Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.10.2019, Page 18

Víkurfréttir - 03.10.2019, Page 18
Störf við hreinsun í flugskýlinu í Keflavík Viðhaldsstöð okkar í Keflavík leitar að starfsfólki í hreinsunarstörf. Annarsvegar er um að ræða störf við þrif flugvéla að innan og húsnæðis. Vinnutíminn er 07:45-15:45. Hinsvegar er um að ræða vaktavinnu við hreinsun í skýli, á íhlutum og flugvélum. Unnið er aðra vikuna 7:45-15:45 mán-fös og hina vikuna 16:00-1:00 mán-fim. Hæfniskröfur: | Sjálfstæð vinnubrögð | Aldurstakmark 18 ár Nánari upplýsingar veitir: Sveina Berglind Jónsdóttir, mannauðsstjóri sveinaj@icelandair.is Umsóknir óskast fylltar út á heimasíðu Icelandair, www.icelandair.is/umsokn, fyrir 9. október 2019. Veiði báta fremur dræm í september Þá er enn einn mánuðurinn kominn á enda og er það september, frekar óvenjulegur september. Í það minnsta hjá línubátunum. Iðulega þá hefur september verið nokkuð góður aflamánuður hjá þeim en í þetta skipti var veiði bátanna frekar dræm. Engin mokveiði. Bara sem dæmi að þá var enginn bátur að 15 tonnum sem náði yfir 10 tonn í einni löndun og eru þá líka bátar utan Suðurnesjanna taldir með. Ekki eru allar lokatölur komnar inn þegar þetta er skrifað en þá var staðan þannig að Páll Jónsson GK og Jóhanna Gísladóttir GK voru saman með sitthvor 355 tonn. Sturla GK 342 tonn, Sighvatur GK 341 tonn, Fjölnir GK 334 tonn. Sturla GK hefur fengið sinn afla í sex róðrum sem er frekar mikið og mest aðeins 67 tonn í einni löndun sem er frekar lítið miðað við hvað báturinn hefur komið mest með í land. Veiðar dragnótabáta var nokkuð góð. Siggi Bjarna GK með 195 tonn í sautján róðrum. Benni Sæm GK 170 tonn í 17 róðrum. Maggý VE 96 tonn í 15 róðrum en báturinn landaði mestu af afla sínum í Grindavík og Sandgerði. Sigurfari GK nýi með 88 tonn í 14 róðrum. Það má geta þess að Siggi Bjarna GK og Benni Sæm GK eru það sem kallað er bugtarbátar sem þýðir að þeir mega veiða inn í Faxaflóa. Aðalbjörg RE er líka þannig bátur og fiskaði Aðalbjörg RE mjög vel, var með 164 tonn í 13 róðrum en landaði öllum aflanum sínum í Reykjavík. Annars er þessi pistill skrifaður frá Akureyri, fór þangað með hand- knattleikslið sem var að spila þar. Hægt er að finna mjög margar teng- ingar við Akureyri og Suðurnesin. Á Akureyri er mjög öflug skipa- smíðastöð og slippur og á árum áður þá voru mjög margir bátar, flestir stálbátar eru smíðaðir þar en þar var líka skipasmíðastöðin Vör sem meðal annars smíðaði marga 30 tonna eikarbáta, og nokkrir þeirra voru lengi gerðir út frá Keflavík og Sandgerði, t.d Sæljón RE, Eyvindur KE, Reykjarborg RE, Haförn KE svo dæmi séu tekin. Í Slippnum á Akureyri voru þrjú skip þar stærst sem voru smíðuð og nokkuð merkilegt er að tvö þeirra tengdust Sandgerði ansi mikið. Hér skal fjallað um fyrra og síðan verður fjallað um seinna skipið. Árið 1975 kom til Sandgerðis togar- inn Guðmundur Jónsson GK 475 en hann var smíðaður á Akureyri fyrir Rafn Hf sem þá var mjög stórt útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki í Sandgerði. Guðmundur Jónsson GK var þannig útbúinn að hann stundaði loðnuveiðar og landaði meðal annars loðnu í Sandgerði og samkvæmt aflaskýrslum sem ég hef séð þá kom hann með í kringum 820 tonn í einni löndun af loðnu og á þeim tíma var þetta mjög mikið magn. Þessi togari var því miður ekki gerður lengi út frá Sandgerði því hann var seldur til Vestmannaeyja árið 1978 og fékk þar nafnið Breki VE og var gerður út með því nafni í hátt í þrjátíu ár. Það má geta þess að það var Sandgerðingur sem var lengi skipstjóri á bátnum, Magni Jóhannsson, sem í dag á smábát sem heitir Tjúlla GK. Faðir minn, Reynir Sveinsson, myndaði Guðmund Jónsson GK