Fréttablaðið - 12.10.2019, Síða 99

Fréttablaðið - 12.10.2019, Síða 99
ADHD, astmi, ofnæmi, þroskahamlaðir, blindir, sjónsker- tir, Crohn’s, Colitis, hreyfihamlaðir, einhverfir, heyrnarlau- sir, heyrnarskertir, lesblindir, lifrarsjúklingar, nýrnasjúkir, geðraskanir, geðfötlun, HIV, hjartasjúklingar, heilaskaði, flogaveiki, Parkinson, stam, talhömlun, málhömlun, ME, MG, MND, MS, lungnasjúklingar, sykursjúkir, endómetríó- sa, berklasjúklingar, brjóstholssjúklingar, psoriasis- og ex- emsjúklingar, stómi, tourette, kæfisvefn, Alzheimer, gig- tarfólk, slagsjúklingar, mænuskaddaðir, ADHD, astmi, ofnæmi, þroskahamlaðir, blindir, sjónskertir, Crohn’s, Co- litis, hreyfihamlaðir, einhverfir, heyrnarlausir, heyrnarsk- ertir, lesblindir, lifrarsjúklingar, nýrnasjúkir, geðraskan- ir, geðfötlun, HIV, hjartasjúklingar, heilaskaði, flogaveiki, Parkinson, stam, talhömlun, málhömlun, ME, MG, MND, ÞÉR ER EKKI BOÐIÐ! Með því að mæta ekki þörfum fatlaðs fólks er verið að úthýsa því úr samfélaginu.Bjóðum betur. Ég er búinn að vera bar­þjónn núna í fimm ár. Það var í raun fyrir einskæra tilviljun. Ég stundaði mikið staðinn Bar 11 þegar ég fór á djammið á þeim tíma. Hann var kannski ekki beint þekktur fyrir kokteila. En ég var mikið þar. Svo einn daginn spurði einn barþjónninn hvort ég vildi ekki prufa að vinna þarna, því þá vantaði einhvern á bar­ inn,“ segir Jónmundur Þorsteinsson, sigurveg­ ari World Class kokteila­ keppninnar á Íslandi. Jónmundur ákvað að slá til þótt hann vissi lítið um starf barþjónsins. „Maður lærði að skenkja bjór og þannig, en þegar ég var kominn með það allt á hreint byrjaði ég að kaupa mér nokkrar bækur og lesa mér meira til. Það var svo sem ekki mikil aðstaða þarna fyrir kokteila­ gerð þannig að ég fór að hugsa mér til f lugs.“ Jónmundur sótti um og fékk starf á veitingastaðnum Kopar í bláu húsunum við gömlu höfnina. „Þar lærði ég allan grunninn í kokteilgerð af frábærri stelpu sem heitir Natasha. Þar byrjaði þetta fyrst fyrir alvöru, ég fór að bæta mig og prufa mig áfram. Markmiðið var svo alltaf að verða nógu góður til að fara að vinna á Apótekinu. Það var draumurinn og ég fékk starf þar.“ Hefur unnið tólf keppnir „Mig langaði að sjá hvar ég stæði miðað við aðra barþjóna. Þannig að ég byrjaði að keppa og var orðinn f linkur í því. Ég hef unnið alls tólf keppnir hérna heima.“ Það er oft sagt að kokka langi ekki til að borða sinn eigin mat, en hvað pantar Jónmundur á barnum? Er hann sjálfur mikill kokteilamaður? „Ég er mjög líklegur til að panta mér gin og tónik eða Negroni. En ég kíki ekki oft á barinn, ég er venju­ lega á bak við hann.“ Hann segir það þó ekki algilt um barþjóna bæjarins. „Það eru reyndar margir barþjón­ ar sem eru þannig að ef þeir eru ekki að vinna þá eru þeir að djamma. Ég er lítið í því að sóa tímanum mínum í að vera þunnur, ég nenni ekki að standa í því. Ég er ekki lengur 21 árs, ég er alveg tvo daga að jafna mig ef ég fer eitthvað út,“ segir Jónmundur. Jónmundur rekur fyrirtækið Citrus ásamt Jónasi Heiðari Guðna­ syni. „Við reynum að vera góðar fyrir­ myndir fyrir strákana sem eru að vinna hjá okkur. Það er stranglega bannað að drekka á vaktinni, en það er ekki þannig alls staðar. En hver staður hefur bara sínar reglur. En við erum harðir á því til að geta veitt eins góða þjónustu og hægt er.