Fréttablaðið - 23.10.2019, Síða 16

Fréttablaðið - 23.10.2019, Síða 16
Þorsteinn Friðrik Halldórsson tfh@frettabladid.is Dó t t u r f é l a g m a l a s í s k u fyrirtækjasamsteypunnar Berjaya Corporation, sem keypti í sumar 75 prósent hlutafjár í Icelandair Hotels, hefur gengið frá kaupum á fasteigninni að Geirsgötu 11 á Miðbakka við Gömlu höfnina í Reykjavík. Frá þessu er greint í tilkynningu sem félagið sendi til kauphallarinn- ar þar í landi í síðustu viku. Heildar- virði samningsins, eins og greint var frá í Markaðinum í febrúar þegar samkomulagið var undirritað með fyrirvörum, nemur 14 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði 1.750 milljóna króna. Þar af kaupir malas- íska félagið, sem ber heitið Berjaya Land Berhad, allt hlutafé í eignar- haldsfélaginu Geirsgötu 11 ehf. fyrir 1,4 milljónir dala og greiðir auk þess upp 12,6 milljóna dala skuld umrædds eignarhaldsfélags við Útgerðarfélag Reykjavíkur. Seljendur eru félögin Fiskitangi og Útgerðarfélag Reykjavíkur sem eru að stærstum hluta í eigu Guð- mundar Kristjánssonar, útgerðar- manns og forstjóra HB Granda. Berjaya, sem var stofnað af millj- arðamæringnum Vincent Tan, eig- anda breska knattspyrnufélagsins Cardiff City, hefur sagt að kaupin á Geirsgötu 11 myndu gefa félag- inu tækifæri til þess að hefja fjár- festingar, svo sem á sviði fasteigna- þróunar og sér í lagi hótelstarfsemi, á Íslandi. Félagið, sem átti í lok október í fyrra eignir upp á alls 390 milljarða króna, rekur hótel víða í suðausturhluta Asíu sem og í Lundúnum. Fasteignin, sem er gömul vöru- skemma, hefur staðið að mestu ónotuð undanfarin ár og er farin að láta á sjá. Ekki hefur legið fyrir hvort leyfi fáist til byggingar hótels á svæðinu. Þannig samþykkti stjórn Faxa- flóahafna haustið 2018, að tillögu skipulagsfulltrúa hafnarinnar, að bíða með framkvæmdir og upp- byggingu á Miðbakka þar til fram- kvæmdum við Austurhöfn lýkur og ljóst yrði með hvaða hætti skipulag umferðar um Austurbakka og starf- semi á jarðhæð hússins verður. – hae Malasíski risinn gengur frá kaupunum á Geirsgötu 11 Heildarkaupverðið nemur 1.750 milljónum króna. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Samkeppnislögin hér eru meira íþyngjandi en víð-ast hvar annars staðar í Evrópu og því eru þessar breytingar skref í rétta átt. Heilt yfir erum við jákvæð, en við hefðum viljað ganga lengra,“ segir Halldór Benjamín Þorbergs- son, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við Mark- aðinn. Heimild Samkeppniseftirlitsins til að skjóta úrskurðum áfrýjunar- nefndar samkeppnismála til dóm- stóla verður afnumin samkvæmt nýju frumvarpi atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra þar sem boð- aðar eru miklar breytingar á sam- keppnislöggjöfinni. Frumvarpið felur einnig í sér að það verði á ábyrgð fyrirtækjanna sjálfra að meta hvort þau megi eiga í samstarfi. Þá verða veltumörk tilkynningar- skyldra samruna hækkuð nokkuð frá því sem nú er. Halldór segir að samkeppnislögin séu til staðar til að gæta hagsmuna almennings og minni fyrirtækja. Stærstur hluti aðildarfyrirtækja SA séu lítil og meðalstór fyrirtæki, og því láti samtökin sig hagsmuni þeirra varða. „Stærsti hluti aðildarfyrirtækja SA eru lítil og meðalstór fyrirtæki þann- ig að við látum hagsmuni þeirra okkur varða. Lögin ættu að vera skýr og sambærileg því sem gerist í Evrópu. Þau þurfa að feta ákveðinn milliveg, því ef þau standa í vegi fyrir eðlilegri hagræðingu í atvinnulíf- inu þá mun það á endanum bitna á almenningi í hærra verðlagi. Eðli málsins samkvæmt eru allir mark- aðir á Íslandi litlir sem ætti að kalla á meiri sveigjanleika, ekki enn meira íþyngjandi reglur heldur en eru í samkeppnislöndum okkar.