þegar hann kom til Sandgerðis árið 1975 og fylgir myndin hér með. Að lokum, í síðasta pistli var að- eins fjallað um Tomma á Hafnar- berginu RE og þar var sagt að hann héti Tómas Tómasson en rétt nafn er Tómas Sæmundsson. Er beðist velvirðingar á þessum ruglingi. AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is AFLA FRÉTTIR Minningarorð Grétar Einarsson (f. 11/10 ‘64, d. 16/9 ‘19) frá Old Boys Keflavík-Víðir Markaskorarinn mikli Grétar Einarsson er fallinn frá. Það er gríðarleg eftirsjá í því fyrir okkur eldri knattspyrnumenn Keflavíkur og Víðis. Grétar var afgerandi maður að kynnast og jafnvel þótt hann væri grjót- harður á velli var ávallt stutt í grínið og jákvæðnina. Grétar var einmitt maður af þeim toga sem átti erfitt með að leggja frá sér ástríðuna sem felst í því að leika knattspyrnu, jafnvel þótt aldurinn og þyngdaraflið sé farið af hafa örlítil meiri áhrif á leikinn. Við félagar hans í flokki „eldri drengja“ (Old Boys), sem nú erum fjörutíu talsins, hittumst vikulega til þess að deila þessari ástríðu, gleði og umhyggju sem fylgir að vera hluti af góðum hópi. Það eru forréttindi að geta það og það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast Grétari í þessu umhverfi sem hann unni sér svo vel í. Eftir farsælan knattspyrnuferil í deild hinna bestu á Íslandi átti Grétar góðar stundir í þessum hópi eldri drengja. Þar átti hann meðal annars þátt í að skila heim þremur Íslandsmeistaratitlum, þar á meðal tveimur titlum í hópi 50 ára og eldri. Grétar var mikill markaskorari og sigurvegari í hugarfari. Hann var einnig góður félagi og vék sér aldrei undan því að taka að sér önnur hlut- verk ef á þurfti að halda. Okkur er það sérstaklega minnisstætt þegar Grétar tók að sér markmannshlut- verkið í forföllum aðalmarkmannins og á ögurstund í Íslandsmóti 50+ hópsins sem á endanum skilaði liðinu Íslandsmeistaratitli. Við félagar hans í þessum hópi sjáum nú á eftir Grétari sem er þriðji leikmaðurinn í hópi okkar sem fellur frá, á eftir þeim Ragnari Margeirs- syni og Elís Kristjánssyni. Það er erfið hugsun og oft á tíðum óbæri- legt að sjá á eftir félögum sínum svo langt um aldur fram. En svona er lífið hverfult og minnir okkur á að njóta hverrar stundar með þeim sem við kjósum að lifa með. Við „Old Boys-arar“ munum minnast Grétars og annarra vina okkar með þeim hætti sem sameinar okkur alla, en það er ástríðan fyrir fótboltanum. Blessuð sé minning þessa góða drengs. f.h. eldri drengja Keflavíkur-Víðis Sigurður Garðarsson. BEST HJÁ GRINDVÍKINGUM Á FALLÁRI Útför Grétars Einarssonar, fv. knattspyrnumanns, var gerð frá Útskálakirkju síðastliðinn föstudag. Fjölmennt var í útförinni og bekkir Útskálakirkju þétt setnir. Þá var hægt að fylgjast með útsendingu frá útförinni í Miðgarði í Gerðaskóla og á síðunni Garðmenn og Garðurinn á Facebook. Þorsteinn Grétar Einarsson var fæddur 11. október 1964 í Silfurtúni í Garði. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 16. september 2019. Grétar giftist Erlu Dögg Gunnarsdóttur (f. 19. ágúst 1967) þann 30. júní 2008. Börn Grétars og Erlu eru Sunna Rós (f. 14. janúar 1987)hennar maki er Svavar Ingi Lárusson (f. 30. desember 1994) sonur þeirra er óskírður Svavarsson (f. 31. ágúst 2019). Ásgeir (f. 4 ágúst 1995) og Árni Gunnar (f. 7. janúar 1997) kærasta hans er Olivia Anna Canete Apas (f. 28. ágúst 2001). Sr. Sigurður Grétar Sigurðsson jarð- söng. Organisti var Arnór Vilbergsson. Arnar Dór Hannesson og Lísa Einars- dóttir sungu einsöng. ÚTFÖR GRÉTARS EINARSSONAR FRÁ ÚTSKÁLAKIRKJU FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 20:30 Á HRINGBRAUT OG VF.IS magasínS U Ð U R N E S J A 18 ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.