Fréttablaðið - 23.10.2019, Side 32
Helgi Vífill
Júlíusson
helgivifill@frettabladid.is
Töluvert hefur verið rætt á undanförnum árum um litla virkni á hlutabréfamarkaði
á Íslandi. Bent hefur verið á ýmsar
ástæður fyrir þessu, svo sem smæð
markaðarins, að almennir fjár-
festar hafi verið tregir að fjárfesta í
hlutabréfum eftir bankahrunið árið
2008, að erlendir fjárfestar hafi ekki
séð hag sinn í að koma inn á íslenska
markaðinn, að lífeyrissjóðir eru afar
fyrirferðarmiklir á markaðnum og
fleira.
Eitt atriði sem áhugavert er að
skoða nánar er hvernig viðskipti fara
fram á markaði og hvaða reglur gilda
um gagnsæi kaup- og sölutilboða. Á
undanförnum árum hefur umfang
tilkynntra viðskipta að jafnaði
verið yfir 60% af viðskiptum í kaup-
höllinni. Í slíkum viðskiptum semja
tveir markaðsaðilar um viðskiptin
utan viðskiptakerfis kauphallar,
t.d. í gegnum síma eða spjallforrit,
og tilkynna þau eftir á. Fyrirkomu-
lag viðskiptanna felur í sér að ekkert
gagnsæi er til staðar áður en þau fara
fram, þ.e. að aðilar sem framkvæma
viðskiptin setja ekki fram kaup- og
sölutilboð í kerfi kauphallarinnar
sem eru sýnileg almenningi. Í þess-
um tilvikum eru fjármálafyrirtæki
að nýta sér undanþágur frá gagnsæi
tilboða (e. pre-trade transparency
waivers), sem Fjármálaeftirlitið
getur leyft að vissum skilyrðum
uppfylltum. Ljóst er að auka mætti
gagnsæi á markaði með því að
draga úr notkun á fyrrnefndum
undanþágum. Þannig væru kaup-
og sölutilboð í auknum mæli sýnileg
almenningi og endurspegluðu betur
framboð á og eftirspurn eftir þeim
hlutabréfum sem um ræðir. Einnig
væri verðmyndunin gagnsærri þar
sem viðskipti með hefðbundinni
pörun kaup- og sölutilboða sem eru
sýnileg í viðskiptakerfi kauphallar
myndu að öðru óbreyttu aukast.
Breytt framkvæmd gæti því mögu-
lega stuðlað að meiri virkni og auk-
inni tiltrú á markaði.
Til stendur að innleiða í íslensk
lög tilskipun ESB nr. 2014/65/ESB
(MiFID II) og reglugerð ESB nr.
600/2014 (MiFIR). Einn megintil-
gangur með MiFID II og MiFIR er að
auka gagnsæi á markaði. Í þeim eru
ýmis úrræði sem geta gagnast stjórn-
völdum við að ná fram því mark-
miði. Eftir innleiðingu verður t.d.
hægt að skilgreina hlutabréf allt að
fimm útgefenda sem tekin hafa verið
til viðskipta á skipulegum verðbréfa-
markaði sem hlutabréf með virkan
markað óháð því hvort þau uppfylli
viðmið þar um. Til að hlutabréf telj-
ist hafa virkan markað þurfa tiltekin
skilyrði að vera uppfyllt en engin
hlutabréf á Íslandi uppfylla öll við-
miðin. Skilyrðin varða meðal annars
lágmarksfjölda viðskipta og veltu.
Þegar félag er með virkan markað
fylgja því takmarkanir á notkun til-
tekinna undanþága frá gagnsæi áður
en viðskipti fara fram. Það þýðir að
eingöngu er hægt að nýta undanþág-
urnar þangað til svokallað veltuþak
virkjast (e. double volume cap). Ekki
er hægt að nýta undanþágurnar í til-
tekinn tíma eftir að veltuþakið virkj-
ast sem þýðir að öðru óbreyttu aukið
gagnsæi þar sem aðilum á markaði
eru settar þröngar skorður varðandi
önnur viðskipti en þau sem fara
fram í gegnum hefðbundna pörun
kaup- og sölutilboða í viðskipta-
kerfi kauphallar. Það að enginn
hlutabréfaútgefandi sem er skráður
á markaði á Íslandi uppfyllir viðmið
um virkan markað þýðir að gagnsæi
í aðdraganda viðskipta getur orðið
töluvert minna hér á landi, þar sem
auðveldara er að eiga viðskipti án
þess að birta opinberlega kaup- og
sölutilboð.
Fjármálaeftirlitið hefur nú til
skoðunar hvort skilgreina eigi hluta-
bréf allt að fimm útgefenda á Íslandi
sem hlutabréf með virkan markað á
grundvelli MiFID II og MiFIR reglu-
verksins. Þann 7. október sl. sendi
Fjármálaeftirlitið dreifibréf til aðila
á hlutabréfamarkaði þar sem óskað
var sjónarmiða um framangreint.
