Víkurfréttir - 03.10.2019, Page 11
Suðurnesin sem áfangastað fyrir
ráðstefnugesti. Hér er allt til alls,
góðir veitingastaðir, mögnuð náttúra
sveipuð dulúð, glæsileg gistiaðstaða
og góð vinnuaðstaða. Við leggjum
mikið upp úr því að nýta alla innviði
eins og kostur er og vitum að þannig
búum við til hvað bestar minningar
ráðstefnugesta. Ráðstefnuhópurinn
taldi tólf gesti og gistu allir á Lightho-
use Inn í Garðinum og þar var einnig
fundað. Við borðuðum á Röstinni, á
Vitanum í Sandgerði og hjá Höllu í
Grindavík. Einnig var gestum boðið í
heimahús í hádegisverð. Útsýnisferð
var farin um Reykjanesskagann og
deginum lauk með grillveislu heima
í Sandgerði þar sem bæjarstjórinn
okkar, Magnús Stefánsson, heilsaði
upp á hópinn. Að dvelja í litlu sam-
félagi fyrir þetta fólk sem kemur
frá milljónasamfélögum er mikil
upplifun og skapar skemmtilegar
minningar.“
Forsetafrúin á Bessastöðum
Markmið Enable er að hvetja fólk
í þessum fimm áðurnefndu mark-
hópum að stíga skrefið og skapa sér
eigin starfsvettvang. Innflytjendur
er einn þessara hópa og var forseta-
frúin Eliza Reed valin sem dæmi um
innflytjanda sem náð hefur langt.
Forsetafrúin bauð ráðstefnugestum til
móttöku á Bessastöðum sem hjálpaði
örugglega til við að gera ferðina til
Íslands ógleymanlega.
„Einn partur af þessu verkefni tengist
innflytjendum og er okkur ætlað að
kynna slíka frá hverju landi. Mark-
miðið er það sama, að sýna sterka ein-
staklinga sem tilheyra áðurnefndum
hópum og gera það þannig að þeir
gætu verið öðrum hvatning til dáða.
Ég fékk samþykki frá tveimur konum,
sem falla undir þennan lið, forseta-
frúin okkar Eliza Reed er önnur
þeirra og hin er Fida Abu, með fyrir-
tækið geoSilica hér á Suðurnesjum.
Ég ræddi við forsetafrúna um þetta
verkefni og tók hún vel í þessa sam-
vinnu, í framhaldi af því mun ég taka
viðtal við frú Elizu Reed á myndbandi
sem verður svo kynnt á ráðstefnunni
í Finnlandi í desember. Ég óskaði eftir
því að koma með ráðstefnuhópinn
til Bessastaða vegna þessa verkefnis
og var okkur vel tekið þar. Boðið var
upp á kaffi og kleinur, dásamlega
heimilislegt og íslenskt,“ segir Han-
sína og bætir við: „Við erum að leita
að ungu fólki sem hefur stofnað sín
eigin fyrirtæki og lukkast vel. Gaman
væri ef einhverjir ungir að Suður-
nesjamenn kæmu sér í samband við
mig í tengslum við þetta verkefni en
netfangið mitt er hansina@sfsradgjof.
is. Á fyrsta fundi Enable í Litháen
síðastliðið sumar var kynntur til leiks
frábær aðili sem heitir Arnar Helgi
Lárusson, Suðurnesjamaður, sem er
faðir, eiginmaður, íþróttamaður og
sjálfstæður atvinnurekandi en hann
er í hópi fatlaðra einstaklinga sem
hafa náð að láta drauma sína rætast.
Arnar Helgi er flott fyrirmynd þeirra
sem gefast ekki upp.“
Smiðjuvegur 11, 200 Kópavogur, sími 571 3770, pall@sauna.is, www.sauna.is
Uppsettir klefar í nýjum og glæsilegum
sýningarsal að Smiðjuvegi 11.
Infrarauðir klefar sem eru fljótir að hitna
CarbonFlex hitarar tryggja jafna hitadreifingu
Slökun og afeitrun (detox) á þægilegan máta
Innbyggt hljóðkerfi og lýsing
Hitarar í gólfi
Eins og tveggja manna klefar eru til á lager
Einfaldir í uppsetningu og taka lítið pláss
Það er vaxandi samkeppni
um hvert starf sem nú
þegar er til, fjölmörg störf
eru að hverfa og ný að
verða til vegna tækni-, lífs-
tíls- og neyslubreytinga ...
Ráðstefnugestir funduðu og gistu á Lighthouse Inn í Suður
nesjabæ.
Forsetafrúin Eliza Reed tók vel á móti hópnum.
11MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 3. október 2019 // 37. tbl. // 40. árg.MANNLÍF Á SUÐURNESJUM