Freyja - 22.03.1929, Blaðsíða 5

Freyja - 22.03.1929, Blaðsíða 5
FREYJA 5 Æskan er of mikils metin. Eftir Margery Lawrence. Eg veit, að sjálf fyrirsögnin á þessari grein muni vekja öflug andmæli, — æskan of mik- ils metin? En sú fjarstæða! Hvernig getur æskan, sjálf morgunstund lífsins, verið ann- að en unaðslegasta tímabilið? En — er hún það? Er það ekki svo, að þegar menn eru orðnir ofurlítið eldri og líta aftur í tímann, þá halda þeir það? En það var nú ekki samt — — — maður var of — — —. Einmitt. „0f“ — of ákafur, of óviss, of trú- gjarn — um of af öllu, til þess að vera sæll. Á þeim dögum rikti dómgreindar- leysið i hásætinu, þrátt fyrir aðdáun hinna eldri, sem var ekkert annað en þrá eftir týnd- um æskudögum. — Er æskan sælasti tíminn? Án þess að finna til skelfingar fyrir þessa goðgá. þá lýsi eg yfir því i hjartans einlægni, að æskan er oftast nær vansælust og óskemtilegust. Þeg-J ar eg lít á stað- reyndirnar frá mínu sjónarmiði, þá sé e g að minsta kosti rofna þessa afvega- leiðandi þoku dýrð- ar og unaðar, sem æskudagarnir eru annars vafðir í — og eftir því að dæma, hve margir af jafnaldra vin- um mínum voru mér sammála, þegar þetta málefni barst í tal, þá er eg viss um, að við atkvæðagreiðslu meðál samtíðarmanna, mundi mikill meirihluti vera mér fylgjandi. Æskan sælutími? Hjálpi mér allir heilagir! Hver er sæll á hinum svokölluðu „uppvaxt- arárum“? Auðvitað eru til undantekningar, og allir þekkja þessi sjaldgæfu eintök af æskulýðnum, sem eru svo afskaplega ánægð með sjálf sig, — en öll við hin, sem erum enn nógu nálægt tvítugsaldrinum, til þess að muna högg, skeinur og meiðsli æskuár- anna — við þökkum Guði fyrir að vera loks- ins vaxin upp úr^þeim. Ekkert lægi mér fjær, en að óska, að eg væri orðin átján ára aftur. Þá var eg óslíp- uð telpukind, ekki ósnotur að útliti, dökk- hærð og beinvaxin, en hafði ekki nokkra hugmynd um, hvernig eg ætti að klæðast, hvernig eg ætti að tala, hvernig eg ætti að „taka mig út“. Mestan löngu nún var að vera eins og kunningjastúlkur minar, þær voru flestar smávaxnari og liðlegri, þær syntu, léku tennis og hockey, en í þessum listum var eg versti klaufi. Að eg kunni að skrifa, mála og leika á pianó, það fanst inér þá einkisvirði. Það hlægir mig núna, þegar eg hitti ein- hverja af þessum fornu kunningjakonum og heyri þær segja: „Þú ert svei mér hepp- in, Margery, þú skrifar og þú ferðast og þú hefir eitthvað að lifa fyrir, — en eg kann ekkert.“ Þá man eg, hve mjög eg öfundaði þessa sömu stúlku áður, fyrir það, hvað hún var liðug i tennis, og eg get ekki var- ist því, að finna til ofurlítillar ánægju. —■ Nei, það eru fá- ir, sem langar til þess að lifa aftur þessi ár, angist þeirra og óróleika, feimnisroðann, von- brigðin og klaufa- skapinn, — kvalir hvolpaástarinnar, allar auðmýking- arnar, leynilega meðvitund um eig- ið þekkingarleysi og tilraunirnar til þess að ná þessu blessaða öryggi og sjálfsvitund, sem þeir eldri hafa. Eins og ein indæl átján ára stúlka sagði við mig, þegar hún sá þritugum manni, sem hafði verið borðherra hennar, létta stórum, er hann skildi við hana og sneri sér að ann- ari hálffertugri konu, sem átti það öryggi og þá veraldarvisku, sem árin ein geta veitt. „Þó að það væri ekki nema svipurinn á henni, þegar hún talar við hann, þá verð eg heiðgul af öfund. Og mig sem langaði svo til þess, að honum þætti eg skemtileg." En hvað eg skil hana vel! Þegar eg var átján ára, var eg afslcaplega ástfangin af lögfræðing rúmlega þritugum, sem var kunn- ingi föður míns. En hvað mig langaði til þess að vita, um hvað eg ætti að tala við hann, hvernig eg ætti að vekja áhuga hans. Eg þorði ekki að tala um leiklist, stjórnmál, ferðalög, því að eg vissi, hve algerlega ófróð eg var bæði í þeim efnum og yfirleitt öllu sem hann kynni að hafa gaman af. Af ein- Frh. á bls. 15. Æskan cr vansœlasti tíminn á œfi mannanna, seg- ir cnski rithöfundurinn Margery Lawrence.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/1398

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.