Fréttablaðið - 23.10.2019, Qupperneq 34
Skotsilfur Mótmælendur í Síle fara ránshendi um verslanir
Síleskur hermaður stendur vörð í matvöruverslun í höfuðborginni Santiago sem mótmælendur fóru ránshendi um. Eftir að Sebastian Piñera
forseti frestaði 3,5 prósenta hækkun á lestarmiðum og lýsti yfir neyðarástandi mögnuðust mótmælin í Síle. Mótmælendur hafa rænt og kveikt
í verslunum. Á meðal þess sem þeir krefjast eru úrbætur í heilbrigðismálum, lífeyriskerfinu og samgöngumálum. NORDICPHOTOS/GETTY
Mikið væri það nú þægi-legt ef hægt væri að verð-leggja vöru og þjónustu,
nákvæmlega eins og framleiðand-
anum hentaði. Ef ekkert væri til
sem héti samband verðs og gæða,
verðteygni eftirspurnar og hvað
þá samkeppni við aðra framleið-
endur. Draumland framleiðenda
en kannski martröð neytenda?
Það mætti stundum halda af máli
fólks og framgöngu að Ísland sem
ferðamannaland sé í nákvæm-
lega þessari draumastöðu. Það
skipti hreinlega engu máli hvernig
rekstrar umhverfi ferðaþjónustu
sé, það sé bara hægt að hækka verð
endalaust. Það sé jafnvel æskilegt,
því þá komi bara efnaðir gestir til
Íslands, en ekki einhver bakpoka-
lýður sem skilur ekkert eftir sig.
Þeim sé hvort sem er alveg sama
hvað hlutirnir kosta. Ísland er svo
einstakt og frábært.
Fátt er hins vegar jafn fjarri lagi
og varasamt að ganga út frá því að
neytendur, í þessu tilfelli erlendir
ferðamenn, séu fífl. Staðreyndin er
nefnilega sú, að þó svo að Ísland sé
vissulega frábær áfangastaður, þá á
hann í samkeppni við fjölda ann-
arra frábærra áfangastaða um hylli
ferðamanna. Samkeppnishæfni
áfangastaða ferðamanna er samsett
af mörgum þáttum, sem eru vegnir
og metnir innbyrðis. Í glænýrri
skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins
um samkeppnishæfni áfangastaða,
sem nær til 140 landa, og þar sem
stuðst er við samkeppnisvísitölu
The Travel & Tourism Competitive-
ness, lendir Ísland í 30. sæti af 140
þjóðum. Ísland hefur lækkað um 12
sæti á þessum lista frá árinu 2015 og
er mun neðar en helstu keppinaut-
ar. Þegar litið er til einstakra þátta,
þá er Ísland reyndar að skora mjög
hátt í mörgum ráðandi þáttum, svo
sem friði, öryggi, vatnsgæðum, jarð-
varma og mannauði. Á hinn bóginn
er samkeppnisstaðan af leit þegar
kemur að verðlagi. Á þann mæli-
kvarða er Ísland í 138. sæti af 140
þjóðum. Í topp þremur, yfir dýrustu
ferðamannalönd í heimi.
Hvað er það sem gerir samkeppn-
isumhverfi íslenskrar ferðaþjón-
ustu eins slæmt og raun ber vitni?
Getum við breytt stöðunni?
n Hár launakostnaður: Launa-
kostnaður á Íslandi er með því
hæsta sem þekkist í heiminum
og tugum prósenta hærri í er-
lendri mynt, en í flestum okkar
samkeppnislöndum.
n Launatengd gjöld: Þessi
kostnaðarþáttur gleymist oft
í umræðunni, en er töluvert
hærri hér en víðast hvar annars
staðar. Hér skal sérstaklega
nefnt tryggingargjaldið, sem er
öllum atvinnurekendum þyrnir
í augum.
n Grænir skattar: Fara hækkandi
og þykir ekki við hæfi að gagn-
rýna það – en það hlýtur að vera
sjálfsögð krafa að stjórnvöld
birti bókhald yfir ráðstöfun
þeirra.
Almenn skattbyrði er hlutfalls-
lega há á Íslandi. Í því samhengi vil
ég sérstaklega nefna há fasteigna-
gjöld, sem hafa hækkað um 35%
frá árinu 2012, án þess að aukin
þjónusta við fyrirtæki hafi komið á
móti. Svört og ólögleg starfsemi er
enn allt of útbreidd og skekkir inn-
byrðis samkeppnisstöðuna veru-
lega.
Fíllinn í stofunni er samt gengi
íslensku krónunnar. Það er sorg-
legt en því miður satt að tiltölulega
litlar sveif lur í gengi krónu gagn-
vart helstu viðskiptamyntum, geta
skilið á milli feigs og ófeigs í rekstri
ferðaþjónustufyrirtækja. Því miður
er það svo að krónan er enn of sterk
til að ferðaþjónustan geti dafnað
á sjálf bæran hátt, miðað við það
erfiða rekstrarumhverfi sem hún
hrærist í. Það er beint samhengi á
milli gengisvísitölu og eftirspurnar
eftir íslenskri ferðaþjónustu og það
eru bein tengsl á milli gengisvísi-
tölu og afkomu íslenskra ferðaþjón-
ustufyrirtækja.
