Fréttablaðið - 23.10.2019, Síða 33
Rétt eins og of lítil
reglubyrði getur
skaðað neytendur ef fyrir-
tæki nýta sér það dregur of
mikil reglubyrði úr sam-
keppnishæfni fyrirtækja
sem skaðar á endanum
hagsmuni neytenda og
þjóðfélagið sem heild.Í byrjun vikunnar kynnti atvinnuvega og nýsköpunarráðherra lagafrumvarp til breytinga
á samkeppnislögum. Er breyting
unum ætlað að bæta framkvæmd
laganna og uppfæra hluta þeirra
til samræmis við gildandi EES
rétt. Um er að ræða veigamiklar
breytingar og sætir frumvarpið því
miklum tíðindum. Í þessari grein
verður sjónum beint að þeim nauð
synlegu og tímabæru breytingum
sem stuðla munu að skilvirkara
samkeppniseftirliti.
Til að samkeppniseftirlit virki
sem skyldi er skilvirkni þess
grundvallaratriði svo ábati sam
keppninnar skili sér til neytenda.
Að samkeppnisyfirvöld geti leyst
með skjótum hætti úr þeim málum
sem eru fyrirliggjandi samhliða
því að ekki er slegið af kröfum um
vandaða málsmeðferð og nægjan
lega rannsókn í hverju máli. Sam
keppnisyfirvöldum á Íslandi hefur
gjarnan verið legið á hálsi að máls
meðferð í kvörtunarmálum sé tíma
frek og loksins þegar niðurstaða
liggur fyrir í málum sé það langt
liðið frá þeirri háttsemi sem var til
skoðunar að niðurstaðan hefur tak
markaða þýðingu.
Undanfarin ár hefur umfang sam
runamála aukist verulega hjá Sam
keppniseftirlitinu og hefur eftir
litið því forgangsraðað í þágu þeirra
mála. Samkeppniseftirlitinu hefur
því verið enn þrengri stakkur snið
inn til að sinna sínu mikilvægasta
hlutverki sem er að uppræta ólög
mætt samráð og vinna gegn öðrum
samkeppnishömlum á markaði.
Af leiðingar þessarar stöðu eru
m.a. þær að fyrirtæki veigra sér við
að senda Samkeppniseftirlitinu
erindi vegna óvissu um tímalengd
mála og það hvort erindi nái yfir
höfuð inn á forgangslista eftirlits
ins enda dæmi um að mál séu ekki
tekin til formlegrar efnismeðferðar
sökum anna eftirlitsins.
Mikilvægasta breytingin er í 3. gr.
frumvarpsins þar sem lagt er til að
skylda fyrirtækja til að leita heim
ildar Samkeppniseftirlitsins til að
fá undanþágu fyrir samstarfi verði
afnumin. Oftast er þá um að ræða
samstarf fyrirtækja á sama sölustigi
(lárétt samstarf) eða fyrirtækja sem
starfa á sitt hvoru sölustiginu innan
sömu virðiskeðju (lóðrétt samstarf).
Tillagan sækir fyrirmynd sína í
reglugerð ESB sem tók gildi í f lest
um ríkjum EESsvæðisins 1. maí
2004. Í stuttu máli felur breytingin
í sér, að í stað þess að fyrirtæki leiti
eftir samþykki Samkeppniseftirlits
ins til að eiga með sér samstarf þá
bera þau sjálf ábyrgð á því að sam
starf þeirra brjóti ekki í bága við
samkeppnislög. Við það mat njóta
þau leiðbeininga sem Samkeppnis
eftirlitinu verði skylt að gefa út að
evrópskri fyrirmynd. Í stað óvissu
sem fylgir bið eftir niðurstöðu
stjórnvalda í undanþágumáli geta
fyrirtæki því efnt til samstarfs en
verða þó að gæta þess að samningar
þeirra á milli og öll samskipti brjóti
ekki gegn banni við samkeppnis
hamlandi samstarfi og samskiptum
fyrirtækja.
Ákvæðið um samstarf fyrir
tækja á sérstaklega vel við á Íslandi
þar sem reikna verður með því að
sífellt harðari alþjóðleg samkeppni
og örar tækniframfarir geri það að
verkum að þörf fyrir samnýtingu á
þekkingu og innviðum verði ríkari
en áður til að auka velsæld, þó ávallt
þurfi að sýna fram á að samstarf
skili á endanum ábata til neytenda.
Þó breytingin láti ekki mikið yfir
sér olli hún gjörbreytingu á skil
virkni samkeppniseftirlits í f lestum
Evrópuríkjum í kjölfar innleiðingar
á árinu 2004. Með því losnaði veru
lega um þann mannauð sem vinnur
hjá eftirlitsstofnunum og gat þá í
ríkara mæli einbeitt sér að því að
uppræta samráð og vinna gegn mis
notkun fyrirtækja á markaðsráð
andi stöðu auk annarra verkefna.
