Víkurfréttir - 03.10.2019, Blaðsíða 6
Nýr Vörður fékk góðar móttökur í Grindavík
Nýr Vörður ÞH 44 kom til Grindavíkurhafnar í síðustu viku að viðstöddu
fjölmenni. Um er að ræða eitt af sjö systurskipum sem norsk skipasmíða-
stöð smíðar fyrir íslenskar útgerðir. Vörður er í eigu Gjögurs hf sem er
með heimilisfesti í Grenivík en bæði hafa Vörður og Áskell, sem eru ísfisk-
togarar í eigu fyrirtækisins verið gerðir út frá Grindavík til margra ára.
Um borð í Verði ÞH var um helm-
ingur áhafnar, eða sex manns sem
sáu um að koma skipinu til landsins
frá Noregi. Eftir að Vörður hafði lagt
að bryggju fór tollgæslan um borð,
lögum samkvæmt. Á meðan gæddu
gestir sér á veglegum veitingum
sem í boði voru í tjaldi sem komið
hafði verið upp á bryggjunni í tilefni
komunnar.
Séra Pálmi Matthíasson, sóknar-
prestur blessaði skipið og sagði
m.a. við það tilefni að fyrirtækið
Gjögur hafi verið lífæðin bæði í
sjávarútveginum á Grenivík og í
Grindavík. Það hafi verið sterkur
hópur sem stofnað hafði Gjögur á
sínum tíma.
Þá vék hann að nafni skipsins, Vörður.
Það er sá sem vakir og sá sem verndar
og sá sem leggur öðrum lið. „Og ég
vona og bið þess að þessi Vörður megi
á sama hátt vera vörður og verndari
þeirra sem á honum sigla,“ sagði
Pálmi áður en hann blessaði skipið og
beindi orðum sínum síðan að Þorgeiri
Guðmundssyni, skipstjóra og óskaði
honum og áhöfn hans velfarnaðar á
komandi tímum.
Ingi Jóhann Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Gjögurs var að vonum
ánægður með nýja skipið. Þrátt fyrir
að eldri Vörður hafi ekki verið orðið
gamalt skip þá sagði hann að með
nýju skipi væri verið að fylgja þeirri
framþróun sem hafi orðið í sjávar-
útvegi á Íslandi auk þess sem kröfur
markaðarins kalli á ný og öflugri skip.
Texti af vef Grindavíkurbæjar.
Ljósmyndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Grindavíkurhöfn fær innsiglingarbauju í ytri rennu
Í langan tíma hefur engin bauja verið við endann á
ytri innsiglingu Grindavíkurhafnar. Hafnasvið Vega-
gerðarinnar hefur fundið bauju sem er hönnuð til þess
að vera á svæði þar sem er grunnt og mikil ölduhæð.
Hafnarstjórn Grindavíkurhafnar vill leita allra leiða við
uppfylla ýtrustu kröfur um öryggi allra skipa á leið inn
og út úr höfn í Grindavík. Hafnarstjórn hefur því óskað
eftir viðauka allt að fjórum milljónum á fjárhagsáætlun
2019 til endurnýjunar á bauju við innsiglingu.
Bæjarráð Grindavíkur leggur til við bæjarstjórn að
samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2019 að
fjárhæð 4.000.000 kr. sem fjármagnaður verði með
lækkun á handbæru fé.
Um borð í hafnsögubáti Grindavíkurhafnar
í innsiglingunni til Grindavíkur. VF-mynd: Hilmar Bragi
VILTU REKA TJALDSTÆÐI Í GRINDAVÍK?
Grindavíkurbær hefur auglýst til leigu aðstöðu og rekstur tjaldsvæðis í
Grindavík næstu fimm ár, eða frá 1. mars 2020. Gert er ráð fyrir að leigu-
taki taki við aðstöðunni og sjái um allan daglegan rekstur svæðisins og
umhirðu, ásamt markaðssetningu þess. Tilboðsfrestur er til mánudagsins
28. október nk.
Í auglýsingu segir að áskilinn sé réttur til að hafna öllum tilboðum. Jafnframt
að öllum tilboðum verði svarað skriflega eftir að ákvörðun bæjarstjórnar
Grindavíkurbæjar liggur fyrir.
Tjaldstæðið í Grindavík.
Mynd af vef Grindavíkurbæjar.
hafnargötu 29 / sími 421 8585
opið: 11-18 virka daga og laugardaga 11-16
20%
afsláttur af öllum skóm
á haustdögum 4.-8. október 3.–7.
F I M M T U D A G S K V Ö L D K L . 2 0 : 3 0 Á H R I N G B R A U T O G V F . I S
magasínS U Ð U R N E S J A
Rúnturinn
Heimsókn
í Þekkingarsetrið
Einnig sjósund og menning
á Garðskaga í þætti vikunna
r!
með Ævari bílasala
Þorgeir
Guðmundsson,
skipstjóri.
6 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 3. október 2019 // 37. tbl. // 40. árg.