Freyja - 07.12.1928, Page 4

Freyja - 07.12.1928, Page 4
4 E R E Y J A>. John Gilbert segir fra: „Hversvegna eg varð ástfangtnn af Gretu Garbo“. John Gilbert, sem hefir leikiS á móti Gretu Garbo í fjölmörgum kvikmyndum, setti smiðshöggið á samlíf þeirra nýlega, og gift- ist henni. í eftirfylgjandi línum, sem hann skrifar henni til lofs, sýnir hann, að hann er ekki síður undirorpinn áhrifum hennar i daglega lífinu, en á kvikmyndafletin- um: Stjörnubjartur næturhiminn í Sahara — lýsandi snjór fjallatindanna i aftureldingu — bjart skrautblóm í dimmgrænu frum- skógarþykni — Greta Garbo, ímynd hvers einstaks og allra. Hver fær skilið eðli henn- ar? Og ég þekki hana þó vel. Ég elskaði hana undireins og ég sá hana, en þó veit ég ekki enn meira um hana, en um öldurnar, sem ólga fram hjá baðstaðn- um, sem við vorum á — um vindinn, sem þýtur yfir trén. Þegar ég lék með henni í „Holdið og djöfullinn“, fann ég, hve inni- lega hún lifði í leiknum, hún var um leið ísköld og glóandi heit. Einn daginn kom hún alt of seint til myndatöku. Eg ætlaði að sækja hana, en þá kom hún ríðandi yfir sandhólana. „Fyrirgefið," sagði hún á bjag- aðri ensku, „ég var i „jazz“-boði i gær, ég varð að fara að synda í morgun, til þess að skola af mér alt kvöldið i gær.“ Hún hefir andstygð á samkvæmum og elskar kyrðina. Að ganga úti i náttúrunni i stormi og regni, að synda og riða sér til skemtunar, er hennar besta dægrastytting. Greta mun i leik sinum altaf verða konan — seiðandi, töfrandi. Slíkrar konu vegna steypa karlmenn sér umhugsunarlaust i glötun fyrir eitt augnatillit, eitt blítt orð. Einkennilegt er eðli þessarar konu frá skógiþöktum fjöllum Svíþjóðar. Karlmenn skilja hana aldrei — ef til vill skilur hún sig ekki sjálf —. Þannig mælir John. Annaðhvort er Greta svona tælandi í daglega lífinu, eða þá að þessi skáldlegi óður ektamakans er ritað- ur í auglýsingaskyni. Og er það líklegra.

x

Freyja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyja
https://timarit.is/publication/1398

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.