“ Séríslenskt fyrirbæri Spurður um málskotsheimild Sam- keppniseftirlitsins segir Halldór að íslensk stjórnsýsla sé þannig upp byggð að lægra sett stjórnvöld taki ákvarðanir sem borgarar geta kært til æðra settra stjórnvalda, annað hvort áfrýjunarnefnda eða ráðu- neyta. Ef borgararnir sætti sig ekki við niðurstöðu æðra setta stjórn- valdsins geti þeir skotið málum sínum til dómstóla. „Málskotsréttur Samkeppnis- eftirlitsins er séríslenskt fyrirbæri en það er eina stjórnvaldið á Íslandi sem hefur svona opna heimild til að „Við hefðum viljað ganga lengra“ Formaður Samtaka atvinnulífsins segir að stjórnvöld hafi mátt ganga enn lengra við gerð frumvarps um breytingu á samkeppnis- lögum. Sérfræðingur í samkeppnisrétti segir það hins vegar óheillaspor að afnema málskotsheimild Samkeppniseftirlitsins. Stórir samrunar hafa átt sér stað á smásölumarkaði á undanförnum árum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Gætu saknað lagalegrar vissu Samkvæmt frumvarpinu verður sem áður segir á ábyrgð fyrirtækj- anna sjálfra að meta hvort þau megi eiga í samstarfi. Núgildandi lög kveða hins vegar á um að Samkeppniseftirlitið veiti undan- þágu vegna samstarfs. Eggert telur ekki óeðlilegt að þessi leið sé afnumin. „Ég hef í raun aldrei skilið af hverju þessu undanþáguferli var haldið inni í samkeppnislögum eftir svokallaða nútímavæðingu samkeppnisreglna ESB og EES. Annað mál er að ég er aðeins smeykur um að fyrirtæki séu ekki í stakk búin til að meta fullkom- lega hvenær þau eru innan og hvenær þau eru utan bannsvæðis samkeppnisreglna þegar þau ráðast í samstarf með öðrum fyrirtækjum,“ segir Eggert. „Eitt er víst að það er ekki verið að auka svigrúm fyrirtækja til samstarfs sem takmarkar við- skiptalegt sjálfstæði þátttakenda í samstarfinu eða sem fela í sér hættu á „samráðssmiti“ yfir á önnur starfssvið en samstarfið lýtur beinlínis að. Það kann líka að koma upp úr dúrnum að fyrirtæki sakni þeirrar lagalegu vissu sem undanþága Samkeppniseftirlits- ins veitti.“ Hótel Hafnarfjall hentar mjög vel fyrir 20-40 manna hópa sem vilja vera út af fyrir sig. Gott svæði til útivistar og heilsubótar í nágrenninu. Fyrir einkasamkvæmi fyrirtækja/klúbba Laus eru nokkur kvöld í nóvember og desember (fö&lau). Gisting og morgunmatur Þriggja rétta máltíð eða hlaðborð. Leitið verðtilboða. skjóta málum æðra settra stjórn- valda til dómstóla. Auðvitað eiga lægra sett stjórnvöld að hlíta niður- stöðum æðra settra stjórnvalda og það er málsaðila að ákveða hvort þeir vilji skjóta málum til dómstóla,“ segir Halldór. „Þessi málskotsréttur Sam- keppnis eftirlitsins væri sambæri- legur því að héraðsdómari gæti skotið niðurstöðu Landsréttar, sem hefði snúið niðurstöðu hans við, til Hæstaréttar.