Víkurfréttir - 03.10.2019, Blaðsíða 16
Bílaviðgerðir
Smurþjónusta
Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979
www.bilarogpartar.is
Verið velkomin
á samkomu
alla sunnudaga
kl. 11.00
Hvítasunnu-
kirkjan í Keflavík,
Hafnargötu 84
Við erum öll í þessu saman
Þegar nýr meirihluti tók við fyrir rúmu ári kom það í hlut Fram-
sóknarflokksins að leiða íþrótta- og tómstundaráð bæjarfélagsins.
Meðal verkefna ráðsins var að skoða hvernig nýta mætti íþrótta-
mannvirki bæjarfélagsins betur auk þess að móta tillögur að frek-
ari uppbyggingu og forgangsröðun þessa veigamikla málaflokks.
Capacent ráðgjöf vann skýrslu þess efnis fyrir ráðið þar sem meðal
annars komu fram tillögur af því hvernig nýta mætti fjármuni sem
best við uppbyggingu íþróttamannvirkja og aðstöðu í bænum í takt
við þarfir. Það er öllum ljóst að íþróttir skipa stóran sess í bæjar-
lífi Reykjanesbæjar enda bærinn einna best þekktur fyrir öflugt
íþróttastarf í gegnum tíðina. Ég sem oddviti Framsóknarflokksins
hér í bæ brenn fyrir íþróttum og þekki vel forvarnargildi þeirra og
mikilvægi fyrir börn og fullorðna hér í bæ. Því verður ekki hjá því
komist að leiðrétta þann misskilning sem augljóslega hefur skotið
rótum gagnvart þeirri vinnu sem stendur yfir.
Þörf forgangsröðun
og skynsamleg
nýting fjármuna
Bæjarfélagið er að rísa
eftir mörg erfið ár þar
sem framkvæmdir voru
í lágmarki og útsvar
í hámarki. Sitt sýnist
hverjum um þær að-
haldsaðgerðir en mér er
nú full ljóst að þær voru
bæði nauðsynlegar og
óumflýjanlegar. Í stað
þess að horfa í baksýnisspegilinn
er því mikilvægt að skoða hvernig
best megi koma til móts við þarfir
íþróttafélaganna í Reykjanesbæ til
framtíðar og móta sameiginlega
stefnu sem flestir geta verið sáttir
við. Það er óskhyggjan ein að halda
að bæjarfélagið hafi ótakmarkaða
burði til þess að koma til móts við
ýtrustu kröfur allra. Reykjanesbær
leggur til á ári rúman milljarð króna
til íþrótta- og tómstundastarfs hér
í bæ og eru þá ekki meðtaldir fjár-
munir sem sérstaklega fara í upp-
byggingu nýrra íþróttamannvirkja
s.s. íþróttahúss við Stapaskóla sem
sannarlega verður nýtt
til íþróttaiðkunar líkt
og gert er í öðrum skóla-
íþróttahúsum bæjarins.
Tillögur þær sem ÍT ráð
hefur sett fram taka
mið af því hvernig best
megi nýta fjármuni til
málaflokksins og móta
drög að sinni sýn á fram-
tíðaruppbyggingu. Þær
hugmyndir voru kynntar
fyrir formönnum Njarð-
víkur og Keflavíkur og ræddar í bæjar-
ráði Reykjanesbæjar sem síðan vísaði
þeim til bæjarstjóra til úrvinnslu. Í
því fólst meðal annars að fundað væri
með félögunum og samráð við þau
haft. Sú vinna stendur enn yfir og er
það mín von að hægt sé að kostnaðar-
meta hugmyndirnar og finna þeim
farveg í sem mestri sátt.
Íþróttir eru grasrótarstarf
Í minnisblaði frá fundi íþróttafélag-
anna með Capacent kemur fram að
þeim finnst eins og Reykjanesbær
gleymi oft að hugsa um alla sjálfboða-
liðana sem vinna óeigingjarnt starf í
þágu íþróttafélaganna og að íþróttir
séu grasrótarstarf. Fram kemur að
íþróttafélögin spyrja sig hvort Reykja-
nesbær hafi hugsað út í það hvað
myndi gerast ef engir sjálfboðaliðar
fengjust í vinnu fyrir íþróttafélögin.
Ég held að enginn sé að gleyma því
í þessari vinnu að íþróttastarf er að
mestu unnið í sjálfboðavinnu. Því
skal þó haldið til haga að sjálfboða-
starf er unnið af fúsum og frjálsum
vilja þeirra sem að því koma. Það er á
ábyrgð þeirra sem sitja í bæjarstjórn
að gæta hagsmuna allra bæjarbúa og
tryggja það að bæjarfélagið standist
samanburð við það besta sem gerist
á landinu. Liður í því er að standa að
ábyrgri uppbyggingu íþróttamann-
virkja þannig að sem flestir geti tekið
þátt og náð árangri.
