Fréttablaðið - 23.10.2019, Side 31
Keppinauturinn
hefur hagnast
verulega á umliðnum árum
og greitt sér myndarlegan
arð.
Sigþrúður Ármann
MARKAÐURINN 7M I Ð V I K U D A G U R 2 3 . O K T Ó B E R 2 0 1 9
Kvörtuðu til Samkeppniseftirlitsins
Forsvarsmenn Verðbréfamið-
stöðvar Íslands kvörtuðu í fyrra
til Samkeppniseftirlitsins vegna
háttsemi Nasdaq sem þeir segja
ómálefnalega og til þess fallna
að vinna gegn því að nýr keppi-
nautur geti haslað sér völl á
markaðinum.
Þeir telja að Nasdaq verð-
bréfamiðstöð hafi misnotað
markaðsráðandi stöðu sína með
því að halda áfram að innheimta
svokölluð vörslugjöld af reikn-
ingsstofnunum vegna verðbréfa
sem hafa verið flutt frá Nasdaq
til Verðbréfamiðstöðvarinnar.
Nasdaq verðbréfamiðstöð
hafnaði öllum ásökunum um að
félagið hafi misnotað markaðs-
ráðandi stöðu sína. Í yfirlýsingu
sem verðbréfamiðstöðin sendi
frá sér í fyrra segir að hún fylgi
kröfum evrópskra eftirlitsaðila í
einu og öllu.
„Mjög skýr og rík lagaumgjörð
er um starfsemi verðbréfamið-
stöðva. Staðlar og kröfur sem
eftirlitsaðilar í Evrópu hafa sett
fram gera ráð fyrir að samkeppni
fari fram með tengingum á milli
verðbréfamiðstöðva. Fylgir
Nasdaq verðbréfamiðstöð þeim
kröfum í einu og öllu,“ segir í yfir-
lýsingunni.
„Það sem Verðbréfamiðstöð
Íslands kallar flutning á verðbréf-
um á milli verðbréfamiðstöðva
[…] er í reynd ekki flutningur,
heldur tenging við Nasdaq verð-
bréfamiðstöð. Tengingar á milli
verðbréfamiðstöðva í Evrópu
eru algengar og er ávallt tekið
gjald fyrir þær enda óhjákvæmi-
legur kostnaður sem felst í því
að þjónusta slíkar tengingar.
Allar skyldur Nasdaq verðbréfa-
miðstöðvar er lúta að útgáfu
og utanumhaldi verðbréfanna
haldast óbreyttar, óháð tengingu
á milli verðbréfamiðstöðva.“
Erla Hrönn Aðalgeirsdóttir er framkvæmdastjóri Verðbréfamiðstöðvar Íslands og Sigþrúður Ármann er stjórnarformaður. Erla segir að umsókn um starsfleyfi keppinautarins hafi verið nokkrar blaðsíður. „Okkar umsókn var yfir þúsund blaðsíður.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
rekstrarár. Árið 2015 var arðsemi
eiginfjár 57 prósent og eiginfjár-
hlutfallið hátt eða 66 prósent. Það
ár nam hagnaðurinn 328 milljónum
króna.
Af koman var með svipuðum
hætti árið 2018. Arðsemi eiginfjár
var 48 prósent, eiginfjárhlutfallið
60 prósent og hagnaðurinn var 270
milljónir króna.
Helstu leikendur í fjármálakerf-
inu eru um borð í hluthafahópi fyrir-
tækisins. Eruð þið búin að tryggja
ykkur viðskipti?
Sigþrúður: „Við erum valkostur
sem leggur áherslu á öruggt og skil-
virkt tölvukerfi, góða þjónustu og
betri verð. Við erum raunhæfur val-
kostur fyrir hluthafa okkar og aðra.“
Erla Hrönn: „Við höfum gert
aðildarsamninga við nokkra þátt-
takendur um að tengjast kerfinu
okkar og höfum loforð um að útgáf-
ur verði skráðar rafrænt hjá okkur.“
Stofnendur VBM
Hvaða einkafjárfestar eru í hlut-
hafahópnum?
Sigþrúður: „Stofnendur Verð-
bréfamiðstöðvarinnar eru einka-
fjárfestarnir í hluthafahópnum.
Stofnendurnir eru Braml í eigu
Arnar Arinbjarnarsonar, G60 í eigu
Einars Sigurjónssonar sem starfar
hjá Verðbréfamiðstöðinni og var
áður framkvæmdastjóri hennar
og lögmannsstofan Lagahvoll. Eig-
endur hennar hafa mikla reynslu af
störfum á fjármálamarkaði.“
Einar starfaði áður sem fram-
kvæmdastjóri Verðbréfaskráningar
Íslands. Lagahvoll er í eigu héraðs-
dómslögmannanna Daða Bjarna-
sonar og Jóhanns Tómasar Sigurðs-
sonar.
