Fréttablaðið - 23.10.2019, Side 8
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Jón Þórisson jon@frettabladid.is,
MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Fjölmiðla-
nefnd hefur
frá stofnun
átt sér afar
lítinn tilveru-
grundvöll,
enda er
fullkomlega
óeðlilegt að
opinber
nefnd hafi
það hlutverk
að leggja
stein í götu
fjölmiðla.
Eigum við að
vera hráefnis-
náma fyrir
auðuga aðila
eða á vinnsla
vörunnar að
fara fram hér
landi?
Sunna Karen
Sigurþórsdóttir
sunnak@frettabladid.is
Útflutningur á óunnum fiski fer vaxandi. Einn-ig fer það í vöxt að stórar útgerðir yfirbjóði á fiskmörkuðum fisk sem fluttur er óunninn til
vinnslu í öðrum löndum með þeim afleiðingum að fisk-
vinnslur hér á landi sem treysta á að geta keypt hráefni
á fiskmörkuðum, verða undir.
Um allt land eru fiskvinnslur í þessari stöðu og
eru í rekstrarvanda vegna hráefnisskorts og yfir-
boða þeirra stærri og stöndugri. Margar þeirra hafa
sagt upp fólki undanfarið, hafa þurft að draga saman
seglin og munu hætta rekstri ef svo heldur fram sem
horfir.
Hagkvæmni stærðar útgerðarfyrirtækja sem kaupa
og selja óunninn fisk úr landi í stórum stíl og þjóðar-
hagur fara hér ekki saman. Og því er það þyngra en
tárum taki að ráðherrar taki málið ekki alvarlega
– ekki ráðherra byggðamála, formaður Framsóknar-
flokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, ekki ráðherra
vinnumarkaðsmála, Framsóknarmaðurinn Ásmund-
ur Einar Daðason, ekki fjármálaráðherra, formaður
Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, né sjávar-
útvegsráðherra, Sjálfstæðismaðurinn Kristján Þór
Júlíusson. Þetta er óheillaþróun sem veldur atvinnu-
leysi, fólksflótta frá landsbyggð og færir ríkissjóði og
sveitarfélögum lægri tekjur.
Eigi fiskvinnslur sem treysta á fiskmarkaði að lifa
af þarf strax að finna lausn. Eða er stjórnvöldum alveg
sama um þessa þróun? Skiptir gróði og arðgreiðslur
stórútgerðarinnar ríkisstjórnina meiru en atvinna og
kjör íslenskra samfélaga víða um land? Hverjir vinna
allan þennan óunna fisk? Hverjir eru það sem eiga svo
gott skjól hjá ríkisstjórninni?
Hvað væri hægt að gera? Við getum t.d. sett í lög
að umtalsvert stærri hluti afla fari á markað. Þá væri
erfiðara að sprengja upp verð og gera fáum stórum
aðilum kleift að ryksuga upp afla á markaði og flytja
úr landi. Við gætum líka lögleitt hvata til að vinna
aflann hér á landi. Eigum við að vera hráefnisnáma
fyrir auðuga aðila eða á vinnsla vörunnar að fara fram
hér landi? Ýmis úrræði eru í boði til að snúa við þess-
ari óheillaþróun – standi manni ekki á sama um hana.
Í þjóðarhag – eða sægreifa
Oddný G.
Harðardóttir
þingmaður Sam-
fylkingarinnar
EKKERT
BRUDL
Pampers Bleiur
6 tegundir
kr./pk.1.595
Stór pakkning
á góðu verði í B
ónus
Nr.3 - 6- 10 kg - 90 stk.
Nr.4 - 9-14 kg - 78 stk.
Nr.4+ - 10-15 kg - 76 stk.
Nr.5 - 11-16 kg - 72 stk.
Nr.6 - 13-18 kg - 62 stk.
Nr.7 - 15+ kg - 58 stk.
Það voru vonbrigði að lesa yfirlýsingu menntamálaráðherra í vikunni þar sem tilkynnt var um að skipað hefði verið í nýja fjölmiðlanefnd til næstu fjögurra ára. Fyrri nefnd varð óstarfhæf eftir að Blaðamannafélag Íslands dró full-
trúa sinn úr nefndinni sökum vanhæfis hennar og
bundnar voru miklar vonir við að ráðherra myndi
loks láta verða af því að leggja nefndina niður.
Fjölmiðlanefnd hefur frá stofnun átt sér afar lítinn
tilvistargrundvöll, enda er fullkomlega óeðlilegt
að opinber nefnd hafi það hlutverk að leggja stein
í götu fjölmiðla og þannig þrengja að ritstjórnar-
legu mati þeirra. Í stað þess að reyna að berjast fyrir
tilvist sinni hefur nefndin farið í vitagagnslausar og
furðulegar vegferðir til þess að sekta fjölmiðla, sem
þegar berjast í bökkum.