Við erum öll í sama liðinu
Í minnisblaði frá fundi Capacent
með íþóttafélögunum kemur fram
ákall þeirra á að sveitarfélagið spýti
í lófana. Það er einmitt þess vegna
sem þessi vinna var sett í forgang
hjá íþrótta- og tómstundaráði. Einn-
ig kom fram að íþróttafélögunum
líði eins og sveitarfélagið sé þriðja
liðið, þegar við erum í raun öll í
þessu saman. Mér þykir miður að
íþróttafélögin upplifi bæjarfélagið
sem andstæðing á einhvern hátt. Því
skal það leiðrétt hér með að bæjar-
félagið vinnur að heilindum gagnvart
framtíðar uppbyggingu íþróttastarfs
í Reykjanesbæ með hagsmuni allra
bæjarbúa í huga. Það er von mín að
góð samvinna við íþróttafélögin skili
góðum árangri og hægt verði að sam-
þykkja í bæjarstjórn Reykjanesbæjar
áform um uppbyggingu og forgangs-
röðun sem allra fyrst.
Jóhann Friðrik Friðriksson,
forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ.
Nú hefur eplið fallið
langt frá eikinni
26. september sl.
birtist grein í Víkur
fréttum undir yfir
skriftinni: „Skurð
stofur HSS teknar
niður. Ekki fýsilegt
að uppfæra skurð
stofurnar og nýta af
Landspítala. Síðasta
aðgerðin í nóvember.“
Markús Ingólfur Eiríksson forstjóri
HSS sagði að ekki væri fyrir hendi
peningar til reksturs né endurnýj-
unar tæknibúnaðar. Svandís Svav-
arsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur
því samþykkt að skurðstofurnar
verði teknar niður.
Því kom upp í huga minn „eplið
fellur ekki langt frá eikinni“ með
öfugum formerkjum. Þegar Svavar
Gestsson, faðir Svandísar, var heil-
brigðisráðherra var hlúð að lands-
byggðinni og nutu Suðurnesjamenn
þess. Hann veitti stöðugildi fæð-
ingar- og kvensjúkdómalæknis við
sjúkrahúsið. Samfélagið var þakklátt
fyrir þá skipan og flestir foreldrar
á Suðurnesjum og víða af landinu
vildu fæða börn sín og
njóta annarar þjónustu
við sjúkrahúsið. Yfir-
menn sjúkrahússins
og heilsugæslu voru
h e i m a m e n n s e m
höfðu tilfinningu fyrir
þörfum íbúanna.
Það voru ekki eingöngu
ráðamenn sem gerðu
vel við sjúkrahúsið á
þeim tíma. Sveitarfélögin voru öll
einhuga í að vinna að uppbyggingu
heilbrigðismála á Suðurnesjum. Al-
menningur gerði einnig sitt, þá voru
virk félagasamtök sem lögðu hönd á
plóginn eins og Styrktarfélag sjúkra-
hússins og Félag foreldra sem hét
Börnin og við. Flest öll góðgerðar-
félög og klúbbar styrktu uppbygg-
ingu og tækjakaup til heilsugæslu og
sjúkrahússins. Því svíður mörgum
að sjá fréttir um að skurðstofur HSS
verði teknar niður. Það er af sem
áður var þegar menn voru með upp-
byggingu í huga en ekki niðurrif.
Sólveig Þórðardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
AUGLÝSING
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga
2008–2028 og tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir
frístundabyggðina Hvassahrauni.
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga auglýsir hér með tillögu að breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028 skv. 1.
mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samhliða er auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í Hvassahrauni,
skv. 1. mgr. 43. gr. sömu laga.
Breyting á aðalskipulagi felst í eftirfarandi:
Breyting á aðalskipulagi varðar skilmála fyrir Frístundasvæði
við Hvassahraun (F-1) í kafla 2.3.3 um frístundabyggð í greinar-
gerð aðalskipulagsins. Breytingin felur í sér að heimilt verður
að hafa gististarfsemi í flokki II sem fellur undir atvinnustarf-
semi í frístundabyggðinni. Gististarfsemi þessi er þó takmörk-
unum háð, sem nánar er lýst í greinargerð á uppdrætti.
Breyting á deiliskipulagi felst í eftirfarandi:
Í breytingunni felst m.a. að lóðum er fjölgað um eina, gerðar
breytingar á byggingarreitum tveggja lóða, hámarksstærð og
hámarkshæð húsa aukin og skilgreind heimild til gististarfsemi.
Tillögurnar eru settar fram á uppdráttum og greinargerð og vísast til þeirra um nánari upplýsingar.
Tillögurnar verða til sýnis á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar frá og með miðvikudeginum 2. október 2019 til
og með miðvikudagsins 13. nóvember 2019 og hjá Skipulagsstofnun að Borgartúni 7b, Reykjavík. Tillögurnar eru einnig aðgengi-
legar á vef Sveitarfélagsins Voga, www.vogar.is/is/thjonusta/skipulag/skipulag-i-kynningu
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Skila skal skriflegum athuga-
semdum til skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar eða á netfangið skrifstofa@vogar.is eigi síðar en miðvikudaginn
13. nóvember 2019.
Vogum, 2. október 2019
F.h. bæjarstjórnar,
Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
FRÉTTAVAKT
ALLAN SÓLARHRINGINN
898 2222
16 UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM f immtudagur 3. október 2019 // 37. tbl. // 40. árg.