Fréttablaðið - 23.10.2019, Blaðsíða 26
Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir
hjordiserna@frettabladid.is
Hér eru nokkrar áhugaverðar staðreyndir um dekk.
n Afkastamesti dekkjafram
leiðandinn er líka sá minnsti, ef
svo má að orði komast, en það er
leikfangaframleiðandinn LEGO
sem framleiðir meira af dekkjum
en nokkur annar framleiðandi.
Talið er að fyrirtækið framleiði
í það minnsta um 318 milljónir
(smá)dekkja árlega.
n Dekk voru upprunalega hvít að
lit. Bæði er gúmmíið sem dekk
eru gerð úr hvítt auk þess sem
sinkoxíð var lengi vel borið
á dekkin til þess að gera þau
endingarbetri en það er einnig
hvítt. Dekk urðu svo svört að lit
þegar farið var að bera kinrok
(carbon black) á þau, en það
gerði þau enn þá endingarbetri
en sinkoxíðið.
n Kinrok getur aukið slitþol
gúmmís allt að hundraðfalt og
togþol um allt að 1008%.
n Tilurð þess að lita dekk svört má
rekja til byrjunar 20. aldarinnar
þegar fyrirtæki að nafni Binney
& Smith hóf sölu á kinroki til
dekkjaframleiðandans Good
rich. Síðar meir fóru Binney &
Smith að framleiða skólavörur
og endurnefndu fyrirtækið
Cray ola Crayons, sem flestir
ættu að þekkja.
n Flestir þekkja hinn sumarlega
túnfífil, en það sem færri vita
er að ekki er aðeins hægt að
vinna gúmmí úr honum heldur
er markvisst verið að þróa
dekk gerð gerð úr téðu gúmmíi.
Miklar vonir eru bundnar við
þessa umhverfisvænu lausn sem
er væntanleg á markaðinn innan
fárra ára.
n Bílaviðgerðarmenn hafa fundið
ýmsa furðulega hluti fasta í
dekkjum. Meðal þess má nefna
skrúfjárn, byssukúlur, skæri,
hreindýrshorn, bíllykla og skeið.
n Stærsta dekk veraldar er að
finna í Michigan. Dekkið, sem
er ríflega 24 metrar á hæð og
vegur tólf tonn, var byggt með
það að markmiði að það þyldi
kraftmikla vinda fellibylja.
Dekkið var framleitt í samstarfi
við Uniroyal og var notað sem
Parísarhjól á Heimssýningunni í
New York árin 1964 og 1965.
n Orðið „tire“ er rakið aftur til
miðalda, eða nánar tiltekið
16. aldar. Orðið er talið koma
af „attire“ sem vísar til tækja,
klæðnaðar eða einhvers sem
hylur. Er því talið að það hafi
átt að lýsa því hvernig dekkið
klæðir hjólið.
n Árlega er framleiddur um einn
milljarður dekkja. Í dag eru
sjaldnast varadekk í nýjum
bílum. Er það talið stafa af því
að bílaframleiðendur vilji draga
úr þyngd bílanna og eldsneyt
iseyðslu.
n Dekkjabrennur eru þekktar
fyrir að vera sérstaklega erfiðar
viðfangs. Í teiknimyndaþátt
unum um Simpsonfjölskylduna
var grínast með þá staðreynd en
í þáttunum hefur verið vísað í
„dekkjabrunann í Springfield“
sem á að hafa varað í 25 ár og
lyktin á að finnast í 46 ríkjum.
Þessi dekkjabruni kemur fram
í inngangi þáttanna og er því
eitt af því fyrsta sem áhorfendur
sjá í hvert skipti sem horft er á
þættina.
n Þá eiga dekk sér líka myrka
sögu en þau hafa verið notuð
í aftökum við aftökuaðferð
sem kölluð er hálsfestun eða
„necklacing“. Þessi aðferð var
til dæmis vinsæl í SAfríku
um miðbik 9. áratugarins þar
sem mikil átök geisuðu vegna
aðskilnaðarstefnunar. Aðferðin
gekk út á að setja dekk, fyllt
með bensíni, utan um háls og
handleggi fórnarlamba og svo
var kveikt í. Fórnarlambið, sem
gat ekki hreyft sig, þurfti því að
upplifa sérstaklega sársauka
fullan dauðdaga sem gat tekið
allt að tuttugu mínútur.
Áhugaverðar staðreyndir um dekk
Líkt og með heilsuna, sem við tökum gjarnan sem sjálfsögðum hlut þar til við verðum veik, þá er
það oft ekki fyrr en dekkið springur sem við áttum okkur á því hve það er ómetanlegt fyrirbæri.
Dekk voru lengi vel hvít á litinn en svarti liturinn kom fram í kringum 1917.
Stærsta dekk í heiminum er
Uniroyal-dekkið í Michigan.
6 KYNNINGARBLAÐ 2 3 . O K TÓ B E R 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U RVETRARDEKK
2
3
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:2
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
4
1
0
-1
F
4
0
2
4
1
0
-1
E
0
4
2
4
1
0
-1
C
C
8
2
4
1
0
-1
B
8
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
8
s
_
2
2
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K