Eru þið tvær í hluthafahópnum?
Sigþrúður: „Nei, hvorug okkar.
Ég er óháður stjórnarmaður. Það
er ein af kröfum nýju Evrópureglu-
gerðarinnar CSDR, sem er í frum-
varpsdrögum hérlendis, að þriðj-
ungur stjórnarmanna sé óháður.
Öll stjórnin hefur verið óháð fram
að þessu. Eðli málsins samkvæmt
verður efnt til hluthafafundar í lok
mánaðar í kjölfar þess að Innviðir
hafa eignast meirihluta í félaginu og
mun stjórnin þá taka breytingum.
Samkeppnissjónarmið gegna
veigamiklu hlutverki samkvæmt
CSDR og er eitt meginmarkmiða
þeirrar samræmdu lagasetningar
sem CSDR felur í sér að stuðla að
aukinni samkeppni milli verðbréfa-
miðstöðva með einsleitu regluverki.
Það skiptir máli að löggjafinn líti til
þess.“
Hvað geta stjórnvöld gert til þess?
Sigþrúður: „Laga- og regluramm-
inn þarf að vera skýr. Það er brýnt
að frumvarp til laga um verðbréfa-
miðstöðvar, uppgjör og rafræna
eignarskráningu fjármálagerninga
sem lagt verður fram á yfirstand-
andi þingi, mæli skýrlega fyrir um
nokkur mikilvæg atriði þannig að
skapaður sé jarðvegur fyrir virkan
samkeppnismarkað milli verð-
bréfamiðstöðva. Á það við þegar
útgefendur raf bréfa kjósa að segja
upp skráningu hjá einni verðbréfa-
miðstöð og flytja hana til annarrar.
Einnig þarf sá möguleiki að vera
fyrir hendi, líkt og er í núgildandi
lögum, að hægt sé að f lytja hluta
útgáfu yfir til annarrar verðbréfa-
miðstöðvar. Skiptir máli í því sam-
hengi að fyrri verðbréfamiðstöð
geti ekki rukkað fullt gjald þrátt
fyrir að búið sé að f lytja hluta eða
alla útgáfu yfir til annarrar verð-
bréfamiðstöðvar. Það má líkja
þessu við þegar skipt er um fjar-
skiptafyrirtæki, þá er hægt að færa
símanúmerið á milli fyrirtækja.
Viðskiptavinir vilja ekki lenda í
þeirri aðstöðu að þurfa að borga
fyrir símaþjónustu hjá tveimur
fyrirtækjum. Það er ekki til hags-
bóta fyrir neytendur.“
Sjaldgæft en þekkist
Eru oft reknar nokkrar verðbréfa-
miðstöðvar í hverju landi fyrir sig?
Erla Hrönn: „Það er frekar sjald-
gæft en það eru þó dæmi um það.
Það eru þrjár verðbréfamiðstöðvar
í Belgíu, þrjár í Lúxemborg og tvær
í Frakklandi svo dæmi séu tekin.“
Hún segir að eignarhaldi á verð-
bréfamiðstöðvum sé háttað með
ýmsum hætti í ólíkum löndum.
Stundum séu þær í eigu notenda,
í ákveðnum tilvikum í eigu kaup-
halla, það þekkist einnig að þær séu
í eigu hins opinbera, hvort sem það
sé í nafni seðlabanka eða ríkisins,
stundum sé eignarhaldið blandað
og það þekkist einnig að þær séu í
eigu fagfjárfesta á borð við lífeyris-
sjóði eins og í tilviki Verðbréfamið-
stöðvar Íslands.
Er rými fyrir tvær verðbréfamið-
stöðvar á Íslandi?
Sigþrúður: „Það hefur sýnt sig að
aukin samkeppni á þessum mark-
aði eins og öðrum er holl. Eins og við
sögðum áðan hefur keppinauturinn
lækkað verð í þrígang eftir að Verð-
bréfamiðstöð Íslands var stofnuð.
Það mætti snúa spurningunni við
og spyrja hvort það sé æskilegt að
það sé einungis rekin ein verðbréfa-
miðstöð á Íslandi.“
Hverjar eru helstu áskoranirnar
við það að hleypa af stokkunum
verðbréfamiðstöð?
Sigþrúður: „Það fór mikil vinna
í að fá starfsleyfi. Fjármálaeftir-
litið kallaði eftir því að horft væri
til CSDR-reglugerðarinnar jafnvel
þótt hún hafi ekki enn tekið gildi
hér á landi. Umsóknin var því afar
umfangsmikil. Það var hollt fyrir
okkur að fara í gegnum þá vinnu og
við erum því í stakk búin að mæta
nýju lagaumhverfi.