Dreifibréfið má finna á heimasíðu
Fjármálaeftirlitsins. Greinarhöfund-
ar hvetja alla þá sem hafa áhuga á að
styrkja íslenskan hlutabréfamarkað
til að kynna sér málið vel og senda
sjónarmið sín til Fjármálaeftirlitsins.
Hvernig má auka gagnsæi og virkni á hlutabréfamarkaði?
Það að enginn
hlutabréfaútgefandi
sem er skráður á markaði á
Íslandi uppfyllir viðmið um
virkan markað þýðir að
gagnsæi í aðdraganda
viðskipta getur orðið
töluvert minna hér á landi.
Aðalsteinn
Eymundsson
forstöðu-
maður verð-
bréfaeftirlits,
hjá FME
Páll
Friðriksson,
framkvæmda-
stjóri markaða
og viðskipta-
hátta hjá FME
Gervigreind er ekki bylting sem á sér stað á augabragði hjá fyr-irtækjum. Þetta er langhlaup. Það þarf að hefjast handa og
sýna þolinmæði, segir Brynjólfur
Borgar Jónsson, framkvæmda-
stjóri Data Lab, sem starfað hefur
við fagið í tíu ár, meðal annars hjá
Capacent.
„Hagnýting gervigreindar er ekki
enn efst á baugi hjá fyrirtækjum en
þetta er allt að koma. Langf lestir
eru meðvitaðir um gervigreind og
að rétt sé að hagnýta hana í rekstri,“
segir hann. „Það er ekki erfitt að
ímynda sér að eftir fimm ár verði
hver atvinnugreinin á fætur annarri
farin að tileinka sér gervigreind hér
og þar.“
Brynjólfur Borgar segir að með
gervigreind sé verið að sjálfvirkni-
væða aðgerðir sem áður þurfti
mannlega greind til að sinna. Þekkt
dæmi um gervigreind sé meðmæla-
kerfi í netverslunum. Amazon
bendi til dæmis á að þeir sem hafi
keypt tiltekna bók hafi jafnframt
keypt nokkrar aðrar bækur. Hann
grípur til annars dæmis og nefnir
að talið sé að 80 prósent af áhorfi
á Netflix megi rekja til meðmæla-
kerfis fyrirtækisins.
Hann bendir á að það megi nýta
tæknina á ýmsa vegu, til dæmis til
að bæta innri ferla, draga úr sóun,
minnka áhættu og í starfsmanna-
málum.
Kveikja á perunni
„Íslenskar verslanir eru að kveikja á
perunni,“ segir Brynjólfur Borgar og
vísar í meðmælakerfi netverslana.
„Við erum eitt af þeim fyrirtækjum
sem aðstoða við að þróa tækni á
borð við þessa.“
Innleiðing á meðmælakerfi geti
leitt til þess að það sé selt meira að
meðaltali í hvert skipti. „Það getur
breytt samkeppnishæfni fyrir-
tækja. Keppinautar taka eftir því
og vilja bjóða upp á sams konar
lausnir. Þau vilja ekki fara á mis
við tækni sem skiptir sköpum fyrir
reksturinn. Á örfáum árum munu
fleiri stökkva á vagninn og innleiða
gervigreind. Þannig verður gervi-
greind innleidd á Íslandi. Það mun
gerast á löngum tíma,“ segir hann.
Gervigreind er þolinmótt langhlaup
Brynjólfur Borgar Jónsson, framkvæmdastjóri Data Lab, segir að ef fyrirtæki innleiðir gervigreind með góðum árangri muni keppi-
nautar ekki vilja sitja eftir heldur leggja af stað í sömu vegferð. Þannig verði gervigreind innleidd hér á landi yfir lengra tímabil.
Brynjólfur Borgar segir að starfsmenn geti óttast að sjálfvirknivæða eigi störfin þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Að hans sögn þurfi fyrirtæki
að prófa sig áfram og gera mistök.
Lykillinn sé að gera mistökin hratt,
sættast við það og leggja aftur af
stað. „Við hjá Data Lab höfum þróað
lausnir sem hafa ekki virkað, það
var góður skóli. Við viljum ekki að
sú lausn malli í langan tíma heldur
hendum henni og byrjum á þeirri
næstu. En við höfum líka þróað
lausnir sem virka vel og þá er rétt að
láta þær malla og bæta ofan á þær.
Hægt er að taka sem dæmi að
veðurfar hafi áhrif á sölu tiltekinnar
vöru. Í fyrstu útgáfunni af gervi-
greind væri veðrið ekki tekið með
í reikninginn en í annarri útgáfu
væri veðurspá bætt við líkanið.
