Freyja - 07.12.1928, Blaðsíða 5
FREYJA
5
Siznson hinn hagi d ísafirði.
Það er ekki ósjaldan, að útlendingar,
sem hafa lifað töluverðu flakkaralífi,
verða að lokum innlyksa hér á íslandi
— og una vel hag sínum. Margir þessara
manna eru fjölhæfir og færir á marga
hluti, menn, sem ætla mætti, að ættu al-
staðar heima, nema á íslandi, í strjálbýl-
inu og viðburðaleysinu. Einn hinna fjöl-
hæfustu erlendra manna, sem hafa tekið
aðsetur sitt hér, er Martinius Simson,
sem nú er ljósmyndari á ísafirði.
Hagleiksmenn hafa löngum verið i há-
vegum hafðir hér á landi; en þeir eru
óðum að hverfa eða horfnir, má segja.
Erlend vélaframleiðsla ryður sér inn á
hvert islenskt heimili, og hagleikurinn
byggist einmitt á því, að sein minst sé
til af efnum og verkfærum, og eru þá
hugvit einstaklingsins, rekadrumbar og
ryðgaður hnífkuti ein um að framleiða
einhvern dýrindis hlut.
Myndir þær, sem vér flytjum hér, eru
af myndastyttu, sem Simson hefir gjört
nýlega, eftir liinni alkunnu mynd „Ekko“,
og sett upp fyrir framan hús sitt á ísa-
firði. Mj-ndin er gerð með hinum allra
einföldustu verkfærum ,og efniviðurinn
í henni er — gamlir umbúðakassar! En
Simson er margt fleira til lista lagt, en högg-
myndalistin. Hann er ágætur og framsýnn
ljósmyndari, að því er oss er sagt, en aðal-
starf sitt hefir hann int af hendi sem cirkus-
leikari á öllum sviðum. Það starf varð hann
auðvitað að leggja á hilluna, þegar hann sett-
ist að hér á íslandi í stríðsbyrjun.
Vér höfðum heyrt, að margt hefði borið
á daga Simsons á cirkus-æfi hans, sem væri
í frásögur færandi, og sendum því tiðinda-
mann vorn á hans fund, til þess að fregna
um nokkur æfiatriði hans. Munu lesendur
vorir oss sammála um, að fáir menn hér á
landi hafi lifað jafn viðburðaríku og fjöl-
breyttu lífi — enda þótt hann hafi ekki
borið gull né gimsteina úr býtum.
En vér veitum Simson sjálfum orðið:
„Það er mér annað en hægðarleikur að
segja æfisögu mína, því að svo margt mis-
jafnt hefir borið fyrir mig, bæði gott og ilt,
og eg lifði reglulegu flakkaralífi, þangað til
eg settist að hér á ísafirði. Eg er fæddur á
Norður-Jótlandi, og átti faðir minn þar bú-
garð. Þangað á það rót sina að rekja, að mér
er illa við stórborgalífið og vil helst altaf
lifa sem næst náttúrunni. Eg var ólikur stall-
bræðruin minum í barnæsku, og dundaði
jafnan við ýmislegt, sem drengir á því reki
eru ekki vanir að fást við.
En þýðingarmesti viðburðurinn á æsku-
árum mínum var það, þegar eg sá cirkus i
fyrsta sinni. Þeir komu þar með tjöld sín,
fáránlega málaðir og búnir, og slógu trumb-
ur og blésu lúðra innan um sæg af fáséðum,
æfintýralegum dýrum. Alt þetta andrúms-
Ioft cirkus-leiksins greip undireins hug minn
fanginn; eftir sýninguna skundaði eg til
cirkus-stjórans og — viti menn! Með frekj-
Framh. á bls. 14.