Freyja - 07.12.1928, Side 7

Freyja - 07.12.1928, Side 7
FREYJA 7 M I L I Ð. Skrítlur. H E I Daglegan mat má gera lystugri og bragðbetri á ýmsan hátt, án mikils kosfn- aðarauka, en þaS kostar oftast nær ofurlítið ómak, því að það er erfiðara að búa til ó- dýran og þó góðan mat, en dýra, fína rétti. Vér flytjum hér uppskriftir að tveimur ó- dýrum réttum, sem hver hús- móðir getur búið til vanda- laust. Fisksúpa og þyrsklingur á nýjan hátt. Einn vænn þyrsklingur, 2 litrar vatn, salt, súpujurtir, gulrætur, smjör(líki) 50 gr., hveiti 2 matsk., rifinn harð- ur ostur. í sósuna: Hveiti 10 gr., 2 eggjarauður, 50 gr. smjör. Fiskurinn er hreinsaður og skafinn vel og síðan soðinn. Er iátinn sjóða í 5 mín. og „trekkja“ í vatninu í aðrar 5 mín. Síðan er soðið sett yfir og í það súpujurtir og smá- skornar gulrætur; þegar það er fullsoðið, er hveitijafningn - um helt í, og svo smjörið (eða smjörlikið) í smábitum og hrært vel í á meðan. í sósuna er hrærður jafn- ingur úr hveitinu og vatninu, hann soðinn í 5 mín. (hræra vel í á meðan!) og síðnn blandað í jafninginn eggja- rauðunum, sem hafa verið slegnar saman við ofurlítið af fisksúpunni. Örfáir sitrónu- dropar bæta sósuna. Þegar fiskurinn er borinn fram, er sósunni helt yfir hann á fatinu og kartöflum raðað í kring. Brauðbúðingur. 100 gr. rúgbrauð, 100 gr. smjörlíki, 200 gr. mjólk, 3 egg, 1 pund epli, 25 gr. möndlur, ein bitur mandla, 100 gr. syk- ur. Skorpan er skorin af brauð- inu,-og það er bleytt í mjólk- inni, smjörlíkið er brætt, brauðið kreist upp úr mjólk- inni, og það hvorttveggja bak- að saman og þynt með afgang- inum af mjólkinni; síðan er deigið kælt, hrært saman við eggjarauðurnar eina i einu. Hvíturnar eru barðar i stinna froðu og hrært í deigið. Eplin eru skræid, skorin í smástykki og soðin með sykrinum og of- urliflu vatni, lögð í vel smurt gratin-form, deigið þar ofan á. Búðingurinn er síðan stráður með steyttum möndlum . og bakaður í %—1 klst. Hvar voruð þér í sumarfríinu? Eg var á bæ einum uppi í Borg- arfirði. Fenguð þið góðan mat? Svona la-Ia. Fyrst drapst lamb hjá bóndanum, og þá fengum við kjötsúpu i viku. Svo drapst kálf- ur, og við fengum kálfasteik í tíu daga. En siðast dó niðursetnings- kerling á bænum, — þá varð eg hræddur og fór. Húsráð. Tau, sem litað er svart, vill oft verða gráleitt eftir litun- ina. Ef biandað er saman 1 hluta af dökkbláum og 2 hlut- um af svörtum lit, verður tau- ið djúpsvart. Myglu-blettir hverfa, ef þeir eru þvegnir úr súrri mjólk. Vín-blettum má ná úr í sjóð- heitri mjólk. Ef mjólkin verður söng, skal setja ílátið í kalt saltvatn i nokkrar mínútur. Hverfur þá sengjubragðið. Ryðbletti í fötum skal þvo úr sitrónusafa og setja fatið síðan út í sólina. Ef blettur- inn hverfur ekki alveg i fyrsta skifti, verður að endurtaka þetta einu sinni til tvisvar. Gott ráð við svefnieysi er að þvo andlitið úr isköldu valni og drekka síðan lítið gias af mjólk, sem blandað er safan- um úr hálfri sítrónu. Jólakökur og sandkökur verða léttari og „kiessast“ ekki, ef blandað er einni te- skeið af glycerini í deigið. Þvottaskinnshanskaá að þvo úr heitu vatni, sem sett ern i 2—4 gr. af sódadufti. Þá hreinsast þeir betur og harðna ekki eftir þvottinn. Edik hreinsar alla bletti af höndunum. Bætið nokkrum dropum af ediki í vatnið, þegar þér hreinsið feitugt leirtau. Það leysir upp feitina. „Jón“. sagði Maggi litli, „eg sá þegar þú varst að kyssa hana Gunnu systir." „Uss-uss, segðu engum frá því. Hérna er króna, ef þú þegir.“ „Og hérna eru fimtíu aurar til baka. Eg get ekki verið dýrari við þig heldur en hina —“. Siggi sífulli var á leið heim einn morgun, eftir all-fjöruga nótt Hann gengur eftir Póstliús- stræti, og sér þar verkamenn við vinnu. „ Hv — hvað eruð þið að gera hérna ?“ spyr hann. „Við erum að hyggja hótel,“ var svarið. Siggi slagar fram og aftur um stund. „V -— verðið hið lenvi að því?“ „Svona upp undir hálft annað ár.“ „Nú-ú, — svo lengi. Þá held eg að cg fari heldur heim til min að sofa.“ „Guð minn góður, eg hefi þyngst um átta pund-“

x

Freyja

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/1398

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.