Í nýrri nefnd sitja þrír lögfræðingar og heimspek-
ingur. Fæstir hafa reynslu af fjölmiðlum. Það verður
að teljast í hæsta máta óeðlilegt að fá reynslulaust
fólk til þess að skipa öðrum fyrir verkum, líkt og
lögfræðingarnir, heimspekingurinn eða blaðamenn
yrðu aldrei fengnir til þess að hafa afskipti af starfi
pípara eða annarra sérhæfðra stétta.
Blaðamannafélag Íslands hefur ítrekað bent á þessa
staðreynd, og félagið raunar líkt afskiptum stjórn-
valda við stefnu pólska flokksins Lög og réttur, sem
hyggst setja „sérstakar reglur um blaðamenn“ og mun
þannig hafa áhrif á fjölmiðlaumfjöllun í landinu.
Fyrrnefndur ráðherra fjölmiðlamála lofaði bót
og betrun eftir gagnrýni félagsins, en umbæturnar
urðu þó ekki meiri en svo að ráðherra hélt óþörfu
starfi nefndarinnar til streitu og skipaði fjóra fjöl-
miðlanefndarmenn í stað fimm, þar sem engin til-
nefning barst frá Blaðamannafélagi Íslands.
Ráðherra þarf að átta sig á því að nefnd sem hefur
engan skilning á eðli fjölmiðla getur ekki sinnt ráð-
gefandi hlutverki sínu. Dæmi um vanhæfi nefndar-
innar var þegar Ríkisútvarpið ákvað að greiða millj-
ónir í bætur í stað þess að draga fréttir, sem sagðar
voru rangar, til baka eða biðjast afsökunar á þeim.
Það hefði verið kjörið tækifæri til þess að bregðast
við en í stað þess úrskurðar nefndin í gríð og erg um
fréttir sem skrifaðar eru upp úr færslum á Facebook.
Það er þess vegna vandséð hvort tilgangur
nefndarinnar, sem á að vera efling fjölmiðlalæsis og
fjölbreytni, hafi skilað árangri, eða hvort hún hafi
aðeins vegið að ritstjórnarfrelsi í landinu.
Ráðherra þarf að átta sig á því að ríkið hefur ekki
og má ekki hafa húsbóndavald yfir blaðamönnum.
Þeir sem telja á sér brotið geta leitað til siðanefndar
BÍ eða dómstóla og það fyrirkomulag hefur gengið
prýðilega undanfarna áratugi. Ráðherra þarf að
standa við yfirlýsingar sínar um endurskoðun
fjölmiðlalaga og á sama tíma treysta því að blaða-
mennska sé unnin af heilum hug. Gott fyrsta skref
væri að leggja nefndina niður og þannig spara skatt-
greiðendum aurinn. Útgönguleiðin gæti verið sú að
nefndin uppfyllir ekki lög um fjölmiðla sem kveða á
um fimm nefndarmenn.
Húsbóndavaldið
Að tapa með reisn
Í gær lauk 11 mánaða stríði
blaðamanns Fréttablaðsins,
Ara Brynjólfssonar, um að
fá umdeildan námssamning
afhentan frá Seðlabanka Íslands.
Ari lagði bankann í héraðsdómi
og er skeyti með gögnunum frá
bankanum barst loks þá hófst
hann þegar handa við frétta-
skrifin. Stofnun með einhverja
sómakennd hefði þá beðið þess
sem verða vildi. Fréttar Frétta-
blaðsins um samninginn. En það
var til of mikils mælst.
Á sama augnabliki tók
Seðlabankinn þá ákvörðun að
birta samninginn í heild sinni
á heimasíðu bankans undir
fyrirsögninni: „Upplýsingar um
námsstyrk, leyfi og einkamálefni
starfsmanns.“ Frekar einkenni-
legt enda var það beinlínis niður-
staða héraðsdóms að samn-
ingurinn væri ekki einkamálefni
Ingibjargar heldur ætti erindi við
almenning. Það er mikilvægt að
kunna að tapa með reisn.
Dramatík á Stundinni
Forsíðufrétt blaðsins í gær var
talin marka tímamót í fjölmiðla-
sögu Íslands að mati ritstjóra
Stundarinnar. Í stuttu máli
vegna þess að blaðið væri aug-
ljóslega orðið verkfæri Evrópu-
sinnaðra auðmanna.
Raunveruleikinn er þó sá
að stuttu fyrir prent vantaði
skyndilega forsíðufrétt og blaða-
maður á vakt er mikill áhuga-
maður um svæsin rifrildi valda-
manna. bjornth@frettabladid.is
2 3 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
2
3
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:2
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
1
0
-3
7
F
0
2
4
1
0
-3
6
B
4
2
4
1
0
-3
5
7
8
2
4
1
0
-3
4
3
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
8
s
_
2
2
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K