“ Citrus er nokkurs konar veislu­ þjónusta, nema bara með kokteila. „Við mætum á svæðið og gerum kokteilana, það eina sem fólk þarf að gera er að kaupa áfengið. Stærsti viðburður sem við höfum séð um var tæplega 900 manns. En við getum líka séð um minni hópa. Við erum með nokkra ferðabari. Við hönnum svo kokteilaseðil í sam­ starfi við þann sem er að halda við­ burðinn. Svo hendum við í góða kokteila.“ Aldagamlar uppskriftir Hann segist gera margt til að bæta sig og fræðast í faginu. „Ég hef lesið fjöldann allan af bókum um kokteilagerð. Þá er ég meira að lesa mér til um brögð og hvernig þau vinna saman, frekar en uppskriftir. Við leggjum mjög mikla áherslu á að læra klassíska kok­ teila, það er alveg ástæða fyrir því að fólk er enn þá að panta kokteila eftir aldagömlum uppskriftum. Svo byggjum við uppskriftirnar oft á þeim grunni,“ segir Jónmundur. Þeir séu því aldrei að gera bara eitthvað út í loftið heldur byggi þeir drykkina oftast á þessum grunni sem þeir vita að virki. Jónmundur segir að það sé enginn einn kokteill sem honum finnist skemmtilegast að blanda. „Nei, í raun ekki. Mér finnst lang­ Besti barþjónn Íslands rær á ný mið Jónmundur Þorsteinsson keppti fyrir Íslands hönd í stærstu kokteilakeppni í heimi. Hann opnar fljótlega kokteilastaðinn Jungle í Austurstræti. Jónmundur og Jónas á Jungle, nýjum kokteilstað sem verður opnaður fljótlega í Austurstræti. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR Krækiberja Mule 45 ml Ketel One vodka 15 ml krækiberjalíkjör frá 64° Reykjavik Distillery 15 ml ferskur lime-safi Öllum hráefnum blandað saman í koparkönnu og fyllt af klaka. Svo toppað með engifer- bjór frá Thomas Henry. Ferskt og haustlegt tvist á einn vinsælasta kokteil landsins um þessar mundir. Skreytið með ferskri lime- sneið og sítrónu- blóðbergi ef vill. Basil Margarita 45 ml Don Julio Blanco tequila 20 ml ferskur lime-safi 25 ml Cointreau Þrjár gúrkusneiðar Fjögur basillauf Gúrkan og basil- íkan eru settar í kokteilhristara og kramdar í botn- inum (muddlaðar). Svo er restinni af hráefnunum bætt út í kokteilhristarann. Fyllið svo upp með klaka, hristið og sigtið í viskíglas. Skreytið með basillaufum og gúrku. skemmtilegast að gera marga kok­ teila í einu. Það er ákveðin kúnst að vera kannski á þrettán tíma vakt og vera að negla út eins mörgum drykkjum og þú getur en að gera það vel og af nákvæmni. Mér finnst ógeðslega skemmtilegt í hraðanum og keyrslunni. Svo hugsar maður eftir vaktina að þetta sé ástæðan fyrir því að maður er í þessu.“ Keppti við bestu barþjóna heims Jónmundur sigraði í World Class bar­ þjónakeppninni hér á Íslandi og fór svo út að keppa á alheims­ mótinu. „Ég held að f lestir bar­ þjónar á Íslandi vilji vinna þá keppni. Keppnin var haldin í fjórða skipti á Íslandi í ár. Keppnin úti er sú stærsta í heimi. Ég mun dæma í keppn­ inni á Íslandi á næsta ári en má svo taka þátt aftur eftir það. Maður má þó bara vinna tvisvar.