Fréttablaðið - 23.10.2019, Síða 6

Fréttablaðið - 23.10.2019, Síða 6
GUÐMUNDAR- OG GEIRFINNSMÁL Lög­ maður afkomenda Tryggva Rúnars Leifssonar telur frumvarp forsætis­ ráðherra um bótarétt þeirra sem sýknaðir voru af aðild að hvarfi Guðmundar og Geirfinns Einars­ sona nauðsynlegt og eðlilegt skref. Þetta kemur fram í umsögn hans um frumvarpið til allsherjar­ og menntamálanefndar. Forsætisráðherra var harðlega gagnrýnd í umræðum um málið á Alþingi fyrr í vikunni. Gagnrýndu lögfræðingar í hópi þingmanna meðal annars að málið væri yfir­ höfuð til umfjöllunar á Alþingi en ekki hjá dómstólum þar sem það eigi heima. Lögmenn Guðjóns Skarphéðins­ sonar og Kristjáns Viðars Júlíus­ sonar hafa einnig sent umsögn um frumvarpið. Báðir eru þeirrar skoðunar að rétt sé að veita bóta­ greiðslum sérstaka lagastoð, þótt áherslur í umsögnum lögmannanna séu ólíkar. Í umsögn Páls Rúnars eru fjórar meginástæður gefnar fyrir nauðsyn frumvarpsins. Í fyrsta lagi kveði frumvarpið á um að samningar um bætur verði undir handleiðslu forsætisráð­ herra. Lagastoð þurfi til þess að forsætisráðherra geti stigið inn á verksvið ríkislögmanns sem hefur það hlutverk lögum samkvæmt að koma fram fyrir hönd ríkisins í bótamálum. Þá sé mælt fyrir um skattalega meðferð bóta og samspil þeirra við aðrar greiðslur sem eðlilegt sé að mælt sé fyrir um í lögum. Í þriðja lagi sé rétt að löggjafinn láti sig málið varða með vísan til alvarleika málsins, enda liggi fyrir að um sé að ræða ein alvarlegustu afglöp íslenska ríkisins sem um getur. „Réttarmorð sem gátu ekki átt sér stað nema með því að allar stofnanir íslenska refsivörslu­ kerfisins brygðust hlutverki sínu og skyldum en af leiðingar þess kostuðu þolendur líf þeirra, mann­ lega reisn og manngildi.“ Í fjórða lagi sé rétt að Alþingi sam­ þykki frumvarpið og greiði þannig fyrir því að málið leysist með lög­ mætum hætti, en illa hafi gengið að ná lendingu í málinu. Tilraun með svokallaða sáttanefnd hafi mistek­ ist algerlega og aðkoma setts ríkis­ lögmanns ekki verið gagnleg. „Það er ótímabært að stefna inn bótamáli svo lengi sem málið er í eðlilegri þinglegri meðferð. Það er hins vegar allt til reiðu og ljóst að hvergi verður hikað fari svo að málið dragist um of. Að því sögðu verður maður, með hliðsjón af skýlausum bótarétti og afgerandi dómaframkvæmd, að gera ráð fyrir því að íslenska ríkið muni klára þetta mál,“ segir Páll Rúnar aðspurður um málshöfðun. Þótt Páll Rúnar mæli með sam­ þykkt frumvarpsins gerir hann athugasemdir við nokkur atriði í því. Hann gagnrýnir mjög tilvísun til dómafordæma í greinargerð en lögð er áhersla á greiðslu bóta á grundvelli fordæmis héraðsdóms í Vegas­málinu svokallaða, en því máli var ekki áfrýjað. Betri dóma­ fordæmi séu til sem falli betur að máli Tryggva Rúnars og annarra sem frumvarpið tekur til. Sömu sjónarmið eru reifuð í umsögnum annarra lögmanna málsins. Þá gagnrýnir hann að vísað sé til dóms Hæstaréttar frá 1980 sem rangláts dóms. Í því felist gengisfell­ ing á því sem átti sér stað á ábyrgð íslenska ríkisins. Réttast sé að kalla dóminn yfir fólkinu rangan og málsmeðferðina rangláta. Þá hefði mátt gera ungum aldri fólksins skil í greinargerðinni. Tryggvi