Fréttablaðið - 26.10.2019, Side 4

Fréttablaðið - 26.10.2019, Side 4
GOÐSÖGNIN NÝR JEEP® WRANGLER jeep.is JEEP® WRANGLER RUBICON Rock-Track® fjórhjóladrif, Select-Trac® millikassi, Tru-Lock® 100% driflæsingar að framan og aftan, aftengjanleg jafnvægisstöng að framan, Heavy Duty fram- og afturhásing, 17” álfelgur, 32” BF Goodrich Mudtrack hjólbarðar, bakkmyndavél með bílastæðaaðstoð, bakkskynjarar, aðgerðarstýri, hraðastillir, sjálfvirk miðstöð með loftkælingu, rafdrifnar rúður, rafdrifnir og upphitaðir hliðarspeglar og fjarstýrðar samlæsingar. WRANGLER RUBICON BENSÍN 273 HÖ. 8 GÍRA SJÁLFSKIPTUR VERÐ FRÁ: 10.890.000 KR. WRANLGER RUBICON DÍSEL 200 HÖ. 8 GÍRA SJÁLFSKIPTUR VERÐ FRÁ: 10.890.000 KR. Au ka bú na ðu r á m yn d 35 ” d ek k UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 JAFNRÉTTI Ísland fellur úr fyrsta sætinu niður í það fimmta á lista yfir þau lönd þar sem konur njóta jafn- réttis og öryggis. Listinn var unninn af Georgetown-háskóla og Friðar- rannsóknarstofnun Oslóborgar og nær til 167 landa. Síðasti listi var birtur árið 2017. Noregur er nú besta land heims fyrir konur að búa í, en þar á eftir koma Sviss, Danmörk og Finnland. Tryggvi Hallgrímsson, sérfræð- ingur hjá Jafnréttisstofu, segir of snemmt að fullyrða að bakslag sé komið í jafnréttisbaráttuna. Ísland sé lítið flöktandi mengi og breyting- ar séu fljótar að hafa áhrif á heildar- niðurstöður. Þegar hafi verið tekin stór skref í jafnréttismálum sem ekki sé auðveldlega hægt að taka til baka. „Þetta er þó áminning um að við þurfum að vera vakandi,“ segir hann. Þegar rýnt er í tölurnar eru það einkum þrír þættir sem draga Ísland niður. Atvinnuþátttaka kvenna, öryggi og hlutfall á þjóðþingi. Atvinnuþátttakan sem endur- speglar atvinnutækifæri kvenna, hrynur úr 77,2 prósentum niður í 68,6 en mælt er hlutfall allra kvenna 25 ára og eldri. Rímar þetta nokkuð við nýlega rannsókn félagsfræðings- ins Kolbeins Stefánssonar um að konur yfir fimmtugu fari í auknum mæli á örorku. Þrátt fyrir þetta hrap er Ísland enn ofarlega á lista meðal þróaðra ríkja. Öryggið fellur einnig skarplega niður um tæp 10 prósent, úr 79,6 í 69,9. Þessi tala var fengin úr könnun Gallup þar sem konur og stúlkur, eldri en 15 ára, voru spurðar hvort þeim fyndist þær öruggar einar á gangi um nótt nálægt heimili sínu. Í þessum flokki er Ísland tæpum 20 prósentum á eftir Svisslendingum, þar sem öryggið mældist mest á Vesturlöndum. Hvað öryggið varðar dettur Tryggva einna helst í hug að sam- félagsumræðan haf i áhrif og #metoo-byltingin á vissan hátt. Ekki sé óhugsandi að einstök mál, eins og morðið á Birnu Brjánsdóttur sem lagði undir sig fjölmiðlaumfjöllun á löngum tíma, hafi áhrif. „Þetta er vísan til áhyggna kvenna af að verða fyrir ofbeldi. Við getum gert miklu betur í úrvinnslukerfinu og rétti brotaþola til að sækja mál. Út frá þessu mætti spyrja hvort konur séu farnar að vantreysta réttarkerfinu og réttarvörslukerfinu,“ segir Tryggvi. Þriðja þáttinn má skýra af alþing- iskosningunum árið 2017 þegar konum fækkaði um sex, úr 30 í 24. Merkjanlegur munur varð í tveim- ur öðrum þáttum rannsóknarinnar. Farsímanotkun íslenskra kvenna minnkaði úr 98,7 prósentum í 93,9, en hún er er talin nauðsynleg fyrir