OECD telur í nýlegri úttekt að
samdráttur í ferðaþjónustu sé
stærsta ógnin í þjóðarbúskapnum
um þessar mundir. Því hlýtur það
nú að vera mikilvægasta verkefni
stjórnvalda að stuðla að bættu
samkeppnisumhverfi greinarinnar.
Það er hægt með því að draga úr
skattbyrði og stuðla að því að hag-
stjórnin og stjórn efnahagsmála
í landinu taki meira mið af hags-
munum stærstu útflutningsgreinar
landsins. Og þar með möguleikum
hennar til að skapa enn meiri verð-
mæti fyrir samfélagið allt.
Stærsta ógnin
Bjarnheiður
Hallsdóttir
formaður Sam-
taka ferðaþjón-
ustunnar
Kolefnisfótspor Íslendinga hefur stækkað mikið síð-ustu áratugi og sífellt f leiri
virðast reiðubúnir að leggjast á
árarnar til að snúa þeirri þróun við.
Stundum hefur verið talað fyrir því
að lausnin sé að draga úr hagvexti.
Miðað við sögulega þróun er það
þó ekki endilega að sjá.
Undanfarinn áratug hefur losun
koltvísýrings (CO2) í hlutfalli við
efnahagsumsvif (landsframleiðslu)
lækkað um 9% á grundvelli fram-
leiðslu en 36% ef horft er á hvar
endanleg neysla á sér stað, eða
kolefnisfótsporið. Frá 1970 nemur
lækkun hvors tveggja meira en
50%. Lækkunin hefur að mestu
orðið án þess að að því hafi verið
sérstaklega stefnt, heldur einfald-
lega með betri tækni og nýtingu
framleiðsluþátta
Það má því rétt ímynda sér
hversu mikið er hægt að draga úr
losun þegar stjórnvöld, atvinnu-
lífið og landsmenn allir róa saman
Meira fyrir minna
Konráð
Guðjónsson
RÁÐDEILDIN
3
2,5
1,5
1
0,5
1970 2017
2
✿ Losun CO2 í hlutfalli við landsframleiðslu
CO2 í grömmum á hverja krónu í landsframleiðsu á verðlagi 2017*
að því markmiði á sama tíma og
stuðlað er að sköpun starfa og
tækniframförum, sem einnig er
kallað hagvöxtur.
n Á grundvelli neyslu
(kolefnisfótspor)
n Á grundvelli
framleiðslu
Það skipti hreinlega
engu máli hvernig
rekstarumhverfi ferðaþjón-
ustu sé, það sé bara hægt að
hækka verð endalaust. Það
sé jafnvel æskilegt, því þá
komi bara efnaðir gestir til
Íslands, en ekki einhver bak-
pokalýður sem skilur ekkert
eftir sig.
36%
nemur minnkun á losun
koltvísýrings sem hlutfall af
landsframleiðslu á síðasta
áratug.
Óháður
Gylfi Magnús-
son, dósent
og formaður
bankaráðs
Seðlabankans, fór
mikinn á Facebook
eftir að hafa frétt af nýju frum-
varpi um samkeppnislög og taldi
annarlega hvatir liggja að baki.
Framkvæmdastjóri SA sagði að
Gylfi þyrfti að gæta orða sinna í
ljósi stöðu sinnar hjá bankanum en
Gylfi lét ekki segjast. Sagðist hann
hafa látið orðin falla í krafti þess að
hafa á árum áður verið formaður
stjórnar Samkeppniseftirlitsins og
skrifað um samkeppnismál sem
háskólakennari. Gylfi gleymdi hins
vegar að geta þess að hann hefur
veitt Samkeppniseftirlitinu ráðgjöf
um hagfræðileg málefni frá 2013.
Verður hann seint talinn óháður
fræðimaður í þessum efnum.
Stórt tækifæri
Bretarnir vilja selja
sig út úr Dom-
ino’s á Ísland og
þá hugsar Birgir
Örn Guðmunds-
son forstjóri
sér eflaust gott
til glóðarinnar enda er
hann í kjörstöðu. Birgir er nýbúinn
að selja hlut sinn í keðjunni með
góðum hagnaði og þekkir félagið
manna best eftir farsæla uppbygg-
ingu. Áhugasamir fjárfestar vilja
vafalaust fá hann í lið með sér. Í
samtali við RÚV á dögunum virtist
glitta í áform Birgis. Hann sagði að
það væri tækifæri til staðar en að
hann ætlaði „aðeins að leyfa þessu
að spilast út“.
Með og á móti
Fram undan er risavaxin ákvörðun
um eignarhald
ríkisins á tveimur
bönkum og því
kjörið tækifæri
fyrir stjórn-
málamenn að
skora ódýr stig
hjá kjósendum. Það
tekst misvel. Oddný Harðardóttir,
þingmaður Samfylkingarinnar,
sagði sporin hræða. Sala á hlut í
bönkum yrði ekki til þess að losa
ríkið undan áhættu af bönkum þar
sem ríkið myndi hvort eð er koma
kerfislega mikilvægum bönkum
til bjargar. Fjármálaráðherra benti
réttilega á að Oddný hefði 2012
mælt fyrir frumvarpi um sölu á
eignarhlut ríkisins í bönkunum. Þá
var hún sjálf fjármálaráðherra.
2 3 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R10 MARKAÐURINN
2
3
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:2
0
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
4
1
0
-2
E
1
0
2
4
1
0
-2
C
D
4
2
4
1
0
-2
B
9
8
2
4
1
0
-2
A
5
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
8
s
_
2
2
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K