Mögulega myndi það leiða til mun
meiri sölu.
Eftir tvö ár, þegar stöðugt hefur
verið bætt við kerfið, er búið að
skapa tæknilausn sem stjórnendur
fyrirtækisins myndu ekki vilja vera
án. Þeir gætu ekki hugsað sér að
snúa til baka,“ segir hann.
Ræði við starfsmenn
Að hans sögn sé æskilegt að stjórn-
endur ræði við starfsmenn um þá
vegferð sem fyrirtækið sé á í gervi-
greind eftir að hafa öðlast reynslu í
kjölfar nokkurra tilraunaverkefna.
Það þurfi að ræða spurningar eins
og: Hverju höfum við áorkað? Hvað
viljum við gera? Hvað megum við
gera? Hvað er samfélagslega ábyrgt
að gera?
Brynjólfur Borgar bendir á að
starfsmenn geti óttast að sjálf-
virknivæða eigi störfin þeirra og
það valdi kurr á meðal þeirra. Það sé
því nauðsynlegt að ræða þann ótta
enda mikilvægt að hafa starfsmenn
með sér í liði í vegferðinni. „Víða
hafa orðið til ný störf innan fyrir-
tækja með sjálfvirknivæðingu,“
bendir hann á.
Aðspurður hvort það sé dýrt að
tengja gervigreind inn í rekstur
fyrirtækja segir Brynjólfur Borgar
að það sé ekki dýrt að hefjast handa
og prófa sig áfram. „Í f lestum til-
fellum myndi ég halda að það væri
innleiðingin sjálf sem væri dýrust.
Gervigreind stýrir
heita vatninu
Data Lab hefur meðal annars
smíðað gervigreind fyrir Orku-
veitu Reykjavíkur sem spáir fyrir
um eftirspurn eftir heitu vatni.
„Það koma kuldaköst á veturna,“
bendir Brynjólfur Borgar á og
nefnir að það sé ekki hægt
að þrýsta á takka og við það
aukist framboð á heitu vatni
samstundis. Heita vatnið sé í
borholum uppi á heiði og því
þurfi einhvern fyrirvara til að
bregðast við óskum um aukið
heitt vatn.
„Við þróuðum gervigreind
sem spáir fyrir um eftirspurn
eftir heitu vatni hjá Orku-
veitunni. Hún hefur samband
við stjórnstöð sem skrúfar frá
heitu vatni eftir þörfum. Manns-
höndin kemur þar hvergi nærri.
Tölvukerfið annast vinnuna,“
segir hann og nefnir að eftirlit
sé haft með þeirri framkvæmd.
Það þarf að breyta ferlum, þjálfa
fólk, breyta skipulagi og jú fjárfesta
í tækni,“ segir hann.
Brynjólfur Borgar segir stjórn-
endur fyrirtækja ekki ræða mikið
um það opinberlega hvernig gervi-
greind sé nýtt í rekstri. „Líklega er
það vegna þess að fyrirtækin eru að
prófa sig áfram og velta vöngum yfir
því hvort lausnirnar séu að virka.
Það væri stór áfangi ef við kæmumst
þangað,“ segir hann og nefnir að af
þeim sökum geti reynst erfitt að
nefna fyrirtæki sem standi framar-
lega á þessu sviði hafi fólk ekki vitn-
eskju um það frá fyrstu hendi.
„Fyrirtæki á markaði eiga að
segja opinberlega frá því hvernig
þau hyggjast nýta gervigreind.
Það mun efla tiltrú markaðarins á
þeim,“ segir Brynjólfur Borgar og
nefnir að það geti verið góð leið til
að laða að gott starfsfólk.
„Það er fjöldi fólks að ljúka mast-
ersnámi og jafnvel doktorsnámi
sem hefur tileinkað sér gervigreind.
Við fáum atvinnuumsóknir nánast
vikulega frá fólki sem hefur mennt-
un á þessu sviði. Slíkir starfskraftar
vilja starfa hjá fyrirtækjum sem
standa framarlega á þessu sviði. Þau
langar að halda áfram að læra í sínu
nýja starfi. Þau vilja ekki vinna hjá
risaeðlum og staðna,“ segir hann.
Það er ekki erfitt að
ímynda sér að eftir
fimm ár verði hver atvinnu-
greinin á fætur annarri farin
að tileinka sér gervigreind
hér og þar.
Fyrirtæki á mark-
aði eiga að segja
opinberlega frá því hvernig
þau hyggjast nýta gervi-
greind. Það mun efla tiltrú
markaðarins á þeim.
2 3 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R8 MARKAÐURINN
2
3
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:2
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
4
1
0
-4
1
D
0
2
4
1
0
-4
0
9
4
2
4
1
0
-3
F
5
8
2
4
1
0
-3
E
1
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
8
s
_
2
2
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K