“ Hækkunin tímaskekkja Eggert B. Ólafsson, sérfræðingur í samkeppnisrétti, nefnir að tveir af stærstu samrunum Íslandssögunnar hafi nýlega átt sér stað, og vísar þar til samruna Haga og Olís annars vegar og Festar og N1 hins vegar. Mikilvægt sé að samkeppnisyfir- völd haldi vöku sinni hvað varðar samþjöppun á mörkuðum sem stórir samrunar snerta. „Mér sýnist að hækkun á veltuvið- miði samruna fyrir tilkynningar- skyldu sé tímaskekkja í þessu ljósi. Það kemur líka fram í greinargerð með frumvarpinu að nýja viðmiðið sé ívið hærra en þau sem notast er við í Skandinavíu miðað við lands- framleiðslu ríkjanna. Ég held að hið smáa íslenska hagkerfi og samtengda atvinnulíf með miklum persónu- legum tengslum manna á milli þurfi á meira fremur en minna samruna- eftirliti að halda,“ segir Eggert. Eggert telur að það sé óheilla- spor að afnema málskotsheimild Samkeppniseftirlitsins. Hins vegar megi takmarka heimildina þannig að hún taki aðeins til lagaatriða en ekki matskenndra atriða eins og skil- greiningar á markaðsráðandi stöðu. „Ef málskotsheimild Samkeppnis- eftirlitsins verður takmörkuð tel ég hættu á því að við sitjum árum saman uppi með skilgreiningar úrskurðaraðila á stjórnsýslustigi, þ.e. áfrýjunarnefndarinnar, á laga- atriðum eins og hvað telst ólögmætt samráð, hvenær EES-samningurinn eigi við eða hvað sé samkeppnis- hamlandi samningur,“ segir Eggert. Fordæmið fyrir atvinnulífið og neyt- endur verði þá úrskurður valdhafa á stjórnsýslustigi en ekki dómstóla. „Það er oft miklum erfiðleikum bundið fyrir einstaklinga og lítil fyrir tæki að sækja rétt sinn fyrir dómstólum vegna kostnaðar og hættu á að verða sett út af sakra- mentinu hjá markaðsráðandi fyrir- tæki sem dómsmál varðar. Ég tel mjög mikilvægt að Samkeppniseftir- litið sem á að gæta hagsmuna neyt- enda í víðtækasta skilningi þess hug- taks geti fylgt málum eftir í gegnum allt dómskerfið þegar um mikilvæg atriði er að ræða,“ segir Eggert og nefnir Mjólkursamsölumálið því til stuðnings. „Ef Samkeppniseftirlitið hefði ekki haft heimild til skjóta úrskurði áfrýjunarnefndar til dómstóla í því máli er hætt við að staðan væri enn sú að keppinautar MS þyrftu að sæta því að fá hráefni til vinnslu mjólkurafurða á mun hærra verði en Mjólkursamsalan sjálf.“ Þá segist Eggert sakna þess að lög- gjöfin skuli ekki hafa nýtt tækifærið til að skerpa á rétti og möguleikum neytenda og fyrirtækja til að sækja sér skaðabætur til fyrirtækja sem brjóta samkeppnislög. Evrópusam- bandið samþykkti tilskipun þess efnis árið 2014 en hún sé ekki orðin hluti af EES-samninginum. Allir markaðir á Íslandi eru litlir sem ætti að kalla á meiri sveigjan- leika, ekki enn meira íþyngj- andi reglur heldur en eru í samkeppnislöndum okkar. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmda- stjóri SA Ég held að hið smáa íslenska hagkerfi og samtengda atvinnulíf með miklum persónulegum tengslum manna á milli þurfi á meira fremur en minna samrunaeftirliti að halda. Eggert B. Ólafs- son, sérfræðingur í samkeppnisrétti 2 3 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R4 MARKAÐURINN 2 3 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :2 0 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 1 0 -3 3 0 0 2 4 1 0 -3 1 C 4 2 4 1 0 -3 0 8 8 2 4 1 0 -2 F 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 2 2 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.