Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.10.2019, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 26.10.2019, Qupperneq 4
GOÐSÖGNIN NÝR JEEP® WRANGLER jeep.is JEEP® WRANGLER RUBICON Rock-Track® fjórhjóladrif, Select-Trac® millikassi, Tru-Lock® 100% driflæsingar að framan og aftan, aftengjanleg jafnvægisstöng að framan, Heavy Duty fram- og afturhásing, 17” álfelgur, 32” BF Goodrich Mudtrack hjólbarðar, bakkmyndavél með bílastæðaaðstoð, bakkskynjarar, aðgerðarstýri, hraðastillir, sjálfvirk miðstöð með loftkælingu, rafdrifnar rúður, rafdrifnir og upphitaðir hliðarspeglar og fjarstýrðar samlæsingar. WRANGLER RUBICON BENSÍN 273 HÖ. 8 GÍRA SJÁLFSKIPTUR VERÐ FRÁ: 10.890.000 KR. WRANLGER RUBICON DÍSEL 200 HÖ. 8 GÍRA SJÁLFSKIPTUR VERÐ FRÁ: 10.890.000 KR. Au ka bú na ðu r á m yn d 35 ” d ek k UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 JAFNRÉTTI Ísland fellur úr fyrsta sætinu niður í það fimmta á lista yfir þau lönd þar sem konur njóta jafn- réttis og öryggis. Listinn var unninn af Georgetown-háskóla og Friðar- rannsóknarstofnun Oslóborgar og nær til 167 landa. Síðasti listi var birtur árið 2017. Noregur er nú besta land heims fyrir konur að búa í, en þar á eftir koma Sviss, Danmörk og Finnland. Tryggvi Hallgrímsson, sérfræð- ingur hjá Jafnréttisstofu, segir of snemmt að fullyrða að bakslag sé komið í jafnréttisbaráttuna. Ísland sé lítið flöktandi mengi og breyting- ar séu fljótar að hafa áhrif á heildar- niðurstöður. Þegar hafi verið tekin stór skref í jafnréttismálum sem ekki sé auðveldlega hægt að taka til baka. „Þetta er þó áminning um að við þurfum að vera vakandi,“ segir hann. Þegar rýnt er í tölurnar eru það einkum þrír þættir sem draga Ísland niður. Atvinnuþátttaka kvenna, öryggi og hlutfall á þjóðþingi. Atvinnuþátttakan sem endur- speglar atvinnutækifæri kvenna, hrynur úr 77,2 prósentum niður í 68,6 en mælt er hlutfall allra kvenna 25 ára og eldri. Rímar þetta nokkuð við nýlega rannsókn félagsfræðings- ins Kolbeins Stefánssonar um að konur yfir fimmtugu fari í auknum mæli á örorku. Þrátt fyrir þetta hrap er Ísland enn ofarlega á lista meðal þróaðra ríkja. Öryggið fellur einnig skarplega niður um tæp 10 prósent, úr 79,6 í 69,9. Þessi tala var fengin úr könnun Gallup þar sem konur og stúlkur, eldri en 15 ára, voru spurðar hvort þeim fyndist þær öruggar einar á gangi um nótt nálægt heimili sínu. Í þessum flokki er Ísland tæpum 20 prósentum á eftir Svisslendingum, þar sem öryggið mældist mest á Vesturlöndum. Hvað öryggið varðar dettur Tryggva einna helst í hug að sam- félagsumræðan haf i áhrif og #metoo-byltingin á vissan hátt. Ekki sé óhugsandi að einstök mál, eins og morðið á Birnu Brjánsdóttur sem lagði undir sig fjölmiðlaumfjöllun á löngum tíma, hafi áhrif. „Þetta er vísan til áhyggna kvenna af að verða fyrir ofbeldi. Við getum gert miklu betur í úrvinnslukerfinu og rétti brotaþola til að sækja mál. Út frá þessu mætti spyrja hvort konur séu farnar að vantreysta réttarkerfinu og réttarvörslukerfinu,“ segir Tryggvi. Þriðja þáttinn má skýra af alþing- iskosningunum árið 2017 þegar konum fækkaði um sex, úr 30 í 24. Merkjanlegur munur varð í tveim- ur öðrum þáttum rannsóknarinnar. Farsímanotkun íslenskra kvenna minnkaði úr 98,7 prósentum í 93,9, en hún