Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.10.2019, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 03.10.2019, Blaðsíða 4
VILJA RÍFA ORLIK VIÐ NORÐURGARÐ NJARÐVÍKURHAFNAR Vegna óvæntra aðstæðna sem upp komu við förgun rússneska togarans Orlik hefur verið sótt um breytingu á undanþágunni varðandi staðsetningu framkvæmdar. Nú er óskað eftir því að fá að rífa togarann á þeim stað þar sem honum hefur verið komið fyrir eða við norðurgarð Njarðvíkur- hafnar. Framkvæmdalýsing er að mestu leyti óbreytt en þó eru breytingar á uppsetningu mengunarvarnarbúnaðar, segir í umsókn um starfsleyfi til Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Fulltrúar Umhverfisstofnunar komu í eftirlit þann 3. september, skoðuðu starfssvæðið og skipið og áttu fund með fulltrúa heilbrigðiseftirlits Suðurnesja og hafnarstjóra Reykja- neshafnar. Einnig hefur stofnunin fundað með Hringrás í Reykjavík. Umhverfisstofnun telur að niður- rif skipsins sé hafið við norðurgarð Njarðvíkurhafnar. Undanþága frá starfsleyfi gildir fyrir niðurrif við Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Stofnunin ákvað að stöðva niðurrif á skipinu þar til tilskilinna leyfa hefur verið aflað. Upphaflega var gert ráð fyrir að rífa skipið á athafnasvæði Skipasmíða- stöðvar Njarðvíkur. Þegar hefja átti undirbúning kom í ljós að þar er klöpp en samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum var talið að botninn væri möl og hægt væri að dýpka rennuna. Skipið er stórt og þungt og ristir of djúpt til að hægt sé að koma því að stöðinni. Ákveðið var að undirbúningur niðurrifs færi fram við norðurgarð í Njarðvíkurhöfn, þar sem að skipið yrði létt. Ekki var talið öruggt að vinna í og við skipið þar sem það stóð áður við bryggju. Hætta var á að skipið sykki og mikil áhætta að hafa það lengur við bryggjuna. Þann 31. ágúst var skipið fært að norðurgarði en þá var stórstraums- fjara, sem var forsenda þess að hægt væri að færa skipið. Útbúin hefur verið renna við hlið norðurgarðs og tímabundinn garður settur meðfram skipinu til að hægt sé að komast að því báðum megin frá. Hafist var handa við að létta skipið. Byrjað var á að fjarlægja lausamuni og síðan átti að fjarlægja spilliefni og asbest. Því næst stóð til að fjarlægja allt stál ofan þil- fars, brú, gálga og annan búnað. Til stóð að fleyta skipinu að tilbúnum garði við Skipasmíðastöð Njarðvíkur þegar búið væri að létta það. Sett hefur verið flotgirðing aftan við skipið. Unnið er að því að fjarlægja lausamuni og spilliefni úr skipinu. Frekari vinna við skipið mun bíða niðurstöðu í leyfismálum. Vinna við tímabundinn garð hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur er ekki hafinn. Framkvæmdin á þeim stað þar sem skipið er núna staðsett er að mestu sambærileg þeirri sem lýst var í mats- skyldufyrirspurn Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur frá júlí 2019. Munurinn felst í staðsetningu inni í höfninni og því að mengunarvarnarbúnaður verður settur upp tímabundið á hafnarkantinum. Núverandi stað- setning hefur þann kost að vera inni í höfninni og minni öldugangur er þar en við Skipasmíðastöðina, segir í umsókninni til ráðuneytisins. Framkvæmdin sem um ræðir er tíma- bundin og felur í sér að rússneski togarinn Orlik verði rifinn þar sem hann stendur nú við norðurgarð í Njarðvíkurhöfn. Mengunarvarnir eru til staðar til að uppfylla kröfur sem gerðar eru til starfseminnar, s.s. olíu- skilja, geymslur fyrir hættuleg efni og viðbúnaður vegna mengunaróhappa. Gert er ráð fyrir að niðurrif togarans taki tvo til þrjá mánuði. Nú er beðið eftir svari Umhverfis- og auðlindaráðuneytis við beiðni um breytingu á undanþágu en ráðuneytið hefur óskað umsagnar Reykjanes- hafnar og óskar eftir að höfnin svari eigi síðar en 7. október nk. Óskað eftir tilnefningum til menningarverðlauna Reykjanesbæjar Menningar- og atvinnuráð Reykja- nesbæjar óskar eftir tilnefningum vegna Súlunnar, menningarverð- launa Reykjanesbæjar árið 2019. Tilnefningar þarf að senda fyrir 12.  október á netfangið sulan@ reykjanesbaer.is eða í Ráðhúsið, Tjarnargötu 12. Tilnefna skal einstakling, hóp eða fyrirtæki sem unnið hafa vel að menningarmálum í bæjarfélaginu. Rökstuðningur þarf að fylgja til- nefningu. Listakonunni Sossu Björnsdóttur voru veitt menningarverðlaun Reykjanesbæjar árið 2018. Hún sést hér taka við verðlaunum úr höndum Kjartans Más Kjartanssonar, bæjarstjóra. Störf í boði hjá Reykjanesbæ Fjörheimar – starfsmaður í Skjólið Velferðarsvið – félagsráðgjafi í barnavernd Velferðarsvið – starf við liðveislu Akurkóli – íslenskukennari, tímabundið starf í 70% starfshlutfalli Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum. Viðburðir í Reykjanesbæ Heilsu- og forvarnarvika 2019 - í fullum gangi Minnum á heilsu- og forvarnarvikuna! Dagskrá má nálgast á www.reykjanesbaer.is Bókasafn Reykjanesbæjar - dagskrá framundan Miðvikudagurinn 2. október. Opin kóræfing hjá Kór Keflavíkurkirkju kl. 17.00-18.00. Laugardagurinn 5. október. Krakkajóga kl 11.30-12.00 með Sigurbjörgu Gunnarsdóttur leikskólakennara og jógaleiðbeinanda í tilefni heilsu- og forvarnarviku. Pólsk menningarhátíð - Dzień Kultury Polskiej Undirbúningur er farinn vel af stað en óskað er eftir fleiri sjálboðaliðum. Áhugasamir hafið samband við Hilmu, s. 421 6700 eða hilma.h.sigurdardottir@reykjanesbaer.is Framkvæmdin á þeim stað þar sem skipið er núna staðsett er að mestu sambærileg þeirri sem lýst var í matsskyldufyrirspurn Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur frá júlí 2019. Munurinn felst í staðsetningu inni í höfninni og því að mengunarvarnarbúnaður verður settur upp tímabundið á hafnarkantinum. Núverandi staðsetning hefur þann kost að vera inni í höfninni og minni öldugangur er þar en við Skipasmíðastöðina, segir í umsókninni til ráðuneytisins. Stórvirkar vinnuvélar halda við togarann Orlik þegar honum var komið fyrir við norðurgarðinn í Njarðvíkurhöfn. VF-myndir: hbb 4 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 3. október 2019 // 37. tbl. // 40. árg.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.