Önnur tillaga sem fram kemur
í 9. gr. frumvarpsins er heimild
Samkeppniseftirlitsins til að ljúka
málum með sátt gegn því að fyrir
tæki taki á sig skuldbindingar sem
binda enda á samkeppnistakmark
anir. Það hefur færst mjög í vöxt
við framkvæmd samkeppnisréttar
í Evrópu að málum hafi lokið með
sátt. Nokkur dæmi eru einnig um
það í íslenskri framkvæmd, sem
er vel. Stór mál sem hafa verið til
lykta leidd með sátt hafa þá tekið
mun skemmri tíma en áralangur
tímafrekur ágreiningur á tveimur
stjórnsýslustigum og 23 dóm
stigum ef mál fara alla leið. Með því
getur fengist umtalsvert skjótari
niðurstaða auk þess sem leyst er
úr þeim samkeppnishömlum sem
kunna að vera fyrir hendi á við
komandi markaði, til hagsbóta fyrir
neytendur.
Í frumvarpinu eru jafnframt
lagðar til mikilvægar breytingar á
veltumörkum í samrunamálum.
Í stað þess að miða samanlagða
heildarveltu við 2 milljarða króna á
Íslandi verður miðað við 3 milljarða
og a.m.k. tvö fyrirtæki sem aðild
eiga að samrunanum þurfa að hafa
a.m.k. 300 milljóna króna ársveltu
á Íslandi í stað 200 milljóna króna
áður. Tillagan er mjög til bóta og
mun koma í veg fyrir óþarfa sam
runatilkynningar og málsmeðferð
samkeppnisyfirvalda í málum sem
engin áhrif hafa á hag neytenda.
Ljóst er að ágreiningur mun verða
um tillögur frumvarpsins um nið
urfellingu heimildar Samkeppnis
eftirlitsins að skjóta niðurstöðu
áfrýjunarnefndar samkeppnis
mála til dómstóla og niðurfellingu
heimildar til að gera breytingar
á skipulagi fyrirtækja án þess að
fyrir liggi brot gegn samkeppnis
lögum. Nánari umfjöllun um það
mun bíða betri tíma. Þó verður að
benda á að við mat á því hvort rétt
sé að hafa slík íþyngjandi ákvæði í
lögum verði horft til samanburðar
við önnur Evrópulönd. Rétt eins
og of lítil reglubyrði getur skaðað
neytendur ef fyrirtæki nýta sér
það dregur of mikil reglubyrði úr
samkeppnishæfni fyrirtækja sem
skaðar á endanum hagsmuni neyt
enda og þjóðfélagið sem heild.
Lagafrumvarp ráðherra horfir til
mikilla framfara fyrir framkvæmd
samkeppniseftirlits á Íslandi. Sér
í lagi þau ákvæði sem auka munu
skilvirkni eftirlitsins. Því er mikil
vægt að ágreiningur um afmörkuð
deilumál frumvarpsins, sem leysa
þarf úr, stöðvi ekki þau framfara
skref sem felast í öðrum breyt
ingartillögum. Breytingarnar eru
nauðsynlegar og munu færa fram
kvæmdina til nútímahorfs og á end
anum koma neytendum til góða.
Skilvirkara Samkeppniseftirlit
Hallmundur
Albertsson
lögmaður hjá
VÍK Lögmanns-
stofu og sér-
fræðingur í sam-
keppnisrétti
Nám:
MSc í fjármálum fyrirtækja frá HR
og BS í markaðsfræði frá HÍ.
Störf:
Markaðsstjóri hjá Reitum fast-
eignafélagi síðan 2012. Sit einnig í
stjórn Grænni byggðar, Icelandic
Green Building Council.
Fjölskylduhagir:
Gift Braga Skaftasyni, heimspek-
ingi og veitingamanni á Vínstúk-
unni Tíu sopum. Eigum tvö börn,
Þorra 12 ára og Helgu 8 ára.
Svipmynd
Kristjana Ósk Jónsdóttir
Kristjana Ósk Jónsdóttir hefur verið markaðsstjóri fasteignafélagsins Reita, eiganda Kringlunnar, frá árinu 2012. Hún
segir áhugamálin tengjast hönnun
og arkitektúr, og að hún hafi fengið
að hafa puttana í hönnun tveggja
veitingastaða. Áhuginn nýtist einn
ig í vinnunni.
Hver eru þín helstu áhugamál?
Áhugamál mín tengjast f lest
hönnun og arkitektúr, ég hef aðeins
fengið að hafa puttana í hönnun
tveggja veitingastaða og áhug
inn nýtist stundum í vinnunni
líka. Einnig hef ég mikinn áhuga á
umhverfismálum og hef sökkt mér
ofan í þau mál m.a. í gegnum starfið
hjá Grænni byggð. Annars er þetta
voðalega klassískt hjá mér, ferða
lög og að njóta frítímans með fjöl
skyldu og vinum.
