Freyja - 07.12.1928, Side 3

Freyja - 07.12.1928, Side 3
FREYJA 3 Til Jesandans. „Freyja“ heilir þeita blað, og vér vonum að það verði blað y ð ar, kæra frú, kæra ungfrú! Það flytur efni, sem konur af öllum stéttum, á öllum aldri, geta haft unun og gagn af — og þó er innihaldið svo fjölskrúðugt, að maður- inn yðar eða bróðir yðar, mun líka hafa ánægju af því, að grípa til Freyju eina kvöldstund. Útgefendurnir gera sér far um, að vanda svo til alls frágangs og efnisvals blaðsins, að það standi í engu að baki vönduðum erlendum blöð- um af sama tagi. Vér notum að eins valdar myndir, og öll myndamót vor eru sérstaldega búin til fyrir Freyju. Þetta hefir í för með sér koslnað, sem ekk- ert annað íslenskt blað sér sér fært að leggja út í, en það tryggir blaðinu það, að það þurfi ekki að láta sér lynda þær úrgangsmyndir, sem erlendar blaða- stofur rétta að því. Og vér trúum því, að vönduð blaðamenska þurfi aldrei■ að eiga erfitt uppdráttar, jafnvel ekki hér á okkar fámenna landi. Freyja kemur út vikulega, á föstudögum, og vér vonum, að útkomudagur Freyju verði á komandi tíma rauðletraður dagur í dagatali yðar, dagur, sem verður yður til ánægju, og heimili yðar til gagns. FEGURÐ OG VITSMUNIR. Aldrei hefir fegurö veri'ð eins eftirsótt af konum og nú á dögum, aldrei hefir fegurð verið eins almenn. Það sorglega er, hve stutt hún endist. Fegurðin er leigugóss; vitsmunir og skaps- munir eru fasteign. Einn góðan veðurdag er leigutíminn útrunninn, og fagra konan stendur slypp og snauð, þvi að hún hcfir aldrei hugsað um að afla sér þess, sem tim- ans tönn fær ekki grandað, þess, sem þrosk- ast með aldrinum: vitsmunanna. Fegurðin getur orðið bölvun þeim, scm ekki þora að horfast í augu við framtiðina. Aðdáendurnir flýja með fyrstu hrukkunni og leita nýrri og yngri aðdáunarefna. Ug spegillinn lýgur ekki. Vitsmunakonan, scm hefir tekið sér fyrir gagnlegt lifstarf, þarf aftur á móti engu að kviða á hausti æfinn- ar, enda þótt útlit hennar sé litilfjörlegt. Hún á þann fjársjóð, sem ekki eyðist. Vinir hennar eru þeir, sem kunna að meta dýpri manngildi, og þeir eru þvi stöðuglyndir, en ekki eins og fiðrildin, sem sjá að eins yfir- borðsfegurðina og flökta frá einu blómi til annars. Og ef þess þarf með, getur hún óhrædd mætt einverunni. Fegurðin er vara, sem þarf að selja með- an hún stendur hæst í verði. Vitsmunirnir halda sínu gildi þrátt fyrir hrukkur og grá hár. KINVERSK SPAKMÆLI Oft er slæmur eiginmaður góður faðir, en slæm eiginkona er aldrei góð móðir. Kona, sem kaupir sér hörundslit sinn, ætl- ar sér að selja hann aftur. Fegurð býr í augum karlmannsins, en ekki á kinnum konunnar. Enginn er blíðmáll við heiðvirða konu að nóttu til.

x

Freyja

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/1398

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.