Rúnar hafi til að mynda borið rangan dóm stærstan hluta lífsins en hann átti alla framtíðina fyrir sér þegar lög­ reglan flækti hann í málið. Tryggvi Rúnar lést árið 2009. adalheidur@frettabladid.is Löggjöf um bætur nauðsynleg Hæstaréttarlögmaður segir lagastoð bóta vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála nauðsynlega. Frum- varpið var gagnrýnt á þingi. Þrír lögmenn hafa veitt umsögn um það og telja lagasetningu æskilega. Fjölskylda Tryggva Rúnars var í Hæstarétti þegar sýknudómur var kveðinn upp í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Það er allt til reiðu og ljóst að hvergi verður hikað fari svo að málið dragist um of. Páll Rúnar M. Kristjánsson hæstaréttar- lögmaður KANADA Flokkur Justins Trudeau forsætisráðherra hélt velli í nýaf­ stöðnum þingkosningum í Kanada og er með nógu mörg þingsæti til að leiða minni hluta stjórn. Mjótt var á munum milli frjáls­ lyndra undir stjórn Trudeaus og íhaldsmanna undir stjórn Andrews Scheer. Frjálslyndir misstu tuttugu sæti, fóru úr 177 niður í 157 sæti, á meðan Íhalds f lokkurinn fór upp um 26 sæti, úr 95 upp í 121. Rætt hefur verið um kosning­ arnar sem þjóðaratkvæðagreiðslu um Trudeau en hann hefur sætt mikilli gagn rýni frá því hann tók við völdum árið 2015. „Óháð því hvernig þú kaust þá mun teymi okkar vinna hörðum höndum fyrir alla íbúa Kanada,“ sagði Tru deau í ræðu sinni til stuðnings manna eftir úr slitin. Donald Trump Banda ríkja for­ seti og Boris John son, for sætis ráð­ herra Bret lands, hafa báðir óskað for sætis ráð herranum til hamingju með sigurinn á Twitter og segjast hlakka til sam starfsins. – ab Trudeau heldur velli í Kanada Justin Trudeau var ánægður með úrslitin. NORDICPHOTOS/GETTY LEIÐRÉTTING Kristín Halldórsdóttir, hestakona í Þýskalandi, var rangfeðruð á blaðsíðu 12 í Fréttablaðinu í gær. Hún er beðin velvirðingar á því, og aðrir hlutaðeigandi. REYK JAVÍK Meirihluti skóla­ og frístundaráðs Reykjavíkurborgar kynnti í gær tillögu um breytingar á skólahaldi í norðanverðum Grafar­ vogi. Þrír skólar verði í hverfinu í stað tveggja sameinaðra í fjórum starfsstöðvum, þaraf einn sam­ einaður unglingaskóli. Með þessu mun skólahald í Korpu leggjast af og nemendum boðin skólavist í Engjaskóla. Lokunin er mögulega tímabundin, en þangað til fjöldi nemenda í Staðarhverfi á aldr­ inum 6­12 ára hefur náð tölunni 150 verður tryggður skólaakstur eða strætókort til frjálsra afnota. Skúli Helgason, formaður skóla­ og frístundaráðs, segir kveikjuna vera samfellda fækkun barna í hverfinu. Munu breytingarnar fela í sér betri menntunarlegan aðbúnað fyrir börnin og bætta nýtingu fjár­ muna og leiða til meira jafnræðis á borgarvísu. Nú sé svo komið að kostnaður á hvern nemanda í Korpuskóla er rúmlega tvöfalt meiri en við nem­ endur í grunnskólum borgarinnar að meðaltali. Á sjö árum hefur nem­ endafjöldinn farið úr 140 börnum í 59 en skólinn er byggður fyrir 170 börn. Á for min ha fa mæt t tölu­ verðri gagnrýni og foreldrar í hverfinu boðað aðgerðir. „Það er skiljanlegt að foreldrar sérstak­ lega yngstu barnanna í Staðar­ hverf i haf i áhyggjur af stöðu mála og við þeim munum við bregð­ ast með því að tryggja yngstu börn­ unum skólaakstur frá Korpu í Engja­ skóla og skipuleggja nauðsynlegar samgöngubætur til að auka öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda,“ segir Skúli. Telur borgina mögulega skaðabótaskylda Varðandi nýtingu húsnæðisins í Korpu segir Skúli að farið verði vel yfir allar góðar hugmyndir. „Vilji okkar stendur til þess að það verði áfram nýtt í þágu skóla­ og frístund­ astarfs.