Hvernig er morgunrútínan þín?
Ég vek börnin ef þau vakna ekki
sjálf, gef þeim morgunmat og set
nesti í töskurnar. Ég tek alltaf lýsis
töflur eða omega 3, collagen og víta
mín. Yfirleitt gríp ég með mér í bíl
inn flatköku eða banana og bruna í
vinnuna hugsandi um tvöfalda latte
bollann sem bíður þar.
Hvaða bók hefur haft mest áhrif á
þig?
Ég hlusta mikið á hljóðbækur,
sjaldnast skáldsögur heldur finnst
mér áhugaverðast að kafa ofan í ný
viðfangsefni, þar koma bækurnar
frá The Great Courses mjög sterkar
inn. Ég hef t.d. sökkt mér ofan í sögu
matar, ólíka menningarheima og
enska orðsifjafræði en mín uppá
haldsbók frá The Great Courses
heitir The Other Side of History.
Bækurnar Abundance og Bold eftir
Steven Kotler og Peter Diamandis
höfðu mikil áhrif á mig á sínum
tíma. Þær fjalla um tækniþróun og
áhrif hennar á samfélagið. We Are
Our Brains fannst mér líka áhuga
verð bók, hún er eftir skemmtilegan
hollenskan taugavísindamann og
segir frá helstu breytingum sem
verða á heilanum yfir lífsskeiðið
og í tengslum við ýmislegt sem við
göngum í gegnum.
Hverjar eru helstu áskoranirnar
og tækifærin í rekstri Reita næstu
misserin?
Við sjáum mikil tækifæri í þróun
Kringlusvæðisins en þar erum við
að undirbúa blöndu af íbúðum,
verslun og þjónustu, menningu og
listastarfsemi. Svæðið hefur alla
burði til að verða öf lugt akkeri í
borginni og meiri samkomustaður
borgarbúa en nú er. Til að vel takist
til þurfum við að huga vel að sam
setningu húsnæðis þannig að það
styðji við það samfélag sem við vilj
um skapa. Einnig viljum við bæta
aðgengi að svæðinu og efla tenging
arnar við Hlíðarnar og Safamýrina.
Þetta er ekki einfalt og okkar helstu
áskoranir felast einmitt í því að
leysa ýmis praktísk úrlausnarefni
tengd þróuninni.
Hver eru mest krefjandi verkefnin
í starfi markaðsstjóra fasteignafélags
á borð við Reiti?
Oft rata verkefni á mitt borð sem
tengjast ekki hefðbundnum mark
aðsmálum og það getur stundum
verið krefjandi að setja sig inn í ný
verkefni og að fylgjast samtímis
með þróun á mörgum sviðum.
Nýlega breyttum við ásýnd Reita
til að endurspegla betur okkar
rúmlega 30 ára arfleifð og framsýni
okkar, bæði í þróunarverkefnum og
þegar við klæðskerasníðum fram
tíðarhúsnæði fyrir viðskiptavini.
Það var gífurlega skemmtilegt og
krefjandi verkefni að skoða fyrir
tækið frá mörgum sjónarhornum
og leggja línurnar saman að nýjum
áherslum.
Hvers hlakkarðu mest til þessa
dagana?
Mér f i n nst hau st i n a l lt a f
skemmtilegur tími og frábært að
sökkva mér niður í vinnu og njóta
rútínunnar með fjölskyldunni, sér
staklega eftir svona frábært sumar.
Næst á dagskrá er svo lestarferðalag
með börnunum þar sem við stefnum
á að skoða náttúruminjasafnið í
London og Disneyland í París.
Ef þú þyrftir velja allt annan
star fsf rama, hver yrði hann?
Mér hefur lengi þótt heilbrigðis
vísindi áhugaverð, ætli ég myndi
ekki byrja á að prófa að læra eitt
hvað eins og næringarfræði. Svo
finnst mér tilhugsunin um að vera
ekki við tölvu heldur að hreyfa mig
úti mjög heillandi, gæti hugsað mér
að vera garðyrkjufræðingur.
Hvar sérðu þig eftir 10 ár?
Fyrst og fremst vona ég að ég og
allt mitt fólk verði hraust og ham
ingjusamt.
Með puttana í hönnun veitingastaða
Kristjana hlustar mikið á hljóðbækur en sjaldnast skáldsögur. Frekar kafi hún í ný viðfangsefni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Kringlusvæðið
hefur alla burði til
að verða öflugt akkeri í
borginni og meiri samkomu-
staður borgarbúa en nú er.
Kristjana Ósk Jónsdóttir
9M I Ð V I K U D A G U R 2 3 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 MARKAÐURINN
2
3
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:2
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
1
0
-3
3
0
0
2
4
1
0
-3
1
C
4
2
4
1
0
-3
0
8
8
2
4
1
0
-2
F
4
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
8
s
_
2
2
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K