Víkurfréttir - 03.10.2019, Blaðsíða 14
Tilgangur Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja er að styrkja menningar-,
atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Suðurnesjum. Uppbyggingar-
sjóður er samkeppnissjóður, auglýst er reglulega eftir umsóknum
og þær metnar út frá reglum sjóðsins. Styrkveitingar miðast við
árið 2020.
Opnað verður fyrir umsóknir fimmtudaginn 3. október
og er umsóknarfrestur til miðnættis 27. október.
Sótt er um á rafrænni umsóknargátt island.is en tengil er að finna
á vefsíðu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sss.is.
Á vefsíðunni sss.is má einnig kynna sér úthlutunarreglur sjóðsins
og Sóknaráætlun Suðurnesja. Auk þess er á síðunni leiðbeinandi
myndband fyrir umsækjendur.
Einnig er hægt að hafa samband við Björk Guðjónsdóttur,
verkefnastjóra á netfangið bjork@sss.is eða í síma 420 3288.
UPPBYGGINGARSJÓÐUR
SUÐURNESJA
AUGLÝSIR EFTIR
STYRKUMSÓKNUM
Andri Sævar Arnarson
er 16 ára, metnaðar-
fullur nemi í FS sem
segir hressleika vera
besta eiginleika í
fari fólks. Við tókum
púlsinn á Andra sem
er FSingur vikunnar
að þessu sinni.
Á hvaða braut ertu?
Íþrótta- og lýðheilsubraut.
Hvaðan ertu og hvað ertu
gamall? Ég er sextán ára,
fæddur og uppalinn í Keflavík.
Hver er helsti kostur FS?
Hann er staðsettur á Suður-
nesjum.
Hver eru áhugamálin þín?
Hreyfing og leiklist.
Hvað hræðistu mest?
Ísabellu Lind.
Hvaða FS-ingur er líklegur
til þess að verða frægur og
hvers vegna? Sindri Gylfason,
vegna þess að hann er svo snið-
ugur.
Hver er fyndnastur í skól-
anum? Alexander Máni.
Hvað sástu síðast í bíó?
IT: Chapter 2.
Hvað finnst þér vanta í mötu-
neytið? Sjálfsala.
Hver er helsti gallinn þinn?
Að taka ákvarðanir.
Hver er helsti kostur þinn?
Ég hef mikinn metnað.
Hvaða þrjú öpp eru mest
notuð í símanum þínum?
Instagram, Snapchat og Safari.
Hverju myndir þú breyta ef
þú værir skólameistari FS?
Setja sjálfsala í matsalinn.
Hvaða eiginleiki finnst þér
bestur í fari fólks?
Hressleikinn.
Hvað finnst þér um félags-
lífið í skólanum?
Það er ágætt.
Hver er stefnan fyrir fram-
tíðina?
Að verða leikari eða þjálfari.
Hvað finnst þér best við að
búa á Suðurnesjum?
Stutt í allt, stutt upp í flugstöð,
stutt á æfingar, stutt í bæinn.
Nemendur 7. bekkjar
Sandgerðisskóla mót-
mæla hringtorgi
Nemendur í 7. bekk Sandgerðisskóla hafa sent bæjaryfirvöldum í
Suðurnesjabæ erindi þar sem því er mótmælt að byggt verði upp
hringtorg á gatnamótum Hlíðargötu og Austurgötu í Sandgerði. Lagt
er til að þeir fjármunir sem ætlaðir eru til verkefnisins verði notaðir í
aðrar framkvæmdir, eins og hjólreiðastíg á milli Garðs og Sandgerðis.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið og
fagnar því að ungt fólk í Suðurnes-
jabæ láti málefni sveitarfélagsins
sig varða. Þeim ábendingum sem
koma fram í erindinu er vísað til
umfjöllunar í ungmennaráði Suður-
nesjabæjar.
Ákvarðanir um framkvæmdir hvers
árs eru teknar í upphafi þess og
var það ákvörðun bæjarstjórnar að
ráðast í gerð hringtorgsins sem er
aðgerð sem eykur umferðaröryggi.
Þá er rétt að benda á að fram-
kvæmdir við hringtorgið er fyrsta
skrefið að því að gera svæðið við
Sandgerðiskirkju snyrtilegra en það
skiptir máli þar sem um það svæði
fara margir gestir sem eiga erindi í
sveitarfélagið. Þá er rétt að benda á
að þegar er búið að samþykkja að
gera göngu- og hjólreiðastíg milli
Garðs og Sandgerðis og munu fram-
kvæmdir við hann hefjast á næstu
mánuðum.
HÖ
NN
UN
: V
ÍK
UR
FR
ÉT
TIR
Auglýsing um útboð á rekstri
tjaldsvæðis við Austurveg í Grindavík
Grindavíkurbær auglýsir til leigu aðstöðu og rekstur tjaldsvæðis í Grindavík í fimm ár, eða frá 1. mars
2020. Gert er ráð fyrir að leigutaki taki við aðstöðunni og sjái um allan daglegan rekstur svæðisins
og umhirðu, ásamt markaðssetningu þess.
Ætlast er til að bjóðendur kynni sér vel allar aðstæður á staðnum. Boðið er upp á vettvangsskoðun
mánudaginn 14. október kl. 13:00. Tilboðsfrestur er til kl. 11.00, mánudaginn 28. október 2019.
Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Grindavíkurbæjar, Víkurbraut 62, Grindavík, kl. 11.00 þann
28. október að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
Þeir sem áhuga hafa á að gera tilboð í leigu tjaldsvæðisins geta nálgast útboðsgögn með því
að senda beiðni um gögn á netfangið kristinmaria@grindavik.is. Veittur er fyrirspurnarfrestur til
kl. 11.00 þann 21. október 2019.
Öllum fyrirspurnum verður svarað skriflega til þeirra sem tekið hafa gögn.
Tilboði skal skila í lokuðu umslagi þannig merktu:
„ÚTLEIGA Á REKSTRI TJALDSVÆÐISINS Í GRINDAVÍK - TILBOÐ"
Á umslaginu skal koma greinilega fram nafn og heimilisfang tilboðsgjafa.
Tilboð skulu send til:
Grindavíkurbær, Víkurbraut 62, 240 Grindavík.
Nánari upplýsingar gefur Kristín María Birgisdóttir,
upplýsinga- og markaðsfulltrúi, í síma 420 1100
eða netfang kristinmaria@grindavik.is
Áskilinn er réttur til að hafna öllum tilboðum. Öllum tilboðum verður
svarað skriflega eftir að ákvörðun bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar
liggur fyrir.
HAUSTDAGAR 3.-7. OKTÓBER
FULLAR BÚÐIR OG VEITINGASTAÐIR MEÐ SPENNANDI HAUSTTILBOÐ Á GÓÐU VERÐI
14 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 3. október 2019 // 37. tbl. // 40. árg.
Uppáhalds...
...kennari?
Andrés.
...skólafag?
Dans.
....sjónvarpsþættir?
Brooklyn nine nine.
...kvikmynd?
Baby driver.
...hljómsveit?
KALEO.
...leikari?
Jim Carrey.