Fréttablaðið - 23.10.2019, Side 20

Fréttablaðið - 23.10.2019, Side 20
fyrir uppgangi hrekkjavökunnar sé einfaldlega sú að Íslendingar hafi gaman af því að lyfta sér upp, sérstaklega í skammdeginu. „Okkur Íslendingum finnst gaman að halda partí og skreyta og skammdegið er oft erfitt, þannig að það er mikil áhersla á veislu- og hátíðarhöld. Okkur finnst þetta bara gaman. Hrekkja- vakan er líka ólík öskudegi af því að þetta er fyrir alla, en ekki bara börnin,“ segir hún. „Unga fólkið er með partí, foreldrar eru að taka á móti krökkum og allir elska að fara í búning. Það er engin ástæða til að hafa ekki bara gaman af þessu. Á öskudag þurfa börnin líka að vinna fyrir namminu með því að syngja, en á hrekkjavöku er bara nóg að vera í búningi. Þetta er komið til að vera hjá okkur og við höldum að minnsta kosti áfram á meðan börnin eru ung. Regína segir að það sem henni finnist skemmtilegast sé undir- búningurinn og svo hvað börn- unum finnst þetta skemmtilegt. „Maður verður enn þá meira jólabarn þegar maður verður foreldri og þetta virkar eins. Það er svo gaman að halda upp á þetta með börnunum og maður er að búa til minningar, sem er ótrúlega mikilvægt. Þegar maður verður fullorðinn þá eru það svona stundir sem maður man eftir, samveran,“ segir Regína Ósk. „Svo verður maður líka bara að hafa eitthvað skemmtilegt fram undan, það kemur ekki af sjálfu sér, maður þarf að gera lífið skemmtilegt.“ Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103, Sífellt f leiri Íslendingar halda upp á hrekkjavökuhátíðina, sem fer fram á fimmtudag í næstu viku, 31. október. Hátíðin hefur notið síaukinna vinsælda á Íslandi á undanförnum árum og söngkonan Regína Ósk er ein þeirra sem hafa tekið henni með opnum örmum. Í fyrra hélt hún upp á hrekkjavöku af krafti í fyrsta sinn og í ár ætlar hún að leggja enn meira í hátíðarhöldin. „Ég hélt fyrst upp á hrekkja- vökuhátíðina fyrir tveimur árum, en það var smá aðdragandi að því. Elsta dóttir mín á afmæli í október og þegar hún var 13 ára hélt hún hrekkjavökuafmæli, sem varð kveikjan að því að ég keypti fyrstu skreytingarnar,“ segir Regína Ósk. „Við f luttum svo í einbýlishús fyrir tveimur árum og það er alveg svona ekta hús til að skreyta fyrir jól eða hrekkjavöku, þannig að í fyrra tókum við þetta alla leið í fyrsta skipti og það var ótrúlega skemmtilegt. Það myndaðist mikil stemning og krakkarnir í hverfinu voru duglegir að koma til okkar og fá nammi og svona. Þetta var bara geggjað!“ Öskur og draugagangur „Við vorum búin að finna upp- tökur af öskrum og alls konar óhljóðum á netinu og spiluðum þau í hátalara þannig að þau heyrðust innan úr íbúðinni þegar maður opnaði hurðina,“ segir Reg- ína Ósk. „Við vorum líka með reyk úr brúsa og alls konar lituð ljós sem við notuðum til að lýsa bæði úti og inni og baða heimilið í alls konar óhugnanlegri birtu. Við bílskúrinn settum við líka upp fyllta hettupeysu þannig að það leit út eins og einhvern hefði lent undir bíl- skúrshurðinni! Í ár ætlum við að halda þessu svolítið drungalegu. Við verðum með útskorið grasker og appelsínu- guli liturinn fær að njóta sín. Við verðum líka með stóra gervikönguló og köngulóar- vefi út um allt,“ segir Regína Ósk. „Ég keypti líka límmiða með blóðugum handaförum sem verða á bílskúrnum og það verður líka settur upp lögreglu- borði eins og er notaður til að girða af. Þetta tínist smám saman til. Við verðum líka með mynd- varpa og ætlum að varpa ein- hverju draugalegu í gluggana. Maðurinn minn er æstur í þetta og hann sér um tæknilegu hliðina, en ég sé um nammið og skrautið, það er svaka metnaður í þessu hjá okkur,“ segir Regína Ósk og hlær. „Ég er komin með ágætis kassa af hrekkjavökuskrauti sem ég passa upp á eins og jólaskrautið. Það eina sem er leiðinlegt við að skreyta fyrir hrekkjavökuna er hvað þetta er í stuttan tíma, bara einn dag,“ segir Regína Ósk. „En við ætlum að reyna að halda þessu uppi í viku. Kransinn er kominn upp, en svo bætist hægt og rólega í þangað til þetta nær hápunkti á hrekkjavökukvöldinu sjálfu.“ Auðvelt að fá skraut í dag Regína segist fá hrekkjavöku- skraut mjög víða. „Það er miklu meira af hrekkjavökudóti til í búðunum núna en þegar ég hélt hrekkjavökuafmælið fyrir dóttur mína fyrir fjórum árum. Núna er allt til, en fyrst þurfti ég að búa til skraut sjálf,“ segir Regína Ósk. „Það er mikið í Costco, Partý- búðinni, Tiger og í rauninni bara úti um allt, en það er kannski mest af stóru skrauti í Costco. Þetta smálega, eins og hauskúpur og beinagrindur og alls konar fæst á f lestum stöðum núna, það vilja allir vera með. Hrekkjavaka er á uppleið á Íslandi og maður fylgir bara með,“ segir Regína Ósk. „Skólarnir eru til dæmis farnir að halda bekkjar- kvöld þar sem fólk hittist og sker út grasker og þá er líka boðið upp á veitingar í hrekkjavökustíl, eins og pylsur með tómatsósu sem líta út eins og blóðugir puttar. Við verðum með grasker fyrir utan eins og ég sagði, en í hverfinu okkar er reglan sú að ef fólk er með grasker með ljósi fyrir utan hjá sér þýðir það að fólk sé tilbúið að taka á móti börnum,“ segir Regína Ósk. „Milli fimm og sjö 31. október má svo sníkja nammi. Í fyrra keypti ég fullt af nammi en þurfti samt að fara og kaupa meira, því það komu svo margir. Þannig að við keyptum meira núna.“ Þarf að gera lífið skemmtilegt Regína telur að ástæðan Óhugnanlegur hrekkjavökukransinn er þegar kominn upp og svo ætlar Regína Ósk að bæta við skrauti hægt og rólega. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Blóðug handaförin á bílskúrunum eru vísbending um einhvern óséðan hrylling. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Að sjálfsögðu skipar útskorna graskerið heiðurssess. Í fyrra leit út eins og einhver hefði lent undir bílskúrshurðinni. Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is Regína Ósk hélt fyrst upp á hrekkjavöku af alvöru í fyrra en setur meiri kraft í hátíðarhöldin í ár.FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Maðurinn minn er æstur í þetta og hann sér um tæknilegu hliðina, en ég sé um nammið og skrautið, það er svaka metnaður í þessu hjá okkur. Framhald af forsíðu ➛ 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 3 . O K TÓ B E R 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U R 2 3 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :2 0 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 1 0 -4 1 D 0 2 4 1 0 -4 0 9 4 2 4 1 0 -3 F 5 8 2 4 1 0 -3 E 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 2 2 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.