“ Hann segir að vel hafi gengið í keppninni úti. Alls tóku 55 barþjón­ ar þátt, hvaðanæva úr heiminum. „Það var skrýtið að koma út og sjá hvað þetta er alveg risastórt dæmi, ég get ekki ímyndað mér hvað eru settir miklir peningar í að halda þetta. Keppnin byrjaði í Schidam í Hollandi, færðist svo til eyjunnar Skye og endaði í Glasgow. Þetta voru fimm mismunandi áskoranir.“ Keppendur ferðuðust á milli staða á einkaf lugvél. Allir kepp­ endurnir fengu að taka þátt í fyrstu fjórum áskorununum en bara átta efstu í lokaáskoruninni. „Því miður komst ég ekki í loka­ úrtakið í þetta skipti en stefni á það næst.“ Aðpurður segir Jónmundur að það séu sannarlega til stjörnur í bar­ þjónabransanum. „Það var voru alveg nokkrir bar­ þjónar sem ég vissi fyrir hverjir voru og voru að keppa. Fólk sem vinnur keppnina er svo mjög þekkt í veitingageiranum.“ Vildi stofna eigin kokteilabar Jónmundur segir að það hafi ekki hrúgast inn atvinnutilboð frá öðrum börum eftir að hann vann hérna heima, en það sé líklegast vegna þess að vitað var að hann var ánægður á Apótekinu. „Ég hef fengið nokkur tilboð á þeim tíma sem ég hef unnið á Apó­ tekinu. Það var í rauninni ekkert sem gæti fengið mig til að vilja færa mig. Ég var svo ótrúlega ánægður, þangað til að upp kom sú hugmynd að stofna eigið fyrirtæki.“ Hann segir Apótekið hafa verið f lottasta staðinn í þessum málum. Það gæti þó eitthvað verið að breyt­ ast þar sem Jónmundur er að fara að opna staðinn Jungle með Jónasi Heiðari. Staðurinn verður til húsa í Austurstræti þar sem Loftið var áður. „Rýmið heillaði okkur ótrúlega mikið. Þetta er ekki of stórt þann­ ig að við ráðum alveg við þetta. Það er samt enginn fjárfestir á bak við þetta. Við erum bara fimm barþjón­ ar sem lögðum þær fáu krónur sem við eigum í þetta. Okkur langaði að gera þetta sjálfir og höfum allir mikla ástríðu fyrir kokteilagerð.“ Hann segir að þeim hafi fundist vanta upp á persónulegri þjónustu á kokteilbörum. „Þegar þú kemur inn er þér vísað til borðs og síðan kemur einn af okkur fimm og tekur pöntun. Þann­ ig að þú færð til þín þjón sem veit allt um kokteilana. Það er algengt á börum í bænum að staðir ná ekki að halda í starfsfólkið sitt þannig að það er mikið um fólk sem hefur ekki mikla reynslu eða þekkingu.“ Loftið var þekkt lengi fyrir að bjóða ekki upp á bjór á dælu. Verður eitthvert kokteilasnobb á Jungle? „Nei, alls ekki. Við erum búnir að setja upp dælur. Við viljum bara að fólk geti pantað það sem það vill panta. Svo erum við með gott úrval af óáfengum kokteilum líka. Fólk getur haft alls konar ástæður fyrir að vilja ekki áfengi og við ætlum að sjá til þess að staðurinn verði líka fyrir það. Við viljum að staðurinn sé fyrir alla, hvort sem fólk langar í kokteila, bjór, vín eða óáfengt.“ steingerdur@frettabladid.is L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 59L A U G A R D A G U R 1 2 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 1 2 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :5 3 F B 1 0 4 s _ P 0 9 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 0 1 -C A B 0 2 4 0 1 -C 9 7 4 2 4 0 1 -C 8 3 8 2 4 0 1 -C 6 F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 0 4 s _ 1 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.