Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.10.2019, Side 8

Víkurfréttir - 03.10.2019, Side 8
Kiwanisbangsinn hefur veitt börnum huggun í 25 ár Á mynd sem tekin var í september 1994 sést Björn Herbert Guðbjörnsson, þáverandi formaður styrktar- nefndar Kiwanisklúbbsins Keilis, afhenda Gísla Viðari Harðarsyni, formanni Rauðakrossdeildarinnar á Suðurnesjum, 100 bangsa til þess að hafa í öllum sjúkrabílum deildarinnar. Björn Herbert sagði við þetta tækifæri að bangsarnir væru handa börnum sem þurfa að fara með sjúkrabíl og að Kiwanisklúbburinn Keilir myndi halda þessu verkefni áfram og afhenda nýja bangsa reglulega. Þetta var fyrsta bangsaafhendingin í sjúkrabifreiðir á Suðurnesjum. Kiwanisklúbburinn Keilir hefur staðið við þetta loforð sitt og er afhending á böngsum orðinn fastur liður sem styrktarverkefni klúbbsins. Bangsinn hefur fengið nafn og er nefndur Ævar í höfuðið á Ævari Guðmundssyni sem var einn af stofnfélögum klúbbsins en hann lést árið 2008. Í dag er Ævar inni á tékklista þegar farið er yfir nauðsynlegan búnað sem þarf að vera til staðar í sjúkabílum hjá Bruna- vörnum Suðurnesja. Á dögunum afhenti Einar Már Jó- hannesson, formaður styrktarnefndar Keilis, nýjan skammt af Ævari bangsa til Brunavarna og var myndin tekin við það tækifæri. Fyrir hönd Kiwanisklúbbsins Keilis, Björn Kristinsson. Starfsmannafélag Lögreglunnar á Suður- nesjum gaf spjaldtölvur Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á sér öfluga bakhjarla á Suðurnesjum. Heilsugæslunni barst nýverið höfð- ingleg gjöf frá starfsmannafélagi Lögreglunnar á Suðurnesjum. Um er að ræða þrjár Lenovo-spjaldtölvur í hulstrum, sem ætlaðar eru til að stytta börnum stundir. Gjöfin var keypt fyrir fjármuni sem söfnuðust á páskabingói sem haldið var fyrir starfsfólk og fjölskyldur þeirra. „Starfsfólk og stjórnendur HSS þakka lögreglufólki og fjölskyldum þeirra innilega fyrir gjöfina sem mun nýtast yngstu skjólstæðingum stofnunar- innar vel,“ segir í tilkynningu. Frá afhendingu gjafarinnar frá starfsmannafélagi Lögreglunnar á Suðurnesjum. VF-mynd: Hilmar Bragi Nemendur í 7. bekk Gerða- skóla í Garði héldu tombólu á dögunum og gáfu skamm- tímavistuninni Heiðarholti andvirðið eða 34.659 kr. Eyrún forstöðumaður tók mynd af hópnum við þetta tækifæri og þakkar nemendum fyrir gjöfina sem á eftir að koma sér vel en ætlunin er að kaupa spjaldtölvu sem hægt er að nýta í starfi Heiðarholts. Nemendur í 7. bekk Gerðaskóla færa Heiðarholti gjöf SÉREFNI EHF LEITA AРSAMSTARFSAÐILA Á SUÐURNESJUM MEÐ UMBOÐSSÖLU Á HÚSA- MÁLNINGU OG STOÐ- VÖRUM Í HUGA SÉREFNI SÉRHÆFA SIG Í GÆÐAVÖRUM FRÁ NORDSJÖ OG SIKKENS, ÁSAMT ÝMSUM VÖRUM FRÁ FLEIRI BIRGJUM, SBR. HEIMASÍÐU FYRIRTÆKISINS. MIKIL EFTIRSPURN ER EFTIR VÖRUM SÉREFNA Á REYKJAVÍKURSVÆÐINU, BÆÐI MEÐAL MÁLARA OG ALMENNINGS, OG ÞVÍ VILJA SÉREFNI BJÓÐA LANDSBYGGÐINNI VÖRUR SÍNAR Í SAMSTARFI VIÐ HEIMAMENN. FYRIRKOMULAGIÐ HENTAR FYRIRTÆKJUM Í SKYLDUM REKSTRI AFAR VEL Við erum 50 ára og ætlum við að hafa opið hús hjá okkur og bjóða uppá kaffi og kökur föstudaginn 4. október að Iðngörðum 21 í Garði frá kl. 13 til 15. Allir velkomnir 50 ára afmæliskaffi á föstudaginn HÖ NN UN : V ÍK UR FR ÉT TIR 8 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 3. október 2019 // 37. tbl. // 40. árg.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.