdóttir, leiklistargagnrýnandi Fréttablaðsins. MYND/SAGA SIG
Hvað?
Hvenær?
Hvar?
Þriðjudagur
hvar@frettabladid.is
8. OKTÓBER 2019
Hvað? Trú og samfélag
Hvenær? 12.05
Hvar? Þjóðminjasafn Íslands,
fundarsalur
Alt það, sem við ekkert hefir að
keppa, dofnar og deyr, nefnist
fyrirlestur á vegum Sagnfræðinga-
félagsins. Rakel Edda Guðmunds-
dóttir fjallar um blaðaskrif um
aðskilnað ríkis og kirkju, guðfræði
og trú í kringum aldamótin 1900.
Hvað? Bingó
Hvenær? 20.00-22.00
Hvar? Salur eldri borgara, Árskóg-
um 4, Breiðholti
Kiwanisklúbburinn Dyngja stend-
ur fyrir bingóinu. Öllum ágóða
verður varið til styrktar Vina-
setrinu, heimili sem veitir börnum
sem á þurfa að halda stuðning og
helgardvöl.
Hvað? Los Bomboneros
Hvenær? 20.30
Hvar? Kex hostel, Skúlagötu 28
Ásamt kvartettinum Los Bom-
boneros verður Matthías Hem-
stock sérstakur gestur.
Hvað? Kúnstpása
Hvenær? 12.15
Hvar? Norðurljós, Hörpu
Sópransöngkonan Hrafnhildur
Björnsdóttir kemur fram ásamt
píanóleikaranum Martyn Parkes.
Enginn aðgangseyrir.
Hvað? Barna- og unglingahljóm-
sveitin Regnbuen
Hvenær? 16.00 og 18.00
Hvar? Akranes
Fyrri tónleikarnir eru í Vitanum
á Akranesi og þeir seinni í Tón-
bergi, Tónlistarskólanum á Akra-
nesi. Nemendur úr tónlistarskól-
anum spila með. Tónleikarnir eru
ókeypis.
Hvað? Ljóðaljóðin
Hvenær? kl 20
Hvar? Listasafn Sigurjóns 8.
Margrét Hrafnsdóttir söngkona og
Guðrún Dalía
Salómonsdóttir píanóleikari.
Miðaverð: 2.900,- en 2.500,- fyrir
nemendur og eldri borgara.
Hvað? Tíminn og vatnið
Hvenær? 20.30
Hvar? Borgarleikhúsið
Andri Snær með fyrirlestur.
Hvað? Eru peningarnir
þínir loftslagsmál
Hvenær? 20
Hvar? KjarvalsstaðirFjallað verður
á mannamáli um grænar fjár-
festingar og skuldabréf í samhengi
við hagsmuni almennings.
Hvað? Svítur og svör með selló
og harmóníku
Hvenær? 19.30
Hvar? Salurinn
8 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R16 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING
0
8
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:2
3
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
F
6
-3
B
E
4
2
3
F
6
-3
A
A
8
2
3
F
6
-3
9
6
C
2
3
F
6
-3
8
3
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
3
2
s
_
7
_
1
0
_
2
0
1
9
C
M
Y
K