Það fór enn fremur mikil vinna í
að velja tölvukerfið. Við horfðum til
margra þátta og fengum góða ráð-
gjöf.
Þá hefur þurft að fjármagna verk-
efnið og hefur félagið farið í hluta-
fjáraukningar vegna þessa með
þátttöku núverandi og nýrra hlut-
hafa.“
Mun viðameiri umsókn
Erla Hrönn: „Nýja löggjöfin mun
taka gildi á komandi mánuðum
og við það tilefni munu aðilar sem
reka verðbréfamiðstöðvar þurfa
að sækja aftur um starfsleyfi. Við
búum að þeirri miklu vinnu sem
lögð var í umsóknina.
Ég hef það fyrir víst að þegar sótt
var um leyfi fyrir verðbréfamið-
stöðina sem fyrir er á markaðnum
hafi umsóknin verið nokkrar blað-
síður. Okkar umsókn var öllu viða-
meiri eða yfir þúsund blaðsíður. Það
hefur margt breyst á þessum tíma.“
Er tölvukerfið stærsta fjárfest-
ingin?
Erla Hrönn: „Stærsta fjárfest-
ingin liggur í tölvukerfinu og inn-
leiðingu á því. Það þarf að setja upp
kerfið, læra á það, gera viðamiklar
prófanir á því og tengingum. Lögð
er höfuðáhersla á öryggi tölvu-
kerfisins og skilvirkni.
Við höfum nú þegar farið í gegn-
um eina úttekt á upplýsingakerfum
og öryggi þeirra samkvæmt tilmæl-
um Fjármálaeftirlitsins án þess að
hafa formlega hafið rekstur og var
heilmikill lærdómur fólginn í þeirri
vinnu og hollt fyrir okkur að fara í
gegnum hana. Slíka úttekt þarf
að gera einu sinni á ári af óháðum
aðila.“
Hver er þinn bakgrunnur, Erla
Hrönn?
Erla Hrönn: „Ég er viðskipta-
fræðingur að mennt og með verð-
bréfaviðskiptapróf og vann í tæp-
lega 20 ár hjá Landsbankanum og
dótturfélaginu Landsbréfum sem
forstöðumaður. Mín reynsla liggur í
stjórnun á bakvinnslu fyrir fjárfest-
ingar- og viðskiptabankastarfsemi,
hérlendis og erlendis. Hluti af því
var frágangur verðbréfa- og gjald-
eyrisviðskipta, vörsluþjónusta og
fleira er tengist umsýslu verðbréfa.
Ég þekki því að kaupa þjónustu
af verðbréfamiðstöð og ferli við-
skiptanna. Núna er ég komin hinum
megin við borðið.
Ég var fyrst ráðin til Verðbréfa-
miðstöðvar Íslands sem ráðgjafi
en tók við sem framkvæmdastjóri
árið 2018. Ég hef gegnt starfi fram-
kvæmdastjóra í rúmlega eitt ár.
Við Sigþrúður höfum unnið þétt
saman.“
Hvernig kom til að þú varðst
stjórnarformaður, Sigþrúður?
Sigþrúður: „Ég er lögfræðingur
að mennt með MBA-gráðu. Ég tók
sæti í stjórninni þegar félagið var
stofnað árið 2015 og í janúar 2018
tók ég við sem stjórnarformaður.
Ég hef lengi haft áhuga á stjórnar-
störfum, hef sótt námskeið þess
efnis hjá IESE Business School,
Harvard Business School sem og
Háskólanum í Reykjavík. Áður
starfaði ég sem lögfræðingur hjá
Viðskiptaráði Íslands og kom þar
að vinnu við góða stjórnarhætti.
Einnig hef ég reynslu af fjármála-
markaði og starfaði um tíma hjá
MP Banka, sem nú er Kvika. Þá var
ég lögfræðingur hjá hugbúnaðar-
fyrirtæki og má segja að fjölbreytt
reynsla mín í gegnum tíðina hafi
komið sér vel við stofnun Verð-
bréfamiðstöðvar Íslands.“
Markaðurinn hefur
nú þegar notið góðs
af tilkomu Verðbréfamið-
stöðvarinnar því keppi-
nauturinn hefur lækkað
verðið þrisvar sinnum frá
stofnun fyrirtækisins. Og
reksturinn er ekki enn
hafinn.
Erla Hrönn Aðalgeirsdóttir
2
3
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:2
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
1
0
-4
6
C
0
2
4
1
0
-4
5
8
4
2
4
1
0
-4
4
4
8
2
4
1
0
-4
3
0
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
8
s
_
2
2
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K