Fréttablaðið - 28.10.2019, Side 6

Fréttablaðið - 28.10.2019, Side 6
Samningurinn er ótímabund- inn en opinn til endur skoðunar eftir 15 ár. Samkvæmt lögum skulu samningar takmarkast við fimm ár. STJÓRNMÁL Undirnefnd fjárlaga- nefndar leggur til að Ríkisendur- skoðun verði falið að meta nýjan samning milli ríkis og kirkju og hvort hann samræmist lögum um opinber fjármál. Nefndin leggur einnig til að óskað verði eftir minnisblaði um afstemmingu ráðu- neytisins og Ríkisendurskoðunar á skuldastöðu ríkisins við kirkjuna vegna eignatilfærslu kirkjujarða til ríkisins á grundvelli kirkjujarða- samkomulagsins frá 1997. Í samkomulaginu frá 1997 er kveðið á um að ríkið eignist allar kirkjujarðir utan prestssetra gegn því að ríkið greiði laun tiltekins fjölda presta og starfsmanna þjóð- kirkjunnar. Ríkið hefur greitt á fimmta tug milljarða til kirkjunnar á samningstímanum. Ekki liggur hins vegar fyrir til hvaða jarða samningurinn tekur né var nokk- urn tíma gert mat á virði samnings- ins né eignanna sem hann tekur til enda jarðirnar ótilgreindar í sam- komulaginu. Í september síðastliðnum var ritað undir viðbótarsamkomulag við samninginn frá 1997, með ein- földun hans fyrir augum. Í viðbót- arsamningi þessum er fjallað um allar greiðslur úr ríkissjóði til kirkj- unnar, um þrjá og hálfan milljarð á ári, að frátöldum sóknargjöldum. Samningurinn er ótímabundinn en samningsaðilar geta krafist endur- skoðunar á ákvæðum hans eftir fimmtán ár. Sérstaklega er kveðið á um að samningsaðilar geti ekki krafist breytinga á samningnum á grundvelli fjölgunar eða fækkunar meðlima í þjóðkirkjunni. Samkvæmt svari dómsmálaráðu- neytis við fyrirspurn Fréttablaðsins var samningurinn ekki borinn undir Alþingi, sem fer með fjárveit- ingavaldið, heldur er samningurinn sem slíkur í umboði ríkisstjórnar- innar, eins og segir í svarinu. Ljóst er hins vegar að lagabreytingar þarf til að ákvæði hans geti öðlast gildi auk þess sem Alþingi þarf að sam- þykkja allar fjárveitingar ríkisins með fjárlögum. Á fundi fjárlaganefndar 6. októ- ber síðastliðinn var skipuð undir- nefnd til að gera tillögur um inn- leiðingu á ákvæðum samningsins í f járlög. Í undirnefndinni sitja Haraldur Benediktsson, Björn Leví Gunnarsson og Birgir Þórarinsson. Í minnisblaði þeirra til fjárlaga- nefndar eru reifuð nokkur álita- mál sem þarfnist skýringa. Helsta álitaefnið varðar „uppgjör þeirrar tilfærslu á eignum sem áttu sér stað árið 1907 og voru gerðar upp í kirkjujarðasamkomulaginu frá 1997. Um hvaða eignir var að ræða og hver er endanlegur kostnaður þess uppgjörs fyrir ríkið.“ Gagnrýnt er að greiðslur til kirkj- unnar samkvæmt samkomulaginu séu ekki sundurliðaðar þannig að ljóst sé hvaða upphæðum sé ætlað að Kanna þurfi lögmæti kirkjusamnings Undirnefnd sem fjárlaganefnd skipaði vegna nýs samnings ríkisins við Þjóðkirkjuna telur að óska þurfi eftir ítarlegum upplýsing- um frá fjármálaráðuneyti um samninginn. Ríkisendurskoðun meti hvort samningurinn er í samræmi við lög um opinber fjármál. Upplýsingar sem undirnefnd fjárlaganefndar vill afla um samninginn n Afstaða Ríkisendurskoðunar til þess hvort samningurinn er í samræmi við lög um opinber fjármál. n Yfirlit um allar jarðir sem ríkið hefur gefið kirkjunni frá kirkju- jarðasamningnum. n Nefndin óskar eftir minnis- blöðum frá fjármálaráðuneyt- inu um … … afstemmingu ráðuneytis og Ríkisendurskoðunar vegna eigna- tilfærslunnar árið 1997. … launahlutfall í ríkisstofnunum og hvernig hægt sé að rökstyðja 90% launahlutfall í viðbótar- samningnum. … af hverju ekki er gert ráð fyrir aðhaldskröfu í samningnum. … af hverju tímamörk samnings- ins séu lengri en 5 ár. … hverjar skuldbindingar ríkisins gagnvart 62. gr. stjórnarskrárinnar séu. … hvernig útgjöld vegna samn- ingsins séu í samræmi við þá stefnumörkun sem liggur til grundvallar fjármálaáætlun. … umfang og gæði þeirrar starf- semi sem samningurinn tekur til, samningstíma, skilyrði fyrir samningsgreiðslum og eftirlit með framkvæmd þeirra. Jarðirnar sem ríkið eignaðist 1997 eru ótilgreindar en samkomulag um greiðslur fyrir þær er ótímabundið. ✿ Undirnefnd fjárlaganefndar