Fréttablaðið - 23.10.2019, Side 24

Fréttablaðið - 23.10.2019, Side 24
Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is Arctic Trucks Ísland ehf. Kletthálsi 3 110 Reykjavík Sími 540 4900 Netfang info@arctictrucks.is Vefur www.arctictrucks.is JEPPADEKK.IS Vönduð amerísk jeppadekk sem henta frábærlega fyrir íslenskar aðstæður. Stærðir 29”-44”. 38” radíaldekk sem hefur margsannað sig á hálendi Íslands. 44” radíal. Hannað í samstarfi Arctic Trucks og Nokian. 35” radíal. Frábært neglt vetrardekk! kr. 39.900,- kr. 39.900,- kr. 49.900,- kr. 49.900,- kr. 49.900,- FELGUR Gott úrval Margar stærðir DEKKJAÞJÓNUSTA TÍMAPANTANIR Í SÍMA 540 4900 Frá 1. nóvember til 14. apríl þarf að hafa vetrardekk undir bifreiðum á Íslandi. Vetrar­ dekk eru, eins og nafnið gefur til kynna, sérhönnuð til að gagnast bifreiðum á veturna, í hálku, snjó og ís. Munurinn á þeim og sumardekkjum er gúmmíið í þeim og breidd og dýpt mynst­ ursins. Í vetrardekkjum eru líka oft naglar til að auka grip á ís, en þeir tæra líka götuna og skapa aukið vegryk, ásamt því að mynda djúp hjólför á yfirborði vega. Það er misjafnt milli landa hvort slík dekk eru leyfð, enda eru þau víða alveg ónauðsynleg. Gúmmíið í vetrardekkjum er ekki eins og í sumardekkjum og það er mýkra. Samspil gúmmís­ ins í dekkinu og yfirborðs vega er svo breytilegt eftir hitastigi og hefur áhrif á veggrip. Sumardekk harðna þegar hitinn fellur undir sjö gráður en vetrardekk haldast sveigjanleg í kulda. Mynstrið á dekkjunum bítur sig fast í snjó, ís og slyddu, dreifir vatni hraðar til að koma í veg fyrir að bílar f ljóti ofan á hjólförum og tryggir betra grip á vegum og betri stjórn. Aukin dýpt hjálpar mynstrinu að grípa í snjó, sem gefur betra grip á pökkuðum snjó. Vetrardekk sem hafa staðist veg­ gripspróf hafa rétt á að vera merkt með þriggja tinda fjalli með snjó­ korni. Stífari sumardekk henta svo mun betur og gefa betra veggrip í hlýrra veðri, ásamt því að valda minni mengun. Ábendingar Samgöngustofu Hér eru nokkur atriði sem Sam­ göngustofa bendir fólki á að hafa í huga varðandi hjólbarða fyrir veturinn. n Bifreiðar ættu að hafa góða heilsárs- eða vetrarhjólbarða sem hæfa aðstæðum, með gripgóðu mynstri og réttum loftþrýstingi. n Söluaðilar verða að merkja nýja hjólbarða svo niðurstöður staðl- aðra prófana sjáist. Það sem á að sjást er hve miklu eldsneyti þeir eyða, hvernig veggrip þeirra er í bleytu og hve mikill hávaði stafar af þeim, í desibelum. n Ef dekk eru tjöruhreinsuð reglulega yfir veturinn eykst veggrip þeirra mikið. Tjaran myndar sleipa húð á mynstri hjólbarðanna sem er mikilvægt að hreinsa af með vistvænum efnum. n Nagladekk verða svo bönnuð aftur frá 15. apríl til 31. október nema aðstæður gefi tilefni til annars. Yfir vetrartímabilið skal mynsturdýpt allra hjólbarða vera að minnsta kosti þrír milli- metrar. Mynstrið og gúmmíið ólíkt Nú þurfa allir bifreiðaeigendur að fara að huga að því að skipta yfir á vetrardekk. En hver skyldi vera munurinn á sumar- og vetrardekkjum og hví skiptir svo miklu máli að skipta um þessi dekk? Mynstrið á vetrardekkjunum bítur sig fast í snjó, ís og slyddu, dreifir vatni hraðar og tryggir betra grip á vegum og betri stjórn. NORDICPHOTOS/GETTY Það er svo sannarlega full þörf á negldum hjólbörðum á þjóðvegum landsins yfir vetrartímann. NORDICPHOTOS/GETTY 4 KYNNINGARBLAÐ 2 3 . O K TÓ B E R 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U RVETRARDEKK 2 3 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :2 0 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 1 0 -1 A 5 0 2 4 1 0 -1 9 1 4 2 4 1 0 -1 7 D 8 2 4 1 0 -1 6 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 2 2 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.