Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.10.2019, Page 19

Víkurfréttir - 03.10.2019, Page 19
Vladan Djogatovic var kjörinn besti leikmaður Pepsi Max-deildarliðs Grindvíkinga í karlaflokki og Veronica Smeltzer var best hjá kvenfólkinu en lokahóf liðanna fór fram síðasta laugardag. Bæði liðin féllu niður um deild, karlarnir niður í Inkasso og stúlkurnar í 2. deild. Nánar um verð- launaveitingar hjá Grindavík á Facebook-síðu félagsins. Keflavík, íþrótta- og ungmennafélag bauð í afmælisveislu í íþróttahúsi Keflavíkur síðastliðinn sunnu- dag. Nálægt eitt hundrað manns mættu í afmæliskaffi og fylgdust með sýningum frá Taekwondo- og fimleikadeild félagsins en mikill uppgangur hefur verið hjá þessum deildum undanfarin ár. Körfuknattleikssamband Íslands heiðraði nokkra aðila sem starfað hafa mikið fyrir körfuboltann í Keflavík á mörgum undanförnum árum. Björg Hafsteinsdóttir, fyrr- verandi leikmaður með kvennaliði Keflavíkur, og Kristinn Óskarsson, dómari til áratuga, fengu gullmerki sambandsins. Þá fengu þeir Einar Hannesson, Einar Skaftason, Rúnar Georgsson og Sigurður Ingimundar- son silfurmerki KKÍ. Kjartan Már Kjartansson færði fé- laginu bestu afmælisóskir sem og framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands. BJÖRG OG KRISTINN FENGU GULLMERKI KKÍ Natasha Anasi valinn besti útlend- ingur deildarinnar. Keflavík skoraði 30 mörk en féll samt. Hin átján ára Sveindís Jane Jónsdóttir, framherji Pepsi Max-deildarliðs Kefla- víkur var kjörinn leikmaður ársins hjá Morgunblaðinu. Hún varð efst í M-einkunnagjöf blaðsins í sumar. Í 2.–3. sæti var Natasha Anasi, fyrirliði Keflavíkurliðsins en hún var jafnframt kjörin besti útlendi leikmaðurinn. Keflavíkurliðið sem féll úr deildinni er því með tvo af bestu leikmönnum deildarinnar að mati fréttamanna Morgunblaðsins. Liðið fékk fleiri M samanlagt en sjö af tíu liðum deildar- innar. Það er flottur árangur en því miður mátti liðið þola fall úr deild- inni þrátt fyrir góða frammistöðu í mörgum leikjum. Morgunblaðið segir í umsögn sinni að það sé sjaldgæft að lið sem skori fleiri en 30 mörk á leiktíðinni og skori mark eða mörk í öllum útileikjum falli. Sveindís Jane skoraði sjálf sjö mörk Sveindís besti leikmaðurinn í Pepsi Max-deild kvenna í leikjum liðsins og átti þátt í fjöl- mörgum öðrum en hún lék sautján af átján leikjum Keflavíkur í sumar. Þær Sveindís og Nathasha komust báðar í úrvalslið deildarinnar hjá Morgunblaðinu. Keflvíkingar gengu frá samningi við þá síðarnefndu nýlega en ekki er vitað um framtíð Sveindísar hjá Keflavík. Silfurmerkjahafar, Einar, Sigurður, Rúnar og Einar. Einar Haraldsson, formaður Keflavíkur með Auði Ingu Þorsteinsdóttur, framkvæmdastjóra UMFÍ. Gullmerkjahafarnir Björg Hafsteinsdóttir og Kristinn Óskarsson ásamt þeim Hannesi og Guðbjörgu. Gestir, m.a. þessir ungu Keflvíkingar, nutu góðrar afmælisköku frá Sigurjónsbakaríi. 20% AFSLÁTTUR AF LIQUI MOLY-VÖRUM ÚT NÆSTU VIKU Í TILEFNI OPNUNARINNAR OPNUNARTÍMI: MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA FRÁ 8 TIL 18 Varahlutaverslun Brekkustíg 40, 260 Njarðvík Sími: 421-2141 – bilathjonustan@bilathjonustan.is Verksmiðjuábyrgð á þínum bíl er tryggð með vottuðum varahlutum frá Stillingu Höfum opnað varahlutverslunina okkar í stærra húsnæði að Brekkustíg 40 Bjóðum upp á fjölbreytt úrval af bílavarahlutum og efnavörum frá Stillingu 19ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 3. október 2019 // 37. tbl. // 40. árg.ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.