er er talin nauðsynleg fyrir efnahagslega, stjórnmálalega og samfélagslega þátttöku. Sá hluti sem kom best út fyrir íslenskar konur var efling jafnréttislöggjafar. Telja þar inn í bæði reglur um jafnlauna- vottun og löggjöf um bann við mis- munun á vinnumarkaði og í þjón- ustu. kristinnhaukur@frettabladid.is Ísland ekki lengur á toppi lista um jafnrétti og öryggi kvenna Á nýjum alþjóðlegum lista yfir jafnrétti og öryggi kvenna fellur Ísland úr fyrsta sæti niður í það fimmta. Áhrifin eru mest í atvinnuþátttöku og kynjaskiptingu á þjóðþinginu. Þá fellur öryggi skarplega. Sér- fræðingur hjá Jafnréttisstofu segir of snemmt að fullyrða að bakslag hafi komið í jafnréttisbaráttuna. Atvinnuþátttaka, öryggi og hlutfall á þjóðþingi hafði mest áhrif til lækkunar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 69,9 af hundraði kvenna eldri en 15 ára töldu sig öruggar einar á gangi um nótt nálægt heimili sínu. 7 mánuðir hafa liðið síðan Bo- eing 737 MAX-flugvélarnar voru kyrrsettar. Icelandair gerir ekki ráð fyrir að þær verði komnar aftur í rekstur fyrr en í fyrsta lagi í febrúarlok 2020. TÖLUR VIKUNNAR 20.10.2019 TIL 26.10.2019 650 tonn eru smjörbirgðir MS. Þær hafa ekki verið meiri í þrjú ár og segir formaður Landssam- bands kúabænda þetta gefa til kynna að mjólkur- fram- leiðsla sé eilítið of mikil í dag. 5 stjörnur voru vott-aðar Hótel Gríms-borgum, sem er fyrsta fimm stjörnu hótel Íslands. Alls rúmar hótelið um 240 gesti. 157 lög voru send inn til Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár samkvæmt tilkynningu frá RÚV. Eurovision fer fram í Rotter dam í Hollandi á næsta ári. 18 milljónir króna voru greiddar af Seðlabanka Íslands í námsstyrk í tengslum við starfslokasamning fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. Freyja Haraldsdóttir fyrrverandi varaþingmaður fór fyrir Hæsta- rétt til að leita réttar síns til að sitja námskeið þar sem hæfni umsækjenda um fósturforeldri er metin. Lögmaður Freyju var gagn- rýninn á að NPA-aðstoðin sem Freyja nýtur sé orðin að hindrun fyrir fósturhlutverkið. Harpa Elín Haraldsdóttir íbúi í Santiago hefur verið búsett í höfuðborg Chile í rúman áratug. For- dæmalausar óeirðir brutust út í borginni fyrir stuttu. Hefur þeim verið mætt með mikilli hörku. Fram að því hafði Chile verið með stöðugri ríkjum Suður- Ameríku. Harpa Elín segir mikla óánægju hafa kraumað undir yfirborðinu. Kornið sem fyllti mælinn var 5 króna hækkun á miðaverði í neðanjarðarlestina sem íbúar ódýrari svæða Santi- ago treysta á. Hún segir ástandið einkennilegt, friðsæld er í hennar nærumhverfi en á sama tíma er fólk virkilega óttaslegið. Harpa Rún Kristjánsdóttir ljóðskáld hlaut Bók- menntaverð- laun Tómasar Guðmundsson- ar fyrir ljóða- handritið Eddu. Í tilkynningu frá Reykja- víkurborg segir að í ljóðum Eddu megi greina sátt við gang lífsins þótt hann sé sársaukafullur. Þrjú í fréttum Fósturforeldrar, jarðgöng og ljóðahandrit 2 6 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 6 -1 0 -2 0 1 9 0 4 :4 1 F B 0 8 8 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 1 6 -A 5 5 C 2 4 1 6 -A 4 2 0 2 4 1 6 -A 2 E 4 2 4 1 6 -A 1 A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 8 8 s _ 2 5 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.