efnahagslega, stjórnmálalega og samfélagslega þátttöku. Sá hluti sem kom best út fyrir íslenskar konur var efling jafnréttislöggjafar. Telja þar inn í bæði reglur um jafnlauna- vottun og löggjöf um bann við mis- munun á vinnumarkaði og í þjón- ustu. kristinnhaukur@frettabladid.is Ísland ekki lengur á toppi lista um jafnrétti og öryggi kvenna Á nýjum alþjóðlegum lista yfir jafnrétti og öryggi kvenna fellur Ísland úr fyrsta sæti niður í það fimmta. Áhrifin eru mest í atvinnuþátttöku og kynjaskiptingu á þjóðþinginu. Þá fellur öryggi skarplega. Sér- fræðingur hjá Jafnréttisstofu segir of snemmt að fullyrða að bakslag hafi komið í jafnréttisbaráttuna. Atvinnuþátttaka, öryggi og hlutfall á þjóðþingi hafði mest áhrif til lækkunar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 69,9 af hundraði kvenna eldri en 15 ára töldu sig öruggar einar á gangi um nótt nálægt heimili sínu. 7 mánuðir hafa liðið síðan Bo- eing 737 MAX-flugvélarnar voru kyrrsettar. Icelandair gerir ekki ráð fyrir að þær verði komnar aftur í rekstur fyrr en í fyrsta lagi í febrúarlok 2020. TÖLUR VIKUNNAR 20.10.2019 TIL 26.10.2019 650 tonn eru smjörbirgðir MS. Þær hafa ekki verið meiri í þrjú ár og segir formaður Landssam- bands kúabænda þetta gefa til kynna að mjólkur- fram- leiðsla sé eilítið of mikil í dag. 5 stjörnur voru vott-aðar Hótel Gríms-borgum, sem er fyrsta fimm stjörnu hótel Íslands. Alls rúmar hótelið um 240 gesti. 157 lög voru send inn til Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár samkvæmt tilkynningu frá RÚV. Eurovision fer fram í Rotter dam í Hollandi á næsta ári. 18 milljónir króna voru greiddar af Seðlabanka Íslands í námsstyrk í tengslum við starfslokasamning fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. Freyja Haraldsdóttir fyrrverandi varaþingmaður fór fyrir Hæsta- rétt til að leita réttar síns til að sitja námskeið þar sem hæfni umsækjenda um fósturforeldri er metin. Lögmaður Freyju var gagn- rýninn á að NPA-aðstoðin sem Freyja nýtur sé orðin að hindrun fyrir fósturhlutverkið. Harpa Elín Haraldsdóttir íbúi í Santiago hefur verið búsett í höfuðborg Chile í rúman áratug. For- dæmalausar óeirðir brutust út í borginni fyrir stuttu. Hefur þeim verið mætt með mikilli hörku. Fram að því hafði Chile verið með stöðugri ríkjum Suður- Ameríku. Harpa Elín segir mikla óánægju hafa kraumað undir yfirborðinu. Kornið sem fyllti mælinn var 5 króna hækkun á miðaverði í neðanjarðarlestina sem íbúar ódýrari svæða Santi- ago treysta á. Hún segir ástandið einkennilegt, friðsæld er í hennar nærumhverfi en á sama tíma er fólk virkilega óttaslegið. Harpa Rún Kristjánsdóttir ljóðskáld hlaut Bók- menntaverð- laun Tómasar Guðmundsson- ar fyrir ljóða- handritið Eddu. Í tilkynningu frá Reykja- víkurborg segir að í ljóðum Eddu megi greina sátt við gang lífsins þótt hann sé sársaukafullur. Þrjú í fréttum Fósturforeldrar, jarðgöng og ljóðahandrit 2 6 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 6 -1 0 -2 0 1 9 0 4 :4 1 F B 0 8 8 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 1 6 -A 5 5 C 2 4 1 6 -A 4 2 0 2 4 1 6 -A 2 E 4 2 4 1 6 -A 1 A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 8 8 s _ 2 5 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.