Freyja - 22.03.1929, Page 10

Freyja - 22.03.1929, Page 10
10 FREYJA 31)/’í/ch/r- kjó líí/tn, sem imgu slú/k- urnar (fregmír um. UM LOÐFELDI. Loðkápur breytast lítiS ár frá ári, og eiga því aS duga eigandanum í marga vetur. ÞaS má segja, aS loSkápur fari seint „úr móð“, en þó er ávalt sérstakt snið, sem ríkir á hverju ári, og sérstök skinn, sem mest eru notuð. Á meginlandi jivrópu eru ýmsar tegundir af svörtum skinnum mest notaSar i vetur, en þaS eru fáar norrænar konur, sem fer þaS vel, aS nota alsvartar skinnkápur. Betra er að velja sér kápur úr persnesku lambskinni eða electricseal með kraga úr mink, íkorna, nutria eSa ref —• eða þeim gráa eða brúna lit, sem buddan er vaxin. Brúnt er auðvitið lang-algengasti liturinn, bæSi aí því aS þaS fer flestum vel, og af þvi, aS lang- flest dýraskinn eru brún aS uppruna. Þar má nefna af dýrari tegundunum: Mink, kolinsky, þefdýr, og af þeim ódýrari: Autilope, moskus- rottu (musquash), folalda-skinn, og ýmsar teg- undir af lituSum kanínu-feldum. Gráir feldir þurfa meiri umönnun og krefjast fegurri hörundslitar, en þeir brúnu. Kápur úr íkorna-skinni eru með þeim fegurstu og liðleg- ustu, sem til eru. Moldvörpu-skinn er dekkra, og nálgast brúnt, en fer mörgum afarvel. Tískan breytist sem sagt litiS með hverju ári og það er gott, því aS falleg ioSkápa er dýr hlutur. Það ætti þvi enginn að kaupa sér loð- kápu, án þess aS hafa vandlega yfirvegað kosti hennar og lesti. MeðferSin á loðkápum verður að vera gæti- leg. Snöggar kápur, t. d. úr folaldsskinni eða selskinni þola alimikið hnjask, en mjúk og loSin skinn fara fljótt forgörðum, ef þeim er ekki sýnd hin mesta alúð. Þvi lengri og mýkri, sem hárin reu, því fyr slitna þau. Varist það, aS bera bók eða stóra tösku undir handleggnum, undan því kemur snoðinn blettur. ForSist það einnig að setjast á harðan, stó! í mjúkri loðkápu — eða að leggjast í henni. Reynið að komast hjá því, að feldurinn blotni eða verði forugur. Loðkápur eru ekki til þess að ganga meS í rigningu, og enda þótt refirnir gangi ekki með regnhlíf, þá gjörir þaS skinninu tjón, að vökna.

x

Freyja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyja
https://timarit.is/publication/1398

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.