“ Valgerður Sigurðardóttir, borgar­ fulltrúi Sjálfstæðisf lokksins, fór fram á að málinu yrði frestað á fundi gærdagsins. „Það er ýmislegt sem á eftir að skoða. Það er hætta á að borgin verði skaðabótaskyld ef íbúðaverð lækkar vegna lokunar skólans,“ segir Valgerður. Vísar hún í kvörtun íbúa til umboðsmanns Alþingis árið 2012 þar sem talað er um að verðmæti fasteigna geti rýrnað. „Ef íbúi getur fært sönnur á það að verðmæti fast­ eignar hafi rýrnað, þá getur borgin neyðst til að greiða skaðabætur.“ Nánar um málið á frettabladid.is. – ab VIÐSKIPTI Brim hf. hefur undirritað samning við Marel um kaup og upp­ setningu á hátæknivinnslubúnaði og hugbúnaði fyrir hvítfiskvinnslu. Í tilkynningu fyrirtækjanna segir að aðstaða Brims á Norðurgarði í Reykjavík verði fullkomnasta vinnslustöð fyrir bolfisk á heims­ vísu en áætlað er að vinnslukerfið verði sett upp um mitt næsta ár. Kerfið felur í sér ýmsar nýjungar, þar á meðal öflugt gæðaeftirlitskerfi og nýjustu róbótatækni sem mun sjálfvirknivæða og straumlínu­ laga vinnsluna til muna. Athygli vekur að hin nýja lausn Marels var kynnt fyrir stjórnendum Brims í gegnum sýndarveruleika áður en samningur um kaupin var undir­ Munu þjálfa starfsfólk í sýndarveruleika Marel notar sýndarveruleika í síauknum mæli í starfsemi fyrirtækisins. ritaður. Í tölvuhermiveröld gátu forsvarsmenn Brims gengið eftir öllum stigum vinnslunnar og segir í tilkynningunni að það hafi auð­ veldað ákvarðanatökuna. Þá mun þjálfun starfsfólks einnig fara fram í sýndarveruleika þann­ ig að vinnsla getur hafist strax að uppsetningu lokinni. Frá fyrsta degi mun starfsfólk Brims geta starfrækt búnaðinn. – bþ Hin nýja lausn Marels var kynnt fyrir stjórnendum Brims í gegnum sýndarveru- leika áður en samningurinn um kaupin var undirritaður. BREXIT Neðri deild breska þingsins hafnaði í gær tillögu Boris Johnson forsætisráðherra um að greiða atkvæði um útgöngusamnings Bretlands við Evrópusambandið á næstu þremur dögum. Johnson hafði hótað því að draga samning­ inn til baka og þrýsta á um þing­ kosningar ef ekki yrði gengið til atkvæða. Hótanir Johnsons dugðu ekki til. Samkvæmt erlendum miðlum er nú nánast ómögulegt að Bretland geti gengið úr Evrópu­ sambandinu með samningi um mánaðamótin eins og ráðgert hafði verið. – bþ Boris í bobba Boris Johnson beið enn ósigur. Á sjö árum hefur nem- endafjöldinn farið úr 140 börnum í 59 en skólinn er byggður fyrir 170 börn. 2 3 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 3 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :2 0 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 1 0 -3 C E 0 2 4 1 0 -3 B A 4 2 4 1 0 -3 A 6 8 2 4 1 0 -3 9 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 2 2 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.