Björn Leví Gunnarsson Pírötum Birgir Þórarinsson Miðflokki Haraldur Benediktsson Sjálfstæðisflokki samninga ríkisins við kirkjuna standist strangar kröfur laganna um samninga ríkisins. Vísað er til þess að samningur- inn sé ótímabundinn en opinn til endur skoðunar eftir 15 ár. Lög um opinber fjármál kveða hins vegar á um að samningar skuli almennt tak- markast við fimm ár en undanþágu- heimild er fyrir hendi vegna kostn- aðarsamra fjárfestinga. Ekki er gerð tilraun til að rökstyðja fimmtán ára gildistíma samningsins. Þá segir einnig að hvorki sé skil- greint umfang né gæði starfsem- innar sem samningurinn tekur til, hvaða skilyrði fylgja greiðslum og hvernig eftirlit verði haft með þeim. Leggur undirnefndin til að fjár- laganefnd kalli eftir frekari gögnum frá ráðuneytunum til að skýra þessi álitaefni og að Ríkisendurskoðun verði falið að meta hvort samkomu- lagið samræmist lögum um opinber fjármál. Fjárlaganefnd mun nú afla upp- lýsinga og umsagnar fjármálaráðu- neytisins áður en frekari afstaða verður tekin til málsins. adalheidur@frettabladid.is vera greiðslur fyrir hinar ótilgreindu jarðir og hvaða greiðslum sé ætlað að uppfylla skyldu ríkisins samkvæmt 62. gr. stjórnarskrárinnar sem kveð- ur á um skyldu til að styðja og vernda íslensku þjóðkirkjuna. Þrátt fyrir að öll tormerki hafi verið talin á því að unnt sé að verð- meta verðmætin sem f luttust til ríkisins með samkomulaginu frá 1997, er vísað til álitsgerða kirkju- eignanefndar frá 1984 og 1992 sem innihéldu lista af jörðum sem nefndarmenn telja að samkomu- lagið hafi grundvallast á. Andvirði þeirra hafi verið reiknað á sínum tíma og uppfært verðmæti þeirra í dag sé um þrír milljarðar. Því megi færa rök fyrir því að fullnaðar- greiðsla ríkisins fyrir jarðirnar sé þegar að fullu greidd og eftir standi aðeins skuldbinding ríkisins gagn- vart kirkjunni á grundvelli 62. gr. stjórnarskrárinnar. Í minnisblaðinu er vísað til laga um opinber fjármál og dregið í efa að framangreindur óskýrleiki Abu Bakr al-Baghdadi leiddi ISIS frá árinu 2010. NORDICPHOTOS/GETTY BANDARÍKIN Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi Íslamska ríkisins, ISIS, féll í aðgerðum bandarískra sérsveitar- manna í Idlib-héraði í norðvestur- hluta Sýrlands um helgina. Donald Trump Bandaríkjafor- seti lýsti aðgerðinni og dauðdaga al-Baghdadi í miklum smáatriðum á blaðamannafundi í gær. Baghdadi sprengdi sjálfan sig og þrjú börn sín í loft upp með sprengjuvesti eftir að hafa verið króaður af í neðanjarðar- göngum. „Hann drapst eins og dýr, hann dó eins og heigull. Heimurinn er nú öruggari án hans,“ sagði Trump. Sagði hann einnig að al-Baghdadi hefði öskrað og veinað áður en hann lést. Nokkrir liðsmenn al-Baghdadi féllu í árásinni en engan sérsveitar- mann sakaði í árásinni. Trump tók þó fram að sérþjálfaður hundur Bandaríkjahers hefði meiðst í jarð- göngunum. Al-Baghdadi, sem var um fimm- tugt, hefur verið einn eftirlýstasti maður í heimi síðustu ár og var gælunafn hans „Draugurinn“. Hann er talinn hafa verið klerkur þegar Bandaríkjamenn réðust inn í Írak árið 2003. Árið 2006, eftir að hafa verið í haldi Bandaríkjamanna, gekk hann til liðs við hryðjuverka- samtökin Al-Qaeda. Í maí 2010 tók hann við sem leiðtogi ISIS. Trump segir að Bandaríkjamenn hafi vitað af dvalarstað Baghdadi og hafi hann verið undir eftirliti í nokkrar vikur áður en ráðist var í aðgerðir. Sérsveitin f laug inn í gegnum r ú ssnesk a lof t helg i . Þa k k aði Bandar ík ja forset i þjóðarleið - togum Rússlands, Tyrklands, Sýr- lands og Kúrda sem hann segir hafa hjálpað sérsveitum Bandaríkja- hers í aðgerðunum. Kúrdar hafi ekki vitað nákvæmlega út á hvað aðgerðin gekk en hafi þó aðstoðað hermennina. – ilk Leiðtogi Íslamska ríkisins sprengdi sig og þrjú börn sín í loft upp 2 8 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 8 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :1 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 1 7 -D 2 8 C 2 4 1 7 -D 1 5 0 2 4 1 7 -D 0 1 4 2 4